1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um fjármálasamsteypur, sbr. 3. gr. laga nr. 61/2017 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
2. gr.
Innleiðing reglugerðar.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2454 frá 14. desember 2022 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2002/87/EB að því er varðar skýrslugjöf vegna eftirlits með samþjöppun áhættu og viðskiptum innan samstæðu, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 159/2023 frá 13. júní 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 316-371.
3. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 3. mgr. 32. gr. laga nr. 61/2017 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, öðlast þegar gildi.
Seðlabanka Íslands, 2. júlí 2024.
|
Ásgeir Jónsson |
Rannveig Júníusdóttir |
|
seðlabankastjóri. |
framkvæmdastjóri. |
|