1. gr.
Svohljóðandi breytingar eru gerðar á 1. gr. auglýsingarinnar:
- Eftirfarandi titill breytist: „Fjallabyggð (breyting á viðmiðun um úthlutun, vinnsluskylda innan sveitarfélags).“ og verður: Fjallabyggð (breyting á viðmiðun um úthlutun, löndunarskylda innan sveitarfélags, vinnsluskylda).
- Ákvæði d-liðar 1. mgr. 1. gr. vegna Fjallabyggðar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa í sveitarfélaginu þeim afla sem telja á til byggðakvóta sveitarfélagsins til vinnslu á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
2. gr.
Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 26. mars 2024.
F. h. r.
Kolbeinn Árnason.
|