Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
1022/2017

Nr. 1022/2017 22. nóvember 2017

REGLUGERÐ
um þrýstibúnað.

I. KAFLI

Gildissvið, markmið og orðskýringar.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um hönnun, framleiðslu og samræmismat þrýstibúnaðar og samsetningar með leyfilegan hámarksþrýsting (PS) sem er yfir 0,5 börum. Enn fremur gildir reglugerðin um staðl­aðan þrýstibúnað í afþrýstings- eða þjöppunarstöðvum, sbr. þó a-lið 2. mgr.

Reglugerð þessi gildir ekki um:

  1. lagnir, þar á meðal lagnir eða lagnakerfi sem er ætlað til að flytja efni í fljótandi formi eða annað efni til eða frá stöð (á láði eða legi) að meðtöldum lokubúnaði inn og út úr stöðinni, ásamt öllum aukabúnaði sem er sérstaklega ætlaður fyrir lagnir,
  2. netkerfi fyrir öflun, dreifingu og losun vatns og tengdan tækjabúnað og aðrennslisrásir, t.d. þrýstivatnspípur, þrýstiþolin aðfallsrör, þrýstiþolna lóðrétta stokka í raforkuveri og búnað sem tengist þeim,
  3. einföld þrýstihylki sem reglugerð nr. 1022/2017, um einföld þrýstihylki, gildir um,
  4. úðabrúsa sem reglugerð nr. 260/2012, um úðabrúsa, gildir um,
  5. tækjabúnað sem er ætlaður til aksturs ökutækja og er skilgreindur í eftirfarandi reglu­gerðum:
    1. vélknúin ökutæki sem reglugerð nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja, með síðari breytingum, gildir um,
    2. ökutæki fyrir landbúnað eða skógrækt sem reglugerð nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja, með síðari breytingum, gildir um,
    3. vélknúin ökutæki á tveimur eða þremur hjólum og fjórhjólum sem reglugerð nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja, með síðari breytingum, gildir um,
  6. tækjabúnað sem er ekki flokkaður ofar 1. undirflokki skv. 15. gr. og fellur undir eftirfarandi lög, reglur og reglugerðir:
    1. vélarbúnað sem reglugerð nr. 1005/2009, um vélar og tæknilegan búnað, gildir um,
    2. lyftur sem reglugerð nr. 966/2016, um lyftur og öryggisíhluti fyrir lyftur, gildir um,
    3. rafföng sem lög nr. 66/2016, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, gildir um,
    4. lækningatæki sem reglugerð nr. 934/2010, um lækningatæki, gildir um,
    5. tæki sem reglur nr. 108/1996, um tæki sem brenna gasi, gilda um,
    6. búnað og öryggiskerfi sem eru ætluð til notkunar á sprengi­hættu­stöðum sem reglu­gerð nr. 77/1996, um búnað og verndarkerfi til notkunar á sprengi­hættu­stöðum, gildir um,
  7. tækjabúnað varðandi hergögn, vopn og skotfæri sem sérstaklega eru ætluð til nota í hernaði,
  8. hluti sem eru sérhannaðir til notkunar á sviði kjarnorkuvinnslu og geta valdið geislamengun ef þeir bregðast,
  9. eftirlitsbúnað í borholum sem er notaður við jarðolíu-, gas- eða jarðhitaleit og -vinnslu og við geymslu neðanjarðar til að halda niðri og/eða stjórna þrýstingi í borholum. Þar á meðal efsti hluti borholu (holutoppur), þrýstingslásar (BOP (e. blow out preventers)), lagnagreinar og allur uppstreymisbúnaður,
  10. tækjabúnað sem felur í sér hlífar eða vélverk þar sem stærðir, efnisval og framleiðslureglur fara fyrst og fremst eftir kröfum um nægan styrk, stinnleika og stöðugleika til að standast stöðu- og hreyfiaflfræðilegt álag við notkun eða önnur einkenni sem koma fram við notkun og þar sem hönnun miðast að litlu leyti við þrýsting. Meðal slíks búnaðar má telja:
    1. vélar búnar hverflum og brunahreyflum,
    2. gufuvélar, gas- eða gufuhverfla, hverfirafala, þjöppur, dælur og ræsibúnað,
  11. bræðsluofna, að meðtöldum kælibúnaði, heitblástursvarmaskipta, rykhreinsibúnaði og útblásturshreinsibúnaði við bræðsluofna og kúplalok, þar á meðal kælibúnað, hvarfakúta og potta til að bræða, endurbræða, gashreinsa og steypa stál, járn og járnlausa málma,
  12. umbúnað fyrir háspennurafbúnað, svo sem straumrofa, stjórnbúnað, straumbreyta og vélar sem snúast,
  13. þrýstilagnir fyrir flutningskerfi, til dæmis raflínur og símastrengi,
  14. skip, eldflaugar, loftför og færanlegar einingar á sjó, ásamt búnaði sem er sérstaklega ætlaður til nota um borð eða til knúnings,
  15. þrýstibúnað með sveigjanlegt ytra hlífðarlag, til dæmis hjólbarða, loftpúða, bolta til leikja, uppblásin farartæki og annan áþekkan þrýstibúnað,
  16. útblásturs- og inntakshljóðdeyfa,
  17. flöskur eða dósir undir kolsýrða drykki til neyslu,
  18. hylki til flutninga og dreifingar á drykkjum þar sem margfeldi PS og V fer ekki yfir 500 bar∙l og leyfilegur hámarksþrýstingur er 7 bör eða minna,
  19. búnað sem reglugerð nr. 1077/2010, um flutning á hættulegum farmi á landi, gildir um,
  20. ofna og lagnir fyrir upphitunarkerfi með heitu vatni,
  21. hylki undir vökva þar sem gasþrýstingur er 0,5 bör eða minna yfir vökvanum.

2. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að stuðla að öryggi er varðar þrýstibúnað og samsetningu, samræma reglur aðildarríkjanna innan Evrópska efnahagssvæðisins og tryggja frjálsa flutninga slíks búnaðar innan Evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal markaðssetningu hans og endurtekna notkun.

3. gr.

Orðskýringar.

Í reglugerð þessari og viðaukum, sem birtir eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 63, 15. október 2015, bls. 844-939, sbr. 2. mgr. 33. gr., er merking eftir­farandi orða sem hér segir:

Að gera aðgengilegt á markaði: Þegar þrýstibúnaður eða samsetning er tilbúin til dreifingar eða notkunar á Evrópska efnahagssvæðinu í tengslum við atvinnurekstur, hvort sem er gegn greiðslu eða án endurgjalds.

Að setja á markað: Þegar þrýstibúnaður eða samsetning er í fyrsta sinn aðgengileg á Evrópska efnahagssvæðinu.

Að taka í notkun: Fyrsta skipti sem þrýstibúnaður eða samsetning er notuð af notanda.

CE-merkið: Merki þar sem framleiðandinn tilgreinir að þrýstibúnaðurinn eða samsetningin sé í samræmi við gildandi kröfur sem settar eru fram í samhæfingarlöggjöf sem felld hefur verið undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið þar sem kveðið er á um áfestingu merkisins.

Dreifingaraðili: Einstaklingur eða lögaðili í aðfangakeðjunni, annar en framleiðandi eða innflytjandi, sem gerir þrýstibúnað eða samsetningu aðgengileg á markaði.

Efni í fljótandi formi: Lofttegundir, vökvar og gufur, bæði hrein efni og blönduð, en í þeim geta verið föst efni í sviflausn.

Evrópsk viðurkenning efna: Tækniskjal þar sem skilgreindir eru eiginleikar efna sem má endurnota við framleiðslu á þrýstibúnaði og samhæfðir staðlar gilda ekki um.

Faggilding: Faggilding eins og hún er skilgreind í 10. lið 2. gr. reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðs­ins (EB) nr. 765/2008 sem innleidd var hér á landi með reglugerð nr. 566/2013, um mark­aðs­eftirlit, faggildingu o.fl.

Faggildingarstofa: Faggildingarstofa eins og hún er skilgreind í 11. lið 2. gr. reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 765/2008 sem innleidd var hér á landi með reglugerð nr. 566/2013, um markaðseftirlit, faggildingu o.fl.

