1. gr.
2. málsl. 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Í umsókn skal tilgreina þann láns- og endurgreiðslutíma sem sótt er um, sbr. 1. mgr. 8. gr.
2. gr.
Í stað 1. og 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Lánastofnun getur veitt stuðningslán til lengri tíma en tveggja og hálfs árs, eða framlengt lánstíma umfram tvö og hálft ár, og krafist lengri endurgreiðslutíma en eins árs. Lánstími stuðningsláns sem ríkissjóður ábyrgist að fullu má þó ekki verða lengri en fimm og hálft ár og endurgreiðslur þess skulu hefjast eigi síðar en þremur árum frá því að lán er veitt. Lánstími stuðningsláns með 85% ábyrgð ríkissjóðs má ekki verða lengri en sjö ár og endurgreiðslur þess skulu hefjast eigi síðar en þremur og hálfu ári frá því að lán er veitt.
Stuðningslán, að meðtöldum vöxtum, skal endurgreitt með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á endurgreiðslutíma skv. 1. mgr.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 13. gr. og 24. gr. laga um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 23. október 2023.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
|