1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Samgöngustofa tekur ákvörðun um samþykki gervihnattaþjónustu fyrir alþjóða neyðar- og öryggiskerfi fyrir sjófarendur (e. Global Maritime Distress and Safety System, GMDSS), til notkunar í íslenskum skipum. Skilyrði fyrir samþykkt er m.a. að þjónustan hafi hlotið viðurkenningu Alþjóðasiglingamálastofnunar (IMO), að búið sé að tryggja fullnægjandi samband milli viðkomandi gervihnattakerfis og vaktstöðvar siglinga og að fyrir liggi jákvæðar umsagnir Vegagerðar, Landhelgisgæslu og Fjarskiptastofu. Samgöngustofa skal birta upplýsingar um hvaða aðilar teljast veita samþykkta GMDSS-gervihnattaþjónustu á hverjum tíma.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
Eftirfarandi orðskýring bætist við í viðeigandi stafrófsröð:
- Samþykkt GMDSS-gervihnattaþjónusta: Þjónusta veitt af fyrirtæki sem rekur gervihnattafjarskiptaþjónustu sem hlotið hefur samþykki, skv. 4. mgr. 1. gr., fyrir GMDSS, sem meðal annars nýtist til neyðarfjarskipta.
- Í stað orðanna „í gervitunglasjófarstöðvaþjónustu, sem staðsett er um borð í skipi“ í orðskýringu á Skipajarðstöð kemur: til notkunar með samþykktri GMDSS-gervihnattaþjónustu.
- Eftirfarandi orðskýring er felld úr gildi:
INMARSAT (International Maritime Satellite Organization): Alþjóðastofnun um notkun gervitungla í siglingum.
3. gr.
Í stað „INMARSAT“ í staflið c í 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: skipajarðstöð.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:
- Stafliður d orðast svo:
NAVTEX-viðtæki. Fari skip út fyrir þjónustusvæði NAVTEX skulu þau að auki búin tækjum til prentfjarskipta á stuttbylgju (radíótelex) eða skipajarðstöð til notkunar með samþykktri GMDSS-gervihnattaþjónustu sem nær til þess hafsvæðis sem skipið fer um, til viðtöku öryggistilkynninga til sjófarenda.
- Stafliður e orðast svo:
Frífljótandi COSPAS/SARSAT neyðarbauju á 406 MHz til staðsetningar og 121,5 MHz til nærmiðunar eða frífljótandi neyðarbauju fyrir samþykkta GMDSS-gervihnattaþjónustu á 1,6 GHz séu þau eingöngu á svæðum sem slík kerfi ná til.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:
- Liður ii) í staflið c orðast svo: Frífljótandi neyðarbauju 1,6 GHz fyrir samþykkta GMDSS-gervihnattaþjónustu sem má vera sú sem krafist er í 6. gr.
- Orðið „INMARSAT“ í lið iv) í staflið c fellur brott.
- Orðið „INMARSAT“ í lið iii) í staflið d fellur brott.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:
- Orðið „INMARSAT“ í staflið a í 1. mgr. fellur brott.
- Liður ii) í staflið d í 1. mgr. orðast svo: Frífljótandi neyðarbauju l,6 GHz fyrir samþykkta GMDSS-þjónustu sem má vera sú sem krafist er í 6. gr.
- Orðið „INMARSAT“ í lið iv) í staflið d í 1. mgr. fellur brott.
- Liður ii) í staflið d í 2. mgr. orðist svo: Frífljótandi neyðarbauju 1,6 GHz fyrir samþykkta GMDSS-gervihnattaþjónustu, sé skip eingöngu á svæði sem samþykkt GMDSS-gervihnattaþjónusta nær til. Neyðarbaujan má vera sú sem krafist er í. 5. mgr. 6. gr.
- Orðið „INMARSAT“ í lið iii) í staflið d í 2. mgr. fellur brott
7. gr.
2. málsliður stafliðar a í 10. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
8. gr.
Orðið „INMARSAT“ í staflið e í 2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
9. gr.
Orðið „INMARSAT“ í 2. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
10. gr.
Orðið „INMARSAT“ í staflið c í 8. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
11. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á töflu 2 í viðauka I við reglugerðina:
- Í stað orðanna „INMARSAT lausn“ í yfirskrift 4. dálks töflunnar kemur: Skipajarðstöð.
- Orðið „INMARSAT“ fellur brott þar sem það kemur fyrir í 1. dálki töflunnar.
- 3. liður skýringa með töflunni orðist svo: Ef skip fara út fyrir NAVTEX-þjónustusvæði skulu þau búin radíótelex á stuttbylgju eða skipajarðstöð til notkunar með samþykktri gervihnattaþjónustu með þjónustu sem nær til þess hafsvæðis sem skipið fer um.
12. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 28. gr. laga um fjarskipti nr. 70/2022 og 2. mgr. 24. gr. skipalaga nr. 66/2021, öðlast þegar gildi.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 2. apríl 2024.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Ásdís Halla Bragadóttir.
|