Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1442/2024

Nr. 1442/2024 4. desember 2024

REGLUGERÐ
um (14.) breytingu á reglugerð nr. 163/1973 um hvalveiðar.

1. gr.

2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Leyfi til veiða á hrefnu árin 2025, 2026, 2027, 2028 og 2029 skal veita þeim íslensku skipum, sem eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila, sem að mati ráðherra uppfylla neðangreind skilyrði. Eingöngu þeim skipum sem sérútbúin eru til veiða á stórhvölum er heimilt að taka þátt í veiðum á langreyði árin 2025, 2026, 2027, 2028 og 2029.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 26/1949, um hvalveiðar, til að öðlast þegar gildi. Sjá jafnframt viðauka sem birtur er sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

 

Matvælaráðuneytinu, 4. desember 2024.

 

Bjarni Benediktsson.

Kolbeinn Árnason.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 6. desember 2024