Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 8/2024

Nr. 8/2024 15. febrúar 2024

FORSETAÚRSKURÐUR
um breytingu á forsetaúrskurði nr. 6/2022, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt:

Að ég, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, staðfesti svohljóðandi forsetaúrskurð um breyt­ingu á forsetaúrskurði nr. 6/2022, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórn­ar­ráði Íslands:

 

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr.:

  1. Orðin „ákvörðun kjördags“ í a-lið 1. tölul. falla brott.
  2. C-liður 7. tölul. orðast svo: Vísinda- og nýsköpunarráð.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr.:

  1. 14. tölul. orðast svo: Almannavarnir, þar á meðal:
    1. Vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga.
  2. A-liður 16. tölul. orðast svo: Landamærastjórn og landamæravörslu.
  3. Við b-lið 20. tölul. bætist: og innheimtu meðlaga.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

  1. H-liður 2. tölul. fellur brott.
  2. Á eftir u-lið 4. tölul. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: Tímabundinn stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.

 

4. gr.

8. tölul. 4. gr. orðast svo: Fjármálamarkað, lagaumgjörð og eftirlit, þar á meðal:

  1. Fjármálafyrirtæki.
  2. Fasteignalán til neytenda.
  3. Markaði fyrir fjármálagerninga.
  4. Prófnefnd verðbréfaréttinda.
  5. Lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipu­legum markaði.
  6. Upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálf­bærar fjár­festingar.
  7. Lög um yfirtökur.
  8. Fjármögnunarviðskipti með verðbréf.
  9. Verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga.
  10. Verðbréfasjóði.
  11. Peningamarkaðssjóði.
  12. Rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
  13. Upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
  14. Evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði.
  15. Evrópska langtímafjárfestingarsjóði.
  16. Lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta.
  17. Fjárhagslegar viðmiðanir.
  18. Aðgerðir gegn markaðssvikum.
  19. Skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
  20. Opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
  21. Innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
  22. Tryggingarsjóð vegna fjármálafyrirtækja.
  23. Afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.
  24. Greiðslur yfir landamæri í evrum.
  25. Vátryggingar og vátryggingastarfsemi.
  26. Vátryggingasamstæður.
  27. Ökutækjatryggingar.
  28. Dreifingu vátrygginga.
  29. Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
  30. Úrskurðarnefnd náttúruhamfaratryggingar.
  31. Greiðsluþjónustu.
  32. Öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum.
  33. Greiðslureikninga.
  34. Milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur.
  35. Skortsölu og skuldatryggingar.
  36. Viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
  37. Lánshæfismatsfyrirtæki.
  38. Evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.

 

5. gr.

K-liður 2. tölul. 5. gr. fellur brott.

 

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr.:

  1. E-liður 3. tölul. orðast svo: IHS.
  2. Á eftir f-lið 5. tölul. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: Sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.

 

7. gr.

6. tölul. 8. gr. orðast svo: Skóga, skógrækt og landgræðslu, þar á meðal:

  1. Land og skóg.

 

8. gr.

M-liður 2. tölul. 10. gr. orðast svo: Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu.

 

9. gr.

B-liður 11. tölul. 11. gr. orðast svo: Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

 

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr.:

  1. R-liður 2. tölul. orðast svo: Afvopnun, takmörkun vígbúnaðar og útflutningseftirlit.
  2. S-liður 2. tölul. orðast svo: Framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna.

 

11. gr.

Forsetaúrskurður þessi, sem á sér stoð í 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og 4. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 15. febrúar 2024.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 20. febrúar 2024