Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 211/2023

Nr. 211/2023 2. mars 2023

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 1009/2015, um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin „ , er í óþökk viðkomandi“ í c-lið falla brott.
  2. Eftirfarandi breytingar verða á d-lið:
    1. Orðin „er í óþökk þess sem fyrir henni verður og“ falla brott.
    2. Í stað orðsins „viðkomandi“ kemur: þess sem fyrir henni verður.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 37. gr., 38. gr., 65. gr., 65. gr. a og 66. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnu­eftirlits ríkisins, öðlast þegar gildi.

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 2. mars 2023.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Bjarnheiður Gautadóttir.


B deild - Útgáfud.: 3. mars 2023