Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1561/2024

Nr. 1561/2024 9. desember 2024

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 977/2018 um meistara- og doktorsnám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. reglnanna:

  1. 5. málsl. 1. mgr. orðast svo: Forstöðumaður miðstöðvarinnar tekur þátt í stjórnarfundum og hefur atkvæðisrétt.
  2. Lokamálsliður 1. mgr. orðast svo: Verkefnisstjóri MLV er ritari stjórnar.
  3. 3. mgr. orðast svo í heild sinni:
    Stjórn Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum skipar fimm manna námsstjórn að fengnum til­lögum frá umsjónarkennurum þeirra námsgreina sem undir miðstöðina falla, þ.e. lýðheilsu­vísindi, faralds- og líftölfræði. Í námsstjórn situr forstöðumaður miðstöðvarinnar sem jafn­framt er formaður námsstjórnar, tveir fulltrúar fastra kennara og tveir fulltrúar þeirra deilda sem hverju sinni eru í mestu samstarfi í kennslu og leiðbeiningu nema.
  4. 4. mgr. orðast svo í heild sinni:

Kennarar í skyldunámskeiðum og námskeiðum í bundnu vali sem tilheyra náminu, sem og umsjónar­kennarar/aðalleiðbeinendur í meistara- og doktorsverkefnum, eru boðaðir á fundi námsstjórnar eftir þörfum og/eða óskum sem áheyrnarfulltrúar.

 

2. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 10. gr. reglnanna:

  1. Í stað tölunnar „30“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 60.
  2. Í stað orðsins „hlutanámi“ í 1. málsl. 2. mgr. koma orðin: fullu námi.
  3. Í stað orðsins „þrjú“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur orðið: fjögur.

 

3. gr.

Reglur þessar eru settar af háskólaráði með heimild í 3. mgr. 18. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. Reglurnar hafa verið samþykktar af viðkomandi fræðasviðum, háskóladeildum og Mið­stöð framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 9. desember 2024.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 20. desember 2024