Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 346/2020

Nr. 346/2020 15. apríl 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 450/2017, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein, sem verður 6. gr. a., og hljóðar svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 6. gr. er, vegna áhrifa alheimsfaraldurs COVID-19, á tímabilinu 1. apríl til 1. júlí 2020, heimilt að óska eftir sérstakri útborgun á endurgreiðslu að hluta. Þetta á við um verkefni sem áður hefur fengið vilyrði, þó framleiðslu sé ekki lokið. Þessi hlutaendurgreiðsla kemur að fullu til frádráttar fullri endurgreiðslu við lokauppgjör. Sömu kröfur eru gerðar til endurgreiðslu á grundvelli þessa ákvæðis og fram koma í 6. gr., eftir því sem við á og á einungis við um kostnað við framleiðslu sem hefur verið greiddur og fellur til á Íslandi. Sérstök skilyrði hlutaendurgreiðslu eru að umsækjandi skili greinargerð um framleiðslustöðu verkefnisins þar sem eftirfarandi upp­lýsingar koma fram:

  1. Gera þarf grein fyrir hvaða kostnaðarþættir innan uppfærðrar heildarkostnaðaráætlunar verkefnis mynda stofn til útreiknings hlutaendurgreiðslu.
  2. Gera þarf grein fyrir þeim verkþáttum sem ekki eru fullunnir og þeim kostnaði sem ekki hefur verið greiddur innan uppfærðrar heildarkostnaðaráætlunar verkefnis.
  3. Gefa þarf skýringar á því hvernig alheimsfaraldur COVID-19 hefur áhrif á framleiðslu verk­efnis, stöðu þess varðandi fjármögnun eða tekjuöflun, almenna dreifingu og fjárhagslegar skuldbindingar.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli 8. gr. laga nr. 43/1999, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 15. apríl 2020.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Heimir Skarphéðinsson.


B deild - Útgáfud.: 20. apríl 2020