Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 256/2023

Nr. 256/2023 14. mars 2023

REGLUR
um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem skylt er að viðhalda sveiflujöfnunarauka sam­kvæmt 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

2. gr.

Gildi sveiflujöfnunarauka.

Fjármálafyrirtæki skulu viðhalda sveiflujöfnunarauka vegna innlendra áhættuskuldbindinga með eftirfarandi hætti:

  1. Gildi sveiflujöfnunarauka skal vera 2% af áhættugrunni til og með 15. mars 2024.
  2. Frá og með 16. mars 2024 skal gildi sveiflujöfnunarauka vera 2,5% af áhættugrunni.

Fjármálafyrirtæki skal einnig viðhalda sveiflujöfnunaraukanum á samstæðugrunni.

 

3. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru á grundvelli 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, hafa verið samþykktar af fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands og öðlast þegar gildi. Með gildis­töku þeirra falla úr gildi reglur nr. 1076/2021, um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki.

 

Seðlabanka Íslands, 14. mars 2023.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Haukur C. Benediktsson
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 15. mars 2023