Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1622/2024

Nr. 1622/2024 17. desember 2024

REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1276/2014 um velferð svína.

1. gr.

Bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Matvælastofnun er heimilt að veita framleiðanda frest til aðlögunar að skilyrðum 2. mgr. 7. gr. og 2. og 7. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar til 1. janúar 2028. Veiting frests er háð því að framleiðandi leggi fram gögn sem sýni fram á að hann hafi sannanlega gripið til ráðstafana til að uppfylla kröfur ákvæðanna en ekki orðið ágengt af ástæðum sem eru ekki á ábyrgð framleiðanda sjálfs. Við mat á þessu skal m.a. líta til þess hvort framleiðandi hafi eftir atvikum hannað byggingarkosti, sótt um tilskilin leyfi og gripið til þeirra ráðstafana sem með sanngirni hefði mátt ætlast til af honum. Umsókn um viðbótarfrest skal hafa borist Matvælastofnun eigi síðar en 1. september 2025.

Við veitingu frests skv. 1. mgr. er Matvælastofnun heimilt að áskilja að framleiðandi grípi til tímabundinna ráðstafana í þágu dýravelferðar, að teknu tilliti til húsakosts og aðbúnaðar framleið­anda. Það gildir sér í lagi um ákvæði 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55/2013, um velferð dýra og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 17. desember 2024.

 

Bjarni Benediktsson.

Björn Helgi Barkarson.


B deild - Útgáfud.: 27. desember 2024