Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1782/2024

Nr. 1782/2024 31. desember 2024

HEIÐURSMERKI
íslensku utanríkisþjónustunnar.

Eftirtaldir einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar á árinu 2024:

 

I. Íslenskir ríkisborgarar:

Thor Thors hefur verið sæmdur heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, fyrstu gráðu, fyrir að hafa unnið Íslandi verulegt gagn þannig að skipt hafi sköpum varðandi framgang og þróun íslenskra utanríkismála með starfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, fastanefndar Íslands í New York og með stuðningi við tvíhliða viðskipti og menningarsamskipti Íslands og Bandaríkjanna.

Ingibjörg Árnadóttir hefur verið sæmd heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, annarrar gráðu, fyrir að hafa unnið Íslandi sérstakt gagn til lengri tíma á sviði utanríkismála, með störfum sínum sem kjörræðismaður Íslands í Melbourne.

 

II. Erlendir ríkisborgarar.

Ryotaro Suzuki sendiherra hefur verið sæmdur heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, annarrar gráðu, fyrir framlag til tvíhliða samskipta Íslands og Japan, með störfum sínum sem sendi­herra Japan á Íslandi.

Ruth Bobrich hefur verið sæmd heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, annarrar gráðu, fyrir að hafa unnið Íslandi sérstakt gagn til lengri tíma á sviði utanríkismála, með störfum sínum sem viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Berlín.

Chamnarn Marksean Viravan hefur verið sæmdur heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, annarrar gráðu, fyrir að hafa unnið Íslandi sérstakt gagn til lengri tíma á sviði utanríkismála, með störfum sínum sem kjörræðismaður Íslands í Bangkok.

Kazim Munir Hamamcioglu hefur verið sæmdur heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, annarrar gráðu, fyrir að hafa unnið Íslandi sérstakt gagn til lengri tíma á sviði utanríkismála, með störfum sínum sem kjörræðismaður Íslands í Istanbul.

Greg J. Beurerman hefur verið sæmdur heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, annarrar gráðu, fyrir að hafa unnið Íslandi sérstakt gagn til lengri tíma á sviði utanríkismála, með störfum sínum sem kjörræðismaður Íslands í New Oreleans.

Jörgen Hammer hefur verið sæmdur heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, annarrar gráðu, fyrir að hafa unnið Íslandi sérstakt gagn til lengri tíma á sviði utanríkismála, með störfum sínum sem kjörræðismaður Íslands í Rönne.

Tom Mboya Wambua hefur verið sæmdur heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, annarrar gráðu, fyrir að hafa unnið Íslandi sérstakt gagn til lengri tíma á sviði utanríkismála, með störfum sínum sem kjörræðismaður Íslands í Naíróbí.

Astrid Helgadóttir hefur verið sæmd heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, þriðju gráðu, fyrir sérstakan árangur og sem viðurkenningu fyrir framlag til utanríkisþjónustunnar, með störfum sínum sem kjörræðismaður Íslands í Barcelona.

Jörgen Enggaard hefur verið sæmdur heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, þriðju gráðu, fyrir sérstakan árangur og sem viðurkenningu fyrir framlag til utanríkisþjónustunnar, með störfum sínum sem kjörræðismaður Íslands í Álaborg.

Wolf-Rudiger Dick hefur verið sæmdur heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, þriðju gráðu, fyrir sérstakan árangur og sem viðurkenningu fyrir framlag til utanríkisþjónustunnar, með störfum sínum sem kjörræðismaður Íslands í Cuxhaven.

Friedrich N. Schwarz hefur verið sæmdur heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, þriðju gráðu, fyrir sérstakan árangur og sem viðurkenningu fyrir framlag til utanríkisþjónustunnar, með störfum sínum sem kjörræðismaður Íslands í Munchen.

Bettina Adenauer-Bieberstein hefur verið sæmd heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar, þriðju gráðu, fyrir sérstakan árangur og sem viðurkenningu fyrir framlag til utanríkisþjónustunnar, með störfum sínum sem kjörræðismaður Íslands í Köln.


B deild - Útgáfud.: 10. janúar 2025