Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 397/2023

Nr. 397/2023 5. apríl 2023

REGLUR
um eftirlit með notkun innri aðferða við útreikning á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem hafa heimild Fjármálaeftirlitsins til að beita innri aðferðum við mat á áhættuþáttum í útreikningi á áhættugrunni skv. 109. gr. ee laga um fjármála­fyrirtæki, nr. 161/2002, og um eftirlit með notkun innri aðferða.

 

2. gr.

Upplýsingagjöf og eftirlit með notkun innri aðferða.

Fjármálafyrirtæki, sem skylt er að veita Fjármálaeftirlitinu og Evrópsku bankaeftirlits­stofnun­inni upplýsingar um notkun innri aðferða skv. 109. gr. hh laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, skal skila gögnum í samræmi við reglugerð (ESB) 2016/2070, með síðari breytingum, sbr. 3. gr. Gögnum skal skilað á því formi og með þeirri tíðni sem tilgreind er í reglugerðinni.

Um mat Fjármálaeftirlitsins á gæðum innri aðferða fjármálafyrirtækja skv. 109. gr. ff laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og miðlun þessara mata á milli eftirlitsstjórnvalda, fer eftir reglu­gerð (ESB) 2017/180, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2070 frá 14. september 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir sniðmát, skilgreiningar og upplýsinga­tækni­lausnir sem stofnanir eiga að nota við skýrslugjöf til Evrópsku banka­eftirlits­stofnunar­innar og lög­bærra yfirvalda í samræmi við 2. mgr. 78. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefnd­ar­innar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­­sambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/180 frá 24. október 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir viðmiðunarmatsstaðla eignasafns og málsmeðferðir við miðlun á mati, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, bls. 355-363.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1486 frá 10. júlí 2017 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2070 að því er varðar viðmiðunareignasöfn og leiðbeiningar fyrir skýrslugjöf, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 77.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/688 frá 23. mars 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2070 að því er varðar viðmiðunareignasöfn, sniðmát fyrir skýrslugjöf og leiðbeiningar fyrir skýrslugjöf, sem tekin var upp í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2020 frá 30. apríl 2020.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/439 frá 15. febrúar 2019 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2070 að því er varðar viðmiðunareignasafn, skýrslusniðmát og skýrslugjafarfyrirmæli sem beita á í Sambandinu fyrir skýrslugjöfina sem um getur í 2. mgr. 78. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 17/2020 frá 7. febrúar 2020.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1971 frá 13. september 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2070 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir sniðmát, skilgreiningar og upplýsingatæknilausnir sem stofnanir eiga að nota við skýrslugjöf til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar og lögbærra yfirvalda í samræmi við 2. mgr. 78. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2022 frá 29. apríl 2022, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambands­ins nr. 61 frá 22. september 2022, bls. 98.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2017 frá 13. september 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2070 að því er varðar viðmiðunar­eignasafn, skýrslusniðmát og skýrslugjafarfyrirmæli sem beita á í Sambandinu fyrir skýrslu­gjöfina sem um getur í 2. mgr. 78. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2022 frá 29. apríl 2022, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambands­ins nr. 61 frá 22. september 2022, bls. 99.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/951 frá 24. maí 2022 um breyt­ingu á tæknilegum framkvæmdarstöðlum sem mælt er fyrir um í framkvæmdar­reglugerð (ESB) 2016/2070 að því er varðar viðmiðunareignasöfn, skýrslusniðmát og skýrslugjafar­fyrirmæli sem beita á í Sambandinu fyrir skýrslugjöfina sem um getur í 2. mgr. 78. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 327/2022 frá 9. desember 2022.

Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum fram­kvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2070, 2017/1486, 2018/688, 2019/439, 2021/1971, 2021/2017 og 2022/951 í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union):

  1. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32016R2070, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 328, þann 2. desember 2016, bls. 1-1422;
  2. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32017R1486, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 225, þann 31. ágúst 2017, bls. 1-2833;
  3. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32018R0688, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 124, þann 18. maí 2018, bls. 1-6351;
  4. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32019R0439, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 90, þann 29. mars 2019, bls. 1-4970;
  5. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32021R1971, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 412, þann 19. nóvember 2021, bls. 1-2763;
  6. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32021R2017, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 424, þann 26. nóvember 2021, bls. 1-2861;
  7. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32022R0951, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 174, þann 30. júní 2022, bls. 1-2889.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 9. tölul. 1. mgr. 117. gr. b laga um fjármála­fyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi. Við gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 888/2022 um eftirlit með notkun innri aðferða við útreikning á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja.

 

Seðlabanka Íslands, 5. apríl 2023.

 

 

Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.

Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.


B deild - Útgáfud.: 25. apríl 2023