Framleiðandi: Einstaklingur eða lögaðili sem framleiðir þrýstibúnað eða samsetningu eða lætur framleiða eða hanna slíkan búnað og markaðssetur þrýstibúnaðinn eða samsetninguna undir eigin nafni eða vörumerki eða notar í eigin tilgangi.

Hylki: Hulstur sem er hannað og framleitt til að geyma efni í fljótandi formi undir þrýstingi, ásamt búnaði sem festur er beint á það upp að tengingu þess við annan búnað. Í hylki geta verið fleiri en eitt hólf.

Innflytjandi: Einstaklingur eða lögaðili með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins sem setur þrýstibúnað eða samsetningu frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins á markað á Evrópska efnahagssvæðinu.

Innköllun: Allar ráðstafanir sem miða að því að þrýstibúnaður eða samsetning sem þegar er aðgengileg notanda sé skilað til baka.

Lagnir: Lagnahlutar sem er ætlað að flytja efni í fljótandi formi þegar þeir eru tengdir saman og mynda heild í þrýstikerfi. Lagnir geta verið meðal annars leiðslur eða lagnakerfi, rör, tengihlutir, þenslusamskeyti, barkar eða aðrir þrýstiþolnir íhlutar eftir því sem við á. Varmaskiptar í formi leiðslna til að kæla eða hita loft skulu teljast til lagna.

Leyfilegt hámarks-/lágmarkshitastig (TS): Hámarks- og lágmarkshitastig sem tækjabúnaðurinn er hannaður fyrir og framleiðandi tilgreinir.

Leyfilegur hámarksþrýstingur (PS): Sá hámarksþrýstingur sem tækjabúnaðinum er ætlað að þola og framleiðandi tilgreinir. Framleiðandi tilgreinir staðsetningu hans. Sá staður skal vera við teng­ingu varnar- og/eða öryggistækja eða efst á búnaðinum eða, ef slíkt á ekki við, á öðrum til­teknum stað.

Markaðsaðili: Framleiðandi, viðurkenndur fulltrúi, innflytjandi og dreifingaraðili.

Nafnstærð (DN): Tala sem táknar stærð og er sameiginleg öllum íhlutum í lagnakerfi að frátöldum íhlutum sem eru táknaðir með ytra þvermáli eða stærð skrúfgangs. Um er að ræða heppilega rúnnaða tölu sem notuð er sem tilvísun og tengist aðeins lauslega framleiðslustærð. Nafnstærð er táknuð með DN ásamt tölu.

Rúmmál (V): Innra rúmmál hólfs, að meðtöldu rúmmáli stúta að fyrstu samskeytum eða soðnum samskeytum, og að frátöldu rúmmáli fastra innbyggðra eininga.

Samhæfður staðall: Samhæfður staðall eins og hann er skilgreindur í c-lið 1. liðar 2. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1025/2012 sem innleidd var hér á landi með reglugerð nr. 798/2014, um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1025/2012 frá 25. október 2012, um evrópska stöðlun.

Samhæfingarlöggjöf Evrópska efnahagssvæðisins: Öll Evrópulöggjöf sem hefur verið felld undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið þar sem skilyrði fyrir markaðssetningu á vörum eru samræmd.

Samsetning: Nokkrir hlutar tækjabúnaðar undir þrýstingi sem framleiðandi setur saman í eina starf­ræna heild.

Samræmismat: Ferli sem sýnir fram á hvort grunnkröfur reglugerðar þessarar um öryggi í tengslum við þrýstibúnað eða samsetningu hafi verið uppfylltar.

Samræmismatsstofa: Stofa sem annast samræmismat, þ.m.t. kvörðun, prófun, vottun og eftirlit.

Tækniforskrift: Skjal þar sem mælt er fyrir um tæknikröfur sem þrýstibúnaður eða samsetning þarf að uppfylla.

Varanleg samskeyti: Samskeyti sem ekki er unnt að taka í sundur án þess að skemma þau.

Vara tekin af markaði: Allar ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir að þrýstibúnaður eða samsetning í aðfangakeðjunni sé gerð aðgengileg á markaði.

