1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglnanna:
- Í stað „5.ágúst“ í 1. tölul. 2. málsl. 3. gr. kemur: 4. júlí.
- Í stað „5. ágúst“ í 1. tölul. 5. málsl. 3. gr. kemur: 4. júlí.
- Í stað „5. ágúst“ í 2. tölul. 1. málsl. 3. gr. kemur: 4. júlí.
- Í stað „6. ágúst til og með 15. ágúst“ í 2. tölul. 2. málsl. 3. gr. kemur: 4. júlí til og með 4. ágúst.
- Í stað „15. ágúst“ í 2. tölul. 3. málsl. 3. gr. kemur: 4. ágúst.
- Í stað „15. ágúst“ í 2. tölul. 4. málsl. 3. gr. kemur: 4. ágúst.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I reglnanna:
- Ákvæði e-liðar í viðauka I fellur brott.
- Ákvæði g-liðar í viðauka I fellur brott.
3. gr.
Reglur þessar, auk viðauka I, sem samþykktar voru í háskólaráði eru settar með stoð í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. einnig 41. gr. reglna nr. 695/2022 fyrir Háskólann á Akureyri og staðfestast hér með og taka gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Háskólanum á Akureyri, 29. febrúar 2024.
Eyjólfur Guðmundsson rektor.
|