Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1690/2023

Nr. 1690/2023 22. desember 2023

REGLUGERÐ
um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um fjármögnunarviðskipti með verðbréf.

1. gr.

Ákvæði eftirtalinna reglugerða, sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn, skulu gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/360 frá 13. desember 2018 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af viðskiptaskrám, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 386/2021 frá 10. desember 2021 um upptöku reglugerðarinnar í IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 16. nóvember 2023, bls. 58-68.
    1. 2. gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/822 frá 24. mars 2021 um breytingu á framseldum reglugerðum (ESB) nr. 1003/2013 og (ESB) 2019/360 að því er varðar árleg eftirlitsgjöld sem Evrópska verðbréfa­markaðs­eftirlitsstofnunin inn­heimtir af viðskiptaskrám fyrir 2021, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2023 frá 28. apríl 2023 um upptöku reglugerðarinnar í IX. viðauka (fjármála­þjón­usta) við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 92 frá 20. desember 2023, bls. 111-114.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/463 frá 30. janúar 2019 um breyt­ingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 að því er varðar listann yfir aðila sem njóta undanþágu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 385/2021 frá 10. desember 2021 um upptöku reglugerðarinnar í IX. viðauka (fjármála­þjón­usta) við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 18 frá 17. mars 2022, bls.168-169.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 1. og 2. tölul. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 41/2023 um fjár­mögnunarviðskipti með verðbréf.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. desember 2023.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Sigríður Rafnar Pétursdóttir.


B deild - Útgáfud.: 10. janúar 2024