Viðurkenndur fulltrúi: Einstaklingur eða lögaðili með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins sem hefur skriflegt umboð frá framleiðandanum til að koma fram fyrir hans hönd í tengslum við til­greind verkefni.

Þrýstibúnaður: Hylki, lagnir, öryggisbúnaður og þrýstifylgihlutir, þ.m.t., eftir atvikum, hlutir sem eru festir við þá hluta sem eru undir þrýstingi, t.d. flansar, stútar, tengistykki, undirstöður eða höldur.

Þrýstifylgihlutir: Búnaður sem hefur áhrif á virkni og er í þrýstiþolnu hulstri.

Þrýstingur: Þrýstingur miðaður við loftþrýsting, þ.e. mældur þrýstingur, og er lofttæmi því táknað með mínusgildi.

Öryggisbúnaður: Búnaður til að koma í veg fyrir að þrýstingur í þrýstibúnaði sé yfir leyfilegum mörkum, þ.m.t. búnaður fyrir beina þrýstitakmörkun, svo sem öryggislokar, sprengidiskar, teinar sem bogna, stýrð þrýstingsminnkunarkerfi, búnaður sem annaðhvort gangsetur leiðréttingarbúnað og slekkur á honum eða setur búnaðinn í stöðvunarlás, svo sem þrýstiliðar, hitaliðar eða vökvaliðar (vatnshæðarstjórnunarbúnaður) og stillingar- og mælitæki sem varða öryggi.

II. KAFLI

Markaðssetning, notkun, tæknilegar kröfur og frjáls flutningur.

4. gr.

Markaðssetning og notkun.

Einungis er heimilt að gera aðgengilegt á markaði eða taka í notkun hérlendis þrýstibúnað eða samsetningu sem fullnægir ákvæðum reglugerðar þessarar þegar þrýstibúnaður eða samsetning er sett upp, haldið við og notuð í fyrirhuguðum tilgangi.

5. gr.

Undanþága vegna vörusýninga.

Heimilt er á kaupstefnum, sýningum, kynningum eða á sambærilegum vettvangi að sýna þrýsti­búnað eða samsetningu sem fellur undir reglugerð þessa en fullnægir ekki ákvæðum hennar, svo fremi að það er tekið skýrt fram á áberandi skilti að þrýstibúnaðurinn eða samsetningin fullnægi ekki ákvæðum reglugerðar þessarar og verði hvorki gerð aðgengileg á markaði né tekin í notkun fyrr en þrýstibúnaðurinn eða samsetningin fullnægi ákvæðum reglugerðar þessarar. Gera skal nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að tryggja öryggi fólks þegar þrýstibúnaðurinn eða sam­setn­ingin er kynnt.

6. gr.

Tæknilegar kröfur.

Eftirfarandi þrýstibúnaður skal uppfylla grunnkröfur um öryggi skv. I. viðauka:

