1. gr.
3. gr. reglnanna verður svohljóðandi:
Innleiðing reglugerða.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2452 frá 2. desember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklag, framsetningu og sniðmát fyrir skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 frá 23. mars 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 94, frá 21. nóvember 2019, bls. 1: https://www.efta.int/sites/default/files/documents/eea-supplements/icelandic/2019-is/su-nr-94-is-21-11-2019.pdf.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2190 frá 24. nóvember 2017 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/2452 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklag, framsetningu og sniðmát fyrir skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163/2019 frá 14. júní 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16, frá 12. mars 2020, bls. 53: https://www.efta.int/sites/default/files/ images/su-nr-16-is-12-03-2020.pdf.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1843 frá 23. nóvember 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/2452 að því er varðar umfang sniðmáts vegna upplýsinga um iðgjöld, tjón og rekstrarkostnað eftir löndum, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2019 frá 14. júní 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16, frá 12. mars 2020, bls. 69: https://www.efta.int/sites/default/files/ images/su-nr-16-is-12-03-2020.pdf.
2. gr.
Reglur þessar eru settar með stoð í 4. mgr. 57. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016 og 5. mgr. 41. gr. laga um vátryggingasamstæður nr. 60/2017. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Seðlabanka Íslands, 12. maí 2020.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
|