Landskjörstjórn gerir kunnugt: að með vísan til 1. mgr. 8. gr. kosningalaga, nr. 112/2021, sbr. og 5.-6. tölul. 1. mgr. 7. gr. sömu laga, skuli mörk Reykjavíkurkjördæma suður og norður fyrir alþingiskosningar 30. nóvember 2024 vera eftirfarandi:
Mörk Reykjavíkurkjördæma suður og norður skulu dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi að Víkurvegi. Þaðan skulu mörkin dregin eftir Víkurvegi til austurs að Reynisvatnsvegi, í austur að Jónsgeisla og eftir Jónsgeisla að Jónsgeisla að ISN93 hniti 366183, 405631. Þaðan í beinni línu að gatnamótum Þórðarsveigs og Andrésarbrunns (ISN93 hnit: 366349, 405624). Þaðan eftir miðlínu Þórðarsveigs að Marteinslaug og eftir Marteinslaug að ISN93 hniti 366709, 405564 og þaðan í beinni línu að miðlínu Biskupsgötu (ISN93 hnit: 366822, 405465). Eftir miðlínu Biskupsgötu að gatnamótum Reynisvatnsvegar. Þaðan eftir miðlínu Hólmsheiðarvegar allt til móts við Haukdælabraut 66 (ISN93 hnit: 367088, 405485) og þaðan skal dregin bein lína að borgarmörkum (ISN93: hnit 369097, 405485).
Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir mörk milli Reykjavíkurkjördæma með rauðri línu, fylgiskjal 1 og uppdráttur sem sýnir mörk Reykjavíkurkjördæma í Grafarholti með rauðri línu, fylgiskjal 2.
F.h. landskjörstjórnar, 25. október 2024,
Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri.
Fylgiskjöl. (sjá PDF-skjal)
|