Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 397/2017

Nr. 397/2017 5. apríl 2017

AUGLÝSING
um brottfall reglna varðandi starfsemi fjármálafyrirtækja.

Þann 22. mars 2017 tók gildi reglugerð nr. 233/2017, um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, sem fjármála- og efnahagsráðherra setti á grundvelli 117. gr. a laga nr. 161/2002. Með vísan til þess eru eftirfarandi reglur felldar brott:

  1. Reglur nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með áorðnum breytingum, sem Fjármálaeftirlitið setti 2. mars 2007 og birtar voru í B-deild Stjórnartíðinda 20. mars 2007.
  2. Reglur nr. 1250/2012 um viðbótareiginfjárliði fyrir fjármálafyrirtæki, sem Fjármálaeftirlitið setti 18. desember 2012 og birtar voru í B-deild Stjórnartíðinda 8. janúar 2013.
  3. Reglur nr. 625/2013 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum, sem Fjármálaeftirlitið setti 10. júní 2013 og birtar voru í B-deild Stjórnartíðinda 4. júlí 2013.
  4. Reglur nr. 712/2014 um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar, sem Fjármálaeftirlitið setti 30. júní 2014 og birtar voru í B-deild Stjórnartíðinda 25. júlí 2014.

Auglýsing þessi tekur þegar gildi.

Fjármálaeftirlitinu, 5. apríl 2017.

Unnur Gunnarsdóttir.

Sigurður Freyr Jónatansson.


B deild - Útgáfud.: 15. maí 2017