1. gr. Reglur þessar taka til fyrirtækja sem selja lyf til neytenda og kveða á um skyldu til að sundurliða verð lyfja sem seld eru gegn lyfseðli. Markmið reglnanna er að bæta upplýsingar til neytenda og auðvelda verðsamanburð. 2. gr. Við afgreiðslu á lyfjum gegn lyfseðli er skylt að sundurliða hluta neytenda í verði allra lyfja. Þannig skal koma fram á kvittun úr afgreiðslukassa, á sölunótu eða með öðrum hætti, sundurliðað verð á hverju lyfi. Ávallt skal tryggt að neytendur eigi auðvelt með að átta sig á verði hvers lyfs fyrir sig. 3. gr. Neytendastofa getur veitt undanþágu frá reglum þessum ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. 4. gr. Ef brotið er í bága við reglur þessar varðar það viðurlögum samkvæmt 22. og 26. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. 5. gr. Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 18. gr. laga nr. 57/2005 um óréttmæta viðskiptahætti og gagnsæi markaðarins, öðlast gildi við birtingu og koma í stað reglna nr. 852/2003 sem falla jafnframt úr gildi. Neytendastofu, 13. apríl 2007. Tryggvi Axelsson. Kristín Færseth. |