Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1111/2021

Nr. 1111/2021 17. september 2021

REGLUR
um ferla og sniðmát fyrir sendingu upplýsinga til ESMA.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um ferla og sniðmát fyrir sendingar Fjármálaeftirlitsins á upplýsingum til ESMA (Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar), sbr. 120. gr. laga um verðbréfasjóði, nr. 116/2021.

 

2. gr.

Sendingar Fjármálaeftirlitsins á upplýsingum til ESMA.

Þegar Fjármálaeftirlitið sendir upplýsingar til ESMA varðandi þau atriði sem talin eru upp í 120. gr. laganna skal það fara eftir ákvæðum framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1212 frá 25. júlí 2016, sbr. 3. gr. þessara reglna.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerðar.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1212 frá 25. júlí 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar staðlað verklag og eyðublöð fyrir framlagningu upplýsinga í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðs­ins 2009/65/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 63/2018 þann 23. mars 2018, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 49-50. Framkvæmdarreglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (ESB) 2016/1212 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 42, þann 25. júní 2020, bls. 84-89.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar eru settar með heimild skv. 16. tl. 2. mgr. 134. gr. laga um verðbréfasjóði nr. 116/2021. Reglurnar öðlast þegar gildi.

 

Seðlabanka Íslands, 17. september 2021.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 4. október 2021