Matvælastofnun hefur fallist á umsókn Samtaka íslenskra eimingarhúsa um að afurðarheitið „Íslenskt gin / Icelandic gin“ verði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til landsvæðis. Skráningin byggist á lögum nr. 130/2014 um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.
Auglýsing þessi um ákvörðun um skráningu afurðarheitis er birt í samræmi við 2. mgr. 16. gr. laga nr. 130/2014. Einnig er afurðarlýsingin birt sem fylgiskjal með auglýsingu þessari, sbr. 14. gr. sömu laga.
Selfossi, 5. nóvember 2024.
F.h. Matvælastofnunar,
Viktor Stefán Pálsson.
Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal)
|