Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 2/2021

Nr. 2/2021 12. mars 2021

AUGLÝSING
um innleiðingu viðauka VI við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL-samningur), sbr. reglugerð nr. 341/2021 um breytingu á reglugerð nr. 586/2017.

Viðauki VI við MARPOL-samninginn um varnir gegn loftmengun frá skipum, ásamt breyt­ing­um á viðauka I, II, V og VI, öðlast gildi hér á landi með reglugerð nr. 341/2021 um breytingu á reglugerð nr. 586/2017 um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skip­um, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL-samningur) sem birt er í B-deild Stjórnar­tíðinda sama dag og auglýsing þessi.

Viðauki VI við MARPOL-samninginn og breytingar við hann er birtur á ensku í fylgiskjali 1 með auglýsingu þessari í C-deild Stjórnartíðanda, og breytingar við viðauka I, II og V í fylgiskjali 2, sbr. heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirt­inga­blað.

Þetta er hér með gjört almenningi kunnugt.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 12. mars 2021.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 30. mars 2021