Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 529/2024

Nr. 529/2024 2. apríl 2024

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 53/2000 um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Samgöngustofa tekur ákvörðun um samþykki gervihnattaþjónustu fyrir alþjóða neyðar- og öryggiskerfi fyrir sjófarendur (e. Global Maritime Distress and Safety System, GMDSS), til notk­unar í íslenskum skipum. Skilyrði fyrir samþykkt er m.a. að þjónustan hafi hlotið viðurkenningu Alþjóða­siglingamálastofnunar (IMO), að búið sé að tryggja fullnægjandi samband milli viðkomandi gervihnatta­kerfis og vaktstöðvar siglinga og að fyrir liggi jákvæðar umsagnir Vegagerðar, Land­helgis­gæslu og Fjarskiptastofu. Samgöngustofa skal birta upplýsingar um hvaða aðilar teljast veita sam­þykkta GMDSS-gervihnattaþjónustu á hverjum tíma.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

Eftirfarandi orðskýring bætist við í viðeigandi stafrófsröð:

  1. Samþykkt GMDSS-gervihnattaþjónusta: Þjónusta veitt af fyrirtæki sem rekur gervihnatta­fjarskiptaþjónustu sem hlotið hefur samþykki, skv. 4. mgr. 1. gr., fyrir GMDSS, sem meðal annars nýtist til neyðarfjarskipta.
  2. Í stað orðanna „í gervitunglasjófarstöðvaþjónustu, sem staðsett er um borð í skipi“ í orð­skýringu á Skipajarðstöð kemur: til notkunar með samþykktri GMDSS-gervihnatta­þjónustu.
  3. Eftirfarandi orðskýring er felld úr gildi:
    INMARSAT (International Maritime Satellite Organization): Alþjóðastofnun um notkun gervi­tungla í siglingum.

 

3. gr.

Í stað „INMARSAT“ í staflið c í 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: skipajarðstöð.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Stafliður d orðast svo:
    NAVTEX-viðtæki. Fari skip út fyrir þjónustusvæði NAVTEX skulu þau að auki búin tækjum til prentfjarskipta á stuttbylgju (radíótelex) eða skipajarðstöð til notkunar með samþykktri GMDSS-gervihnattaþjónustu sem nær til þess hafsvæðis sem skipið fer um, til viðtöku öryggistilkynninga til sjófarenda.
  2. Stafliður e orðast svo:
    Frífljótandi COSPAS/SARSAT neyðarbauju á 406 MHz til staðsetningar og 121,5 MHz til nærmiðunar eða frífljótandi neyðarbauju fyrir samþykkta GMDSS-gervihnattaþjónustu á 1,6 GHz séu þau eingöngu á svæðum sem slík kerfi ná til.

 

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Liður ii) í staflið c orðast svo: Frífljótandi neyðarbauju 1,6 GHz fyrir samþykkta GMDSS-gervihnattaþjónustu sem má vera sú sem krafist er í 6. gr.
  2. Orðið „INMARSAT“ í lið iv) í staflið c fellur brott.
  3. Orðið „INMARSAT“ í lið iii) í staflið d fellur brott.

 

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðið „INMARSAT“ í staflið a í 1. mgr. fellur brott.
  2. Liður ii) í staflið d í 1. mgr. orðast svo: Frífljótandi neyðarbauju l,6 GHz fyrir samþykkta GMDSS-þjónustu sem má vera sú sem krafist er í 6. gr.
  3. Orðið „INMARSAT“ í lið iv) í staflið d í 1. mgr. fellur brott.
  4. Liður ii) í staflið d í 2. mgr. orðist svo: Frífljótandi neyðarbauju 1,6 GHz fyrir samþykkta GMDSS-gervihnattaþjónustu, sé skip eingöngu á svæði sem samþykkt GMDSS-gervihnatta­þjónusta nær til. Neyðarbaujan má vera sú sem krafist er í. 5. mgr. 6. gr.
  5. Orðið „INMARSAT“ í lið iii) í staflið d í 2. mgr. fellur brott

 

7. gr.

2. málsliður stafliðar a í 10. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

8. gr.

Orðið „INMARSAT“ í staflið e í 2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

9. gr.

Orðið „INMARSAT“ í 2. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

10. gr.

Orðið „INMARSAT“ í staflið c í 8. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

11. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á töflu 2 í viðauka I við reglugerðina:

  1. Í stað orðanna „INMARSAT lausn“ í yfirskrift 4. dálks töflunnar kemur: Skipajarðstöð.
  2. Orðið „INMARSAT“ fellur brott þar sem það kemur fyrir í 1. dálki töflunnar.
  3. 3. liður skýringa með töflunni orðist svo: Ef skip fara út fyrir NAVTEX-þjónustusvæði skulu þau búin radíótelex á stuttbylgju eða skipajarðstöð til notkunar með samþykktri gervihnatta­þjónustu með þjónustu sem nær til þess hafsvæðis sem skipið fer um.

 

12. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 28. gr. laga um fjarskipti nr. 70/2022 og 2. mgr. 24. gr. skipalaga nr. 66/2021, öðlast þegar gildi.

 

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 2. apríl 2024.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Ásdís Halla Bragadóttir.


B deild - Útgáfud.: 2. maí 2024