  1. hylki, önnur en þau sem um getur í 2. tölulið, undir:
    1. lofttegundir, fljótandi lofttegundir, lofttegundir sem eru leystar upp við þrýsting, gufur og þá vökva sem við leyfilegan hámarkshita ná þrýstingi sem er meira en 0,5 bör yfir venjulegum loftþrýstingi (1.013 mbör) innan eftirtalinna marka:
      1. fyrir efni í fljótandi formi úr flokki 1 í hylki sem er meira en 1 lítri og með margfeldi PS og V hærra en 25 bar⋅l eða við þrýsting (PS) sem er yfir 200 bör, sbr. töflu 1 í II. viðauka,
      2. fyrir efni í fljótandi formi úr flokki 2 í hylki sem er meira en 1 lítri og með marg­feldi PS og V hærra en 50 bar⋅l eða við þrýsting (PS) sem er yfir 1.000 bör og öll færanleg slökkvitæki og hylki fyrir öndunarbúnað, sbr. töflu 2 í II. viðauka,
    2. vökva með gufuþrýstingi sem við leyfilegt hámarkshitastig er 0,5 bör eða minna yfir venjulegum loftþrýstingi (1.013 mbör) innan eftirtalinna marka:
      1. fyrir efni í fljótandi formi úr flokki 1 í hylki sem er meira en 1 lítri og með margfeldi PS og V hærra en 200 bar∙l eða með þrýsting (PS) sem er yfir 500 bör, sbr. töflu 3 í II. viðauka,
      2. fyrir efni í fljótandi formi úr flokki 2 við þrýsting sem er yfir 10 bör með margfeldi PS og V hærra en 10.000 bar∙l eða með þrýsting (PS) sem er yfir 1.000 bör, sbr. töflu 4 í II. viðauka,
  2. þrýstibúnaður, kyntur eða hitaður á annan hátt, sem getur ofhitnað, og er ætlaður til fram­leiðslu gufu eða vatns sem er yfir 110°C og með rúmmál yfir 2 lítrum auk allra þrýst­ings­suðu­tækja, sbr. töflu 5 í II. viðauka,
  3. lagnir ætlaðar fyrir:
    1. lofttegundir, lofttegundir í vökvafasa, lofttegundir uppleystar undir þrýstingi, gufur og vökvar sem við leyfilegan hámarkshita eru með gufuþrýstingi yfir 0,5 börum yfir venjulegum loftþrýstingi (1.013 mbör) innan eftirtalinna marka:
      1. fyrir efni í fljótandi formi í flokki 1 með DN-gildi hærra en 25, sbr. töflu 6 í II. viðauka,
      2. fyrir efni í fljótandi formi í flokki 2 með DN-gildi hærra en 32 og með margfeldi PS og DN hærra en 1.000 bör, sbr. töflu 7 í II. viðauka,
    2. vökva sem við leyfilegan hámarkshita eru með gufuþrýsting sem er ekki meira en 0,5 börum yfir venjulegum loftþrýstingi (1.013 mbör) innan eftirtalinna marka:
      1. fyrir efni í fljótandi formi úr flokki 1 með DN-gildi hærra en 25 og margfeldi PS og DN hærra en 2.000 bör, sbr. töflu 8 í II. viðauka,
      2. fyrir efni í fljótandi formi úr flokki 2 með þrýsting (PS) sem er yfir 10 börum, DN-gildi hærra en 200 og margfeldi PS og DN-gildi hærra en 5.000 bör, sbr. töflu 9 í II. viðauka,
  4. öryggis- og þrýstifylgihlutir ætlaðir til nota með búnaði sem fellur undir 1.-3. tölulið þessarar málsgreinar og einnig þegar slíkur búnaður er hluti samsetningar.

Eftirfarandi samsetningar sem fela í sér að minnsta kosti einn þeirra íhluta þrýstibúnaðar sem fellur undir 1. mgr. skulu uppfylla grunnkröfur um öryggi skv. I. viðauka:

  1. samsetning sem er ætlað að framleiða gufu eða vatn yfir 110°C og í er að minnsta kosti ein eining þrýstibúnaðar sem er kynt eða hituð á annan hátt og sem hætta er á að ofhitni,
  2. önnur samsetning en sem um getur í 1. tölulið þessarar málsgreinar sé það ætlun fram­leiðanda að hún sé gerð aðgengileg á markaði og tekin í notkun sem samsetning.

Þrátt fyrir 1. lið 2. mgr. skal samsetning, sem ætluð er til að hita vatn upp að 110°C og er mötuð handvirkt á eldsneyti í föstu formi, með margfeldi PS og V sem er hærra en 50 bar⋅l, samræmast grunnkröfum um öryggi skv. liðum 2.10, 2.11, og 3.4, og a- og d-lið 5. liðar I. viðauka.

Þrýstibúnað og samsetningu undir eða við mörkin sem mælt er fyrir um í 1.-3. tölul. 1. mgr. og 2.-3. mgr., eftir því sem við á, skal hanna og framleiða í samræmi við góðar starfsvenjur í verkfræði hér á landi til að tryggja örugga notkun. Þrýstibúnaði og samsetningu skulu fylgja viðeigandi notkunarleiðbeiningar. Þau skulu ekki vera CE-merkt skv. 19. gr. nema annað leiði af öðrum reglum sem um þau gilda.

7. gr.

Frjáls flutningur.

