Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1509/2023

Nr. 1509/2023 4. desember 2023

REGLUGERÐ
um (2.) breytingu á reglugerð nr. 242/2023 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/934 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar vínræktarsvæði þar sem auka má alkóhólstyrkleikann, leyfilegar vínfræðilegar vinnsluaðferðir og takmarkanir sem eiga við um framleiðslu og varðveislu vínræktarafurða, lágmarkshlutfall alkóhóls í aukaafurðum og ráðstöfun þeirra og birtingu skráa Alþjóðavínstofnunarinnar.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/934 frá 12. mars 2019 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar vín­ræktarsvæði þar sem auka má alkóhólstyrkleikann, leyfilegar vínfræðilegar vinnsluaðferðir og takmarkanir sem eiga við um framleiðslu og varðveislu vínræktarafurða, lágmarkshlutfall alkóhóls í aukaafurðum og ráðstöfun þeirra og birtingu skráa Alþjóðavínstofnunarinnar. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 273/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 536.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/565 frá 13. febrúar 2020 um leið­réttingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/934 að því er varðar umbreytingar­fyrirkomulag vegna setningar birgða af vínræktarafurðum á markað. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 273/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 588.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/68 frá 27. október 2021 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/934 um viðbætur við reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar leyfilegar vínfræðilegar vinnslu­aðferðir. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40, frá 25. maí 2023, bls. 307.

 

2. gr.

Tollyfirvöld hafa eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við 132. gr. tollalaga nr. 88/2005.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar hafa eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, sbr. 29. gr. laga nr. 130/2014 um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, land­svæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 40., sbr. 27. gr. laga um vernd afurðarheita sem vísa til upp­runa, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu nr. 130/2014 og 31. gr. a laga um matvæli nr. 93/1995 og öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 4. desember 2023.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.


B deild - Útgáfud.: 27. desember 2023