1. gr.
Almennt.
Sveitarfélagið Hornafjörður innheimtir gjöld vegna meðferðar úrgangs í sveitarfélaginu í samræmi við 11. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði, nr. 236/2018.
2. gr.
Íbúðarhúsnæði.
Sorpgjald samkvæmt þessari grein er samanburður af föstu gjaldi og breytilegu gjaldi. Breytilegt gjald er lagt á í samræmi við fjölda og tegund sorptunna sem húseigandi sótti um.
Sorpgjöld á heimili – fast gjald |
Árgjald |
|
Rekstur grenndar- og söfnunarstöðva og annar fastur kostnaður |
17.349 kr. |
Sorpgjöld á heimili – breytilegt gjald |
Árgjald |
|
Blandaður úrgangur |
|
|
|
140 l ílát |
15.400 kr. |
|
|
240 l ílát |
26.400 kr. |
|
|
660 l ílát |
116.160 kr. |
|
|
1.100 l ílát |
193.600 kr. |
|
Lífúrgangur |
|
|
|
35 l ílát |
4.400 kr. |
|
|
140 l ílát |
8.800 kr. |
|
|
240 l ílát |
21.120 kr. |
|
Pappír |
|
|
|
140 l ílát |
5.500 kr. |
|
|
240 l ílát |
6.600 kr. |
|
|
660 l ílát |
8.800 kr. |
|
|
1.100 l ílát |
26.400 kr. |
|
Plast |
|
|
|
140 l ílát |
7.700 kr. |
|
|
240 l ílát |
13.200 kr. |
|
|
660 l ílát |
36.300 kr. |
|
|
1.100 l ílát |
60.500 kr. |
Önnur gjöld |
Gjald |
|
Breytingakostnaður við ílát |
3.850 kr. |
Ofangreind gjöld skulu innheimt með fasteignagjöldum og er gjalddagi hinn sami og fasteignagjalda.
3. gr.
Atvinnuhúsnæði.
Í samræmi við 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, er fast gjald 38.500 kr. lagt á fyrirtækjalóðir í Sveitarfélaginu Hornafirði til að standa straum af kostnaði við þjónustu á söfnunarstað og urðunarstað. Gjöld skulu innheimt með fasteignagjöldum og er gjalddagi hinn sami og fasteignagjalda.
4. gr.
Móttökugjöld á söfnunarstöð.
Íbúar og fyrirtæki greiða móttökugjöld á söfnunarstöð sveitarfélagsins eftir þyngd (kr./kg) og úrgangstegund. Úrgangur skal vigtaður á brettavog í söfnunarstöðinni ef farmur er minni en 50 kg á hverja úrgangstegund eða á hafnarvog sveitarfélagsins á opnunartíma hennar ef farmur er yfir 50 kg á hverja úrgangstegund. Starfsmaður söfnunarstöðvar metur í hvaða flokk úrgangur fellur skv. gjaldskrá, að fenginni lýsingu úrgangshafa og með hliðsjón af því sem komið er með á söfnunarstöðina.
Ekki er tekið neitt gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald. Gjöld samkvæmt þessari grein eru ákvörðuð í gjaldskrá fyrir söfnunarstöð úrgangs á Höfn í Sveitarfélaginu Hornafirði.
5. gr.
Sumar- og frístundahús.
Í sumarhúsahverfum, þar sem sumarhús eru 20 eða fleiri, skal einnig leggja sorpeyðingargjöld á hvert sumar- eða frístundahús árlega enda verða sett upp sorpílát í nánd við sumarhúsahverfið yfir mesta ferðamannatímann frá 15. maí – 15. september.
Sorphirðugjald |
9.930 kr. |
Sorpeyðingargjald |
10.120 kr. |
Ofangreind gjöld skulu innheimt með fasteignagjöldum og er gjalddagi hinn sami og fasteignagjalda.
6. gr.
Eyðing dýraleifa.
Á búfjáreigendur er lagt sérstakt gjald til að standa straum af kostnaði við förgun dýraleifa og tekur gjaldið mið af því að það standi undir kostnaði við förgunina.
Gjald fyrir eyðingu dýraleifa er lagt á heildarfjölda hverrar búfjártegundar samkvæmt búfjáreftirlitsskýrslu og er eftirfarandi:
Nautgripir |
725 kr./grip |
Sauðfé og geitfé |
207 kr./grip |
Hross |
580 kr./grip |
Svín |
414 kr./grip |
Alifuglar |
4 kr./fugl |
Loðdýr |
4 kr./dýr |
7. gr.
Aðfararheimild.
Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með aðför, sbr. 4. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Gjöld eru tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign í tvö ár eftir gjaldaga, sbr. 5. mgr. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
8. gr.
Lagaheimild og gildistaka.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 737/2003, og öðlast þegar gildi.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 26/2024.
Samþykkt í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 10. desember 2024.
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.
|