Óheimilt er á grundvelli þeirrar hættu sem stafar frá þrýstingi að banna, takmarka eða hindra að þrýstibúnaður eða samsetning sé gerð aðgengileg á markaði eða tekin í notkun við þau skilyrði sem framleiðandi þrýstibúnaðar eða samsetningar tilgreinir, ef slíkur búnaður er í samræmi við reglu­gerð þessa.

Óheimilt er á grundvelli þeirrar hættu sem stafar frá þrýstingi að banna, takmarka eða hindra að þrýstibúnaður eða samsetning skv. 4. mgr. 6. gr. sé gerð aðgengileg á markaði eða tekin í notkun.

III. KAFLI

Skyldur markaðsaðila.

8. gr.

Skyldur framleiðenda.

Þegar framleiðandi setur þrýstibúnað eða samsetningu skv. 1.-3. mgr. 6. gr. á markað eða notar í eigin þágu skal hann tryggja að þrýstibúnaður eða samsetning hafi verið hönnuð og framleidd í samræmi við grunnkröfur um öryggi skv. I. viðauka.

Þegar framleiðandi setur þrýstibúnað eða samsetningu skv. 4. mgr. 6. gr. á markað eða notar í eigin þágu skal hann tryggja að þrýstibúnaður eða samsetning hafi verið hönnuð og framleidd í samræmi við góðar starfsvenjur í verkfræði hér á landi.

Framleiðandi þrýstibúnaðar eða samsetningar skv. 1.-3. mgr. 6. gr. skal annast gerð tæknigagna skv. III. viðauka og framkvæma viðeigandi samræmismatsaðferð, sbr. 16. gr., eða sjá til þess að hún sé framkvæmd. Ef sýnt hefur verið fram á að þrýstibúnaður eða samsetning skv. 1.-3. mgr. 6. gr. uppfyllir viðeigandi kröfur með samræmismatsaðferð, skal framleiðandi gera ESB-samræmis­yfirlýsingu og festa CE-merkið á.

Framleiðandi skal varðveita tæknigögnin og ESB-samræmisyfirlýsinguna í tíu ár eftir að þrýsti­búnaður eða samsetning hefur verið sett á markað. Tæknigögnin og ESB-samræmis­yfirlýs­ingin skulu vera aðgengileg fyrir Vinnueftirlit ríkisins í tíu ár eftir að þrýstibúnaður eða samsetn­­ing hefur verið sett á markað.

Framleiðandi skal hafa ferli sem tryggir að fjöldaframleiðsla haldist í samræmi við ákvæði reglu­gerðar þessarar að teknu tilliti til breytinga á hönnun eða eiginleikum þrýstibúnaðar eða sam­setn­ingar og breytinga á samhæfðum stöðlum eða öðrum tækniforskriftum sem lýst er yfir að sam­ræmi þrýstibúnaðar eða samsetningar miðist við.

Í því skyni að vernda heilbrigði og öryggi notanda skal framleiðandi, eftir því sem við á með tilliti til þeirrar hættu sem stafar af þrýstibúnaði eða samsetningu, framkvæma úrtaksprófun á þrýstibúnaði eða samsetningu, sem gerð er aðgengileg á markaði, rannsaka og, ef nauðsyn krefur, halda skrá yfir kvartanir vegna þrýstibúnaðar eða samsetningar sem fullnægir ekki ákvæðum reglugerðar þessarar og yfir innköllun slíks búnaðar. Framleiðandi skal veita dreifingaraðilum upplýsingar um alla slíka vöktun.

Framleiðandi skal tryggja að á þrýstibúnaði eða samsetningu, sem hann hefur gert aðgengilega á markaði, sé gerðar-, lotu- eða raðnúmer eða annað sem gerir kleift að auðkenna þau eða, ef það er ekki mögulegt vegna stærðar eða eðlis búnaðarins eða samsetningarinnar, skal framleiðandi tryggja að tilskildar upplýsingar séu veittar á umbúðunum eða í skjali sem fylgir búnaðinum eða samsetningunni. Upplýsingarnar skulu vera á íslensku eða ensku.

