Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 615/2024

Nr. 615/2024 28. maí 2024

AUGLÝSING
um (4.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024.

1. gr.

Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 852/2023, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024, staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélögum:

 

Súðavíkurhreppur (breyting á almennum skilyrðum, breyting á viðmiðun um úthlutun, löndunarskylda innan byggðarlags, vinnsluskylda óbundin staðsetningu).

Ákvæði reglugerðar nr. 852/2023 gilda um úthlutun byggðakvóta Súðavíkur með eftirfarandi breytingum:

  a) Ákvæði a-liðar 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnu­­skyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.
  b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega að teknu tilliti til hámarksúthlutunar hvers flokks (a-c) miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið, sem landað var innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023:
    a. Alls 65 þorskígildistonnum skal úthlutað til fiskiskipa með frístundaleyfi.
    b. Alls 40 þorskígildistonnum skal úthlutað til fiskiskipa sem veiðileyfi hafa með króka­aflamarki að hámarki 16 tonn.
    c. Alls 30 þorskígildistonnum skal úthlutað í jöfnum skiptum til aflamarksskipa yfir 100 brúttórúmlestir.
  c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa í Súðavík þeim afla sem telja á til byggðakvóta Súðavíkur til vinnslu á tímabilinu frá 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.

 

Sveitarfélagið Skagaströnd (breyting á viðmiðun úthlutunar, löndunarskylda innan byggðar­lags, niðurfelling vinnsluskyldu).

Ákvæði reglugerðar nr. 852/2023 gilda um úthlutun byggðakvóta Skagastrandar með eftir­farandi breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt að teknu tilliti til hámarksúthlutunar hvers flokks (a-b) miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið, sem landað var innan sveitar­félagsins á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023:
    a. Alls 40 þorskígildistonnum skal skipt jafnt milli fiskiskipa með hlutdeild í veiðum á rækju á grunnslóð á Húnaflóa.
    b. Eftirstöðvum aflamarks skal skipt hlutfallslega milli fiskiskipa að teknu tilliti til 50 þorskígildistonna hámarki til fiskiskips.
  b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
  c) Í 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist „telst ekki hafa verið landað til vinnslu“ og verður: telst hafa verið landað til vinnslu.

 

2. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 28. maí 2024.

 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 28. maí 2024