Forseti Íslands gjörir kunnugt:
Að ég, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, staðfesti svohljóðandi forsetaúrskurð um breytingu á forsetaúrskurði nr. 6/2022, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr.:
- Orðin „ákvörðun kjördags“ í a-lið 1. tölul. falla brott.
- C-liður 7. tölul. orðast svo: Vísinda- og nýsköpunarráð.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr.:
- 14. tölul. orðast svo: Almannavarnir, þar á meðal:
- Vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga.
- A-liður 16. tölul. orðast svo: Landamærastjórn og landamæravörslu.
- Við b-lið 20. tölul. bætist: og innheimtu meðlaga.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:
- H-liður 2. tölul. fellur brott.
- Á eftir u-lið 4. tölul. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: Tímabundinn stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.
4. gr.
8. tölul. 4. gr. orðast svo: Fjármálamarkað, lagaumgjörð og eftirlit, þar á meðal:
- Fjármálafyrirtæki.
- Fasteignalán til neytenda.
- Markaði fyrir fjármálagerninga.
- Prófnefnd verðbréfaréttinda.
- Lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði.
- Upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar.
- Lög um yfirtökur.
- Fjármögnunarviðskipti með verðbréf.
- Verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga.
- Verðbréfasjóði.
- Peningamarkaðssjóði.
- Rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
- Upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
- Evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði.
- Evrópska langtímafjárfestingarsjóði.
- Lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta.
- Fjárhagslegar viðmiðanir.
- Aðgerðir gegn markaðssvikum.
- Skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
- Opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
- Innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
- Tryggingarsjóð vegna fjármálafyrirtækja.
- Afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.
- Greiðslur yfir landamæri í evrum.
- Vátryggingar og vátryggingastarfsemi.
- Vátryggingasamstæður.
- Ökutækjatryggingar.
- Dreifingu vátrygginga.
- Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
- Úrskurðarnefnd náttúruhamfaratryggingar.
- Greiðsluþjónustu.
- Öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum.
- Greiðslureikninga.
- Milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur.
- Skortsölu og skuldatryggingar.
- Viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
- Lánshæfismatsfyrirtæki.
- Evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
5. gr.
K-liður 2. tölul. 5. gr. fellur brott.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr.:
- E-liður 3. tölul. orðast svo: IHS.
- Á eftir f-lið 5. tölul. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: Sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.
7. gr.
6. tölul. 8. gr. orðast svo: Skóga, skógrækt og landgræðslu, þar á meðal:
- Land og skóg.
8. gr.
M-liður 2. tölul. 10. gr. orðast svo: Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu.
9. gr.
B-liður 11. tölul. 11. gr. orðast svo: Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
10. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr.:
- R-liður 2. tölul. orðast svo: Afvopnun, takmörkun vígbúnaðar og útflutningseftirlit.
- S-liður 2. tölul. orðast svo: Framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna.
11. gr.
Forsetaúrskurður þessi, sem á sér stoð í 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og 4. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, öðlast þegar gildi.
Gjört á Bessastöðum, 15. febrúar 2024.
Guðni Th. Jóhannesson. (L. S.)
|