Forseti Íslands gjörir kunnugt:
Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands og forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti er störfum þannig skipt með ráðherrum:
1. gr.
Forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir forsætisráðuneytið skv. 1. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið forsætisráðherra.
2. gr.
Dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir dómsmálaráðuneytið skv. 2. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið dómsmálaráðherra.
3. gr.
Félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir félags- og vinnumarkaðsráðuneyti skv. 3. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið félags- og vinnumarkaðsráðherra.
4. gr.
Fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir fjármála- og efnahagsráðuneytið skv. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið fjármála- og efnahagsráðherra.
5. gr.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið skv. 5. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
6. gr.
Heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið skv. 6. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið heilbrigðisráðherra.
7. gr.
Innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir innviðaráðuneytið skv. 7. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið innviðaráðherra.
8. gr.
Matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir matvælaráðuneytið skv. 8. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið matvælaráðherra.
9. gr.
Menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir menningar- og viðskiptaráðuneytið skv. 9. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið menningar- og viðskiptaráðherra.
10. gr.
Mennta- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason fer með stjórnarmálefni sem heyra undir mennta- og barnamálaráðuneytið skv. 10. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið mennta- og barnamálaráðherra.
11. gr.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið skv. 11. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
12. gr.
Utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir utanríkisráðuneytið skv. 12. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið utanríkisráðherra.
13. gr.
Úrskurður þessi öðlast gildi 1. febrúar 2022. Með úrskurði þessum fellur úr gildi úrskurður nr. 126 frá 28. nóvember 2021 um skiptingu starfa ráðherra.
Gjört á Bessastöðum, 31. janúar 2022.
Guðni Th. Jóhannesson. (L. S.)
|