Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 793/2022

Nr. 793/2022 29. júní 2022

REGLUR
um sameiginlegar ákvarðanir eftirlitsstjórnvalda varðandi tilteknar aðferðir við útreikning á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um sameiginlegar ákvarðanir eftirlitsstjórnvalda um að veita fjármálafyrirtæki leyfi til þess að beita tilteknum aðferðum við útreikning á eiginfjárkröfum samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

2. gr.

Sameiginlegt ákvörðunarferli.

Um sameiginlegt ákvörðunarferli eftirlitsstjórnvalda vegna umsóknar fjármálafyrirtækis um leyfi til að beita tiltekinni aðferð við útreikning á eiginfjárkröfum skv. 20. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 fer eftir reglugerð (ESB) 2016/100, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/100 frá 16. október 2015 þar sem sameiginlega ákvörðunarferlið er tilgreint með tilliti til umsóknar um sérstök varfærnisleyfi samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2013 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 59. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69 frá 29. október 2020, bls. 36-44.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 3. tölul. 2. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast gildi 1. júlí 2022.

 

Seðlabanka Íslands, 29. júní 2022.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Elmar Ásbjörnsson
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 30. júní 2022