Framleiðandi skal tilgreina á þrýstibúnaði eða samsetningu nafn sitt, skráð viðskiptaheiti eða skráð vörumerki og heimilisfang þar sem unnt er að hafa samband við hann eða, ef það er ekki mögulegt, á umbúðirnar eða í skjal sem fylgir búnaðinum eða samsetningunni. Upplýsingarnar skulu vera á íslensku eða ensku.

Framleiðandi skal tryggja að þrýstibúnaði eða samsetningu skv. 1.-3. mgr. 6. gr. fylgi leiðbeiningar og upplýsingar um öryggismál skv. lið 3.3 og 3.4 í I. viðauka. Slíkar leiðbeiningar og upplýsingar um öryggismál skulu vera skýrar, skiljanlegar og greinilegar og skulu vera á íslensku eða ensku.

Framleiðandi skal tryggja að þrýstibúnaði eða samsetningu skv. 4. mgr. 6. gr. fylgi leiðbeiningar og upplýsingar um öryggismál skv. lið 3.3 og 3.4 í I. viðauka. Slíkar leiðbeiningar og upplýsingar um öryggismál skulu vera skýrar, skiljanlegar og greinilegar og skulu vera á íslensku eða ensku.

Framleiðandi sem telur eða hefur ástæðu til að ætla að þrýstibúnaður eða samsetning sem hann hefur sett á markað fullnægi ekki ákvæðum reglugerðar þessarar skal tafarlaust grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að þrýstibúnaðurinn eða samsetningin fullnægi ákvæðum reglugerðarinnar eða, ef við á, afturkalla búnaðinn eða samsetninguna eða innkalla. Stafi hætta af þrýstibúnaði eða samsetningu skal hann enn fremur tafarlaust upplýsa Vinnueftirlit ríkisins þar um, einkum um tilvik þar sem þrýstibúnaður eða samsetning sem hann hefur gert aðgengilegan á markaði fullnægir ekki ákvæðum reglugerðar þessarar og um allar ráðstafanir sem gerðar eru til úrbóta.

Framleiðandi skal, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá Vinnueftirliti ríkisins, afhenda stofnuninni allar upplýsingar og skjöl, á pappír eða rafrænt, sem nauðsynleg eru til að sýna fram á að þrýstibúnaður eða samsetning fullnægi ákvæðum reglugerðar þessarar. Upplýsingarnar og skjölin skulu vera á íslensku eða ensku. Hann skal jafnframt vinna með Vinnueftirlitinu, að beiðni þess, að því er varðar allar ráðstafanir sem gripið er til í því skyni að koma í veg fyrir hættu sem stafar af þrýstibúnaði eða samsetningu sem hann hefur sett á markað.

9. gr.

Viðurkenndir fulltrúar.

Framleiðanda er heimilt að tilnefna viðurkenndan fulltrúa með skriflegu umboði. Óheimilt er að fela viðurkenndum fulltrúa þær skyldur sem mælt er fyrir um í 1. og 2. mgr. 8. gr., og skyldu til að annast gerð tæknigagna, sbr. 3. mgr. 8. gr.

Viðurkenndur fulltrúi skal inna af hendi þau verkefni sem tilgreind eru í umboðinu frá fram­leiðand­anum. Umboðið skal a.m.k. veita viðurkennda fulltrúanum heimild til:

  1. að varðveita ESB-samræmisyfirlýsinguna og tæknigögnin svo þau séu aðgengileg fyrir Vinnu­eftirlit ríkisins í tíu ár eftir að þrýstibúnaðurinn eða samsetningin hefur verið sett á markað,
  2. að afhenda Vinnueftirliti ríkisins, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá stofnuninni, allar upp­lýsingar og skjöl, á pappír eða rafrænt, sem nauðsynleg eru til að sýna fram á að þrýsti­búnaðurinn eða samsetningin fullnægi ákvæðum reglugerðar þessarar,
  3. að vinna með Vinnueftirliti ríkisins, að beiðni stofnunarinnar, að því er varðar allar ráð­stafanir sem gripið er til í því skyni að koma í veg fyrir hættu sem stafar af þrýsti­búnað­inum eða samsetningunni sem umboð viðurkennda fulltrúans á við um.

10. gr.

