1. gr.
Flokkun og verðfellingar mjólkur vegna líftölu, frumutölu, lyfjaleifa og frírra fitusýra skulu vera sem hér segir. Taka skal a.m.k. eitt sýni hjá hverjum framleiðanda í viku. Séu tekin fleiri en eitt sýni í viku skal lakasta niðurstaðan gilda fyrir vikuna nema vegna lyfjaleifa þá telur hvert sýni. Verðfelling fyrir hvern lítra skal reiknuð sem hlutfall af lágmarksverði mjólkur samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara sem gildir á hverjum tíma, skv. 2.–5. gr.
2. gr.
Flokkun og verðfellingar mjólkur með bactoscan mælingum vegna líftölu (gerlatölu) eru eftirfarandi:
1. flokkur |
≤ 80.000 |
Lágmarksverð, 1. flokks mjólk. |
2. flokkur |
> 80.000 og ≤ 200.000 |
16% verðfelling af lágmarksverði mjólkur samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. |
3. flokkur |
> 200.000 og ≤ 500.000 |
36% verðfelling af lágmarksverði mjólkur samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. |
4. flokkur |
> 500.000 |
60% verðfelling af lágmarksverði mjólkur samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. |
Hvert vikuinnlegg sem flokkast í 2. flokk, skal verðfellt um 16%, í 3. flokk skal verðfellt um 36% og hvert vikuinnlegg sem flokkast í 4. flokk skal verðfellt um 60%.
3. gr.
Flokkun og verðfellingar mjólkur vegna frumutölu eru sem hér segir:
1. flokkur |
≤ 400.000 |
Lágmarksverð, 1. flokks mjólk. |
2. flokkur |
> 400.000 og ≤ 500.000 |
5% verðfelling af lágmarksverði mjólkur samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. |
3. flokkur |
> 500.000 |
18% verðfelling af lágmarksverði mjólkur samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. |
Flokkun og verðfelling miðast við faldmeðaltal mánaðar. Ef mjólk flokkast í 2. flokk þá verðfellist allt mjólkurmagn mánaðarins um 5% og ef mjólk flokkast í 3. flokk þá verðfellist allt mjólkurmagn mánaðarins um 18%. Ef mjólk flokkast í 3. flokk vegna frumutölu þrjá mánuði í röð þá verðskerðist mjólkurmagn síðasta mánaðar um 36% og ef mjólk flokkast fjóra mánuði í röð eða oftar þá verðskerðist mjólkurmagn síðasta mánaðar um 54%.
4. gr.
Ef í mjólk framleiðanda sem send hefur verið í mjólkurstöð finnast lyfjaleifar þá skal það innlegg ekki skráð, þar að auki verði innlegg viðkomandi viku verðfellt um 60% af lágmarksverði mjólkur samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Ef um fleiri en eitt tilfelli er að ræða frá sama framleiðanda innan sama mánaðar þá verðskerðist innlegg mánaðar um 15% fyrir hvert tilfelli.
5. gr.
Flokkun og verðfellingar mjólkur vegna frírra fitusýra eru sem hér segir:
1. flokkur |
≤ 0,900 mmol/l |
Lágmarksverð, 1. flokks mjólk. |
2. flokkur |
> 0,900 mmol/l og ≤ 1,600 mmol/l |
5% verðfelling af lágmarksverði mjólkur samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. |
3. flokkur |
> 1,600 mmol/l |
15% verðfelling af lágmarksverði mjólkur samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. |
Flokkun miðast við faldmeðaltal mánaðarins. Ef mjólk flokkast í 2. flokk þá verðfellist allt mjólkurmagn mánaðarins um 5% og ef mjólk flokkast í 3. flokk þá verðfellist allt mjólkurmagn mánaðarins um 15%.
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 8. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og öðlast gildi 1. janúar 2017, en frá sama tíma falla úr gildi reglur sama efnis nr. 52/2010.
Reykjavík, 15. desember 2016.
F.h. verðlagsnefndar búvöru,
Ólafur Friðriksson formaður.
|