Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 508/2024

Nr. 508/2024 8. apríl 2024

REGLUGERÐ
um (11.) breytingu á reglugerð nr. 1205/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 um aukefni í fóðri.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast 12 nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1333 frá 29. júní 2023 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,3(4)-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Aspergillus fijiensis CBS 589.94, sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og fráfærugrísi (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd, fulltrúi hans er DSM Nutritional Products Sp. z o.o.), um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1811/2005 og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1259/2004. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 307/2023, frá 8. desember 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11, frá 1. febrúar 2024, bls. 257.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1698 frá 6. september 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með kalíumdíformati sem fóðuraukefni fyrir gyltur (leyfis­hafi er ADDCON Europe GmbH) og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 104/2010. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2024, frá 2. febrúar 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 69.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1699 frá 4. janúar 2023 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) frá 6. september 2023 um stöðu attapúlgíts sem fóðuraukefnis innan gildissviðs reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2024, frá 2. febrúar 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 74.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1703 frá 7. september 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Tricho­derma reesei CBS 143953, og endó-1,4-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei CBS 143945, sem fóðuraukefni fyrir alifuglategundir, fráfærugrísi, eldissvín, mjólkandi gyltur og aukategundir svína (fráfærugrísi, eldissvín og mjólkandi gyltur), leyfi fyrir þeirri blöndu fyrir mjólkurgrísi og aukategundir svína (mjólkurgrísi) (leyfishafi er Danisco (UK) Ltd, viðskipti fara fram undir heitinu Danisco Animal Nutrition og fulltrúi hans er Genencor International B.V.) og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 337/2011 og framkvæmdar­reglugerð (ESB) 2016/997. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2024, frá 2. febrúar 2024. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 76.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1704 frá 7. september 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Pediococcus pentosaceus DSM 23376 sem fóður­aukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1119/2012. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2024, frá 2. febrúar 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 81.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1705 frá 7. september 2023 um leyfi fyrir blöndu með ríbóflavíni (B2-vítamíni), sem er framleitt með Bacillus subtilis CGMCC 13326, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2024, frá 2. febrúar 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 84.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1707 frá 7. september 2023 um leyfi fyrir 2-asetýlfúrani og 2-pentýlfúrani sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2024, frá 2. febrúar 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 87.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1708 frá 7. september 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir þvagefni sem fóðuraukefni fyrir jórturdýr með virka vömb og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 839/2012. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2024, frá 2. febrúar 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 91.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1709 frá 7. september 2023 um leyfi fyrir blöndu með Lentilactobacillus diolivorans DSM 33625 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2024, frá 2. febrúar 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 94.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1710 frá 7. september 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með ammóníumklóríði sem fóðuraukefni fyrir öll jórturdýr og ketti og hunda, leyfi fyrir blöndu með ammóníumklóríði sem fóðuraukefni fyrir gyltur (leyfis­hafi er Latochema Co. Ltd) og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 832/2012 og (ESB) 2016/1007. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2024, frá 2. febrúar 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 97.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1711 frá 7. september 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með gerjunarafurð Aspergillus oryzae NRRL 458 sem fóðuraukefni fyrir mjólkurkýr og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 537/2007 (leyfishafi er Biozyme Incorporated). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 4/2024, frá 2. febrúar 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 102.
  12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1713 frá 7. september 2023 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei ATCC PTA-5588, próteasa, sem er framleiddur með Bacillus subtilis CBS 148232, og alfa­amýlasa, sem er framleiddur með Bacillus licheniformis ATCC SD-6525, fyrir eldis­kjúklinga, kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og aukategundir alifugla (leyfishafi er Danisco (UK) Ltd, fulltrúi hans hjá Sambandinu er Genencor International B.V.) Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2024, frá 2. febrúar 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 106.

 

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í sam­ræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáð­vöru.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 8. apríl 2024.

 

F. h. r.

Benedikt Árnason.

Svava Pétursdóttir.


B deild - Útgáfud.: 24. apríl 2024