Skyldur innflytjenda.

Innflytjandi skal aðeins setja þrýstibúnað eða samsetningu á markað sem fullnægir ákvæðum reglu­gerðar þessarar.

Áður en þrýstibúnaður eða samsetning skv. 1.-3. mgr. 6. gr. er sett á markað skal innflytjandi ganga úr skugga um að framleiðandi hafi unnið samræmismat með viðeigandi aðferð, sbr. 16. gr. Hann skal jafnframt ganga úr skugga um að framleiðandinn hafi annast gerð tæknigagna og upp­fylli kröfurnar skv. 7. og 8. mgr. 8. gr. ásamt því að þrýstibúnaðurinn eða samsetningin beri CE-merki og fylgi leiðbeiningar og upplýsingar um öryggismál í samræmi við lið 3.3 og 3.4 í I. viðauka.

Áður en þrýstibúnaður eða samsetning skv. 4. mgr. 6. gr. er sett á markað skal innflytjandi ganga úr skugga um að framleiðandi hafi annast gerð tæknigagna og uppfylli kröfurnar skv. 7. og 8. mgr. 8. gr. ásamt því að þrýstibúnaði eða samsetningu fylgi fullnægjandi notkunarleiðbeiningar.

Ef innflytjandi telur eða hefur ástæðu til að ætla að þrýstibúnaður eða samsetning sé ekki í sam­ræmi við grunnkröfur um öryggi skv. I. viðauka er honum óheimilt að setja þrýstibúnað eða sam­setningu á markað fyrr en þau hafa verið færð til samræmis við kröfur. Stafi hætta af þrýsti­búnaði eða samsetningu skal innflytjandi enn fremur upplýsa framleiðandann og Vinnueftirlit ríkisins þar um.

Nafn innflytjanda, skráð viðskiptaheiti hans eða skráð vörumerki og heimilisfang, þar sem unnt er að hafa samband við hann, skal koma fram á þrýstibúnaðinum eða samsetningunni eða, ef það er ekki mögulegt, á umbúðunum eða í skjali sem fylgir búnaðinum eða samsetningunni. Upp­lýs­ingarnar skulu vera á íslensku eða ensku.

Innflytjandi skal tryggja að þrýstibúnaði eða samsetningu skv. 1.-3. mgr. 6. gr. fylgi leiðbeiningar og upplýsingar um öryggismál skv. lið 3.3 og 3.4 í I. viðauka og skulu þær vera á íslensku eða ensku.

Innflytjandi skal tryggja að þrýstibúnaði eða samsetningu skv. 4. mgr. 6. gr. fylgi leiðbeiningar og upplýsingar um öryggismál og skulu þær vera á íslensku eða ensku.

Á meðan þrýstibúnaður eða samsetning skv. 1.-3. mgr. 6. gr. er á ábyrgð innflytjanda skal hann sjá til þess að geymsla eða flutningur á þeim hafi ekki áhrif á samræmi þeirra við grunnkröfur um öryggi skv. I. viðauka.

Í því skyni að vernda heilbrigði og öryggi notanda skal innflytjandi, eftir því sem við á með tilliti til þeirrar hættu sem stafar af þrýstibúnaði eða samsetningu, framkvæma úrtaksprófun á þrýstibúnaði eða samsetningu sem gerð er aðgengileg á markaði, rannsaka og, ef nauðsyn krefur, halda skrá yfir kvartanir vegna þrýstibúnaðar eða samsetningar, sem fullnægir ekki ákvæðum reglugerðar þessarar og yfir innköllun slíks búnaðar. Innflytjandi skal veita dreifingaraðilum upplýsingar um alla slíka vöktun.

Innflytjandi sem telur eða hefur ástæðu til að ætla að þrýstibúnaður eða samsetning sem hann hefur sett á markað fullnægi ekki ákvæðum reglugerðar þessarar skal tafarlaust grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að þrýstibúnaðurinn eða samsetningin, fullnægi ákvæðum reglugerðarinnar eða, ef við á, afturkalla búnaðinn eða samsetninguna eða innkalla. Stafi hætta af þrýstibúnaði eða samsetningu skal innflytjandi enn