Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 763/2024

Nr. 763/2024 13. júní 2024

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra, nr. 656/2023.

1. gr.

8.–9. tl. 1. mgr. 47. gr. samþykktarinnar breytast og orðast svo:

  1. Ungmennaráð. Sveitarstjórn skipar í ungmennaráð eftir tilnefningu, einn aðalmann og annan til vara af nemendum Gunnskólans á Hellu, einn aðalmann og annan til vara af nemendum Gunnskólans Laugarlandi, einn fulltrúa úr Félagsmiðstöðinni Hellinum og annan til vara og tvo fulltrúa og tvo til vara tilnefnda af heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd. Kjörgengi í ungmennaráð hafa einstaklingar á aldrinum 14-20 ára með lögheimili í Rangárþingi ytra. Fulltrúar í ungmennaráð skulu valdir fyrir 20. september ár hvert og sitja fram til 10. júní ár hvert. Ákvæði VI. kafla samþykktar þessarar gilda um ungmennaráð nema að annað leiði af eðli máls eða ef ekki er kveðið sérstaklega á um annað í samþykkt þessari eða erindisbréfi ungmennaráðs. Ungmennaráðið fer með þau verkefni sem því eru falin skv. æskulýðslögum nr. 70/2007 og er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn um málefni sem tengjast ungu fólki á aldrinum 14-20 ára í Rangárþingi ytra.
  2. Íbúaráð. Íbúaráð er starfandi í Rangárþingi ytra eins og nánar er tilgreint í erindisbréfi. Í íbúaráð skal sveitarstjórn kjósa fjóra fulltrúa og fjóra til vara. Íbúaráð er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn um málefni sem tengjast íbúum og nánar er kveðið á um skv. erindisbréfi.

 

2. gr.

Samþykkt þessi sem sveitarstjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra hefur sett samkvæmt 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 13. júní 2024.

 

F. h. r.

Guðni Geir Einarsson.

Ólöf Sunna Jónsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 28. júní 2024