Forseti Íslands gjörir kunnugt:
Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands og forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti er störfum þannig skipt með ráðherrum:
1. gr.
Forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir forsætisráðuneytið skv. 1. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 6/2022, sbr. forsetaúrskurði nr. 2/2023, 8/2024 og 113/2024, og ber embættisheitið forsætisráðherra.
2. gr.
Atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið skv. 8. tölul. 5. gr., matvælaráðuneytið skv. 8. gr., að undanskildum d-lið 4. tölul. og 6.–7. tölul., og menningar- og viðskiptaráðuneytið skv. 1., 2., 6. og 7. tölul. 9. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið atvinnuvegaráðherra.
3. gr.
Dómsmálaráðherra.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir dómsmálaráðuneytið skv. 2. gr. og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið skv. 5. og 6. tölul. 3. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið dómsmálaráðherra.
4. gr.
Félags- og húsnæðismálaráðherra.
Inga Sæland fer með stjórnarmálefni sem heyra undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið skv. 3. gr., að undanskildum ee-lið 4. tölul., 5. og 6. tölul., heilbrigðisráðuneytið skv. m–q-lið 3. tölul. 6. gr. og innviðaráðuneytið skv. 4. og 5. tölul. 7. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið félags- og húsnæðismálaráðherra.
5. gr.
Fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristófersson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir fjármála- og efnahagsráðuneytið skv. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið fjármála- og efnahagsráðherra.
6. gr.
Heilbrigðisráðherra.
Alma Dagbjört Möller fer með stjórnarmálefni sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið skv. 6. gr., að undanskildum m–q-lið 3. tölul., forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið heilbrigðisráðherra.
7. gr.
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Logi Einarsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið skv. 5. gr., að undanskildum 8. og 10. tölul., og menningar- og viðskiptaráðuneytið skv. 3.–5. og 8.–10. tölul. 9. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
8. gr.
Mennta- og barnamálaráðherra.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið skv. ee-lið 4. tölul. 3. gr. og mennta- og barnamálaráðuneytið skv. 10. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið mennta- og barnamálaráðherra.
9. gr.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Eyjólfur Ármannsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið skv. 10. tölul. 5. gr. og innviðaráðuneytið skv. 7. gr., að undanskildum 4. og 5. tölul., forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
10. gr.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Jóhann Páll Jóhannsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir matvælaráðuneytið skv. d-lið 4. tölul. og 6.–7. tölul. 8. gr. og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið skv. 11. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
11. gr.
Utanríkisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir utanríkisráðuneytið skv. 12. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið utanríkisráðherra.
12. gr.
Úrskurður þessi öðlast þegar gildi. Með úrskurði þessum fellur úr gildi úrskurður nr. 32 frá 9. apríl 2024 um skiptingu starfa ráðherra.
Gjört á Bessastöðum, 21. desember 2024.
Halla Tómasdóttir.
(L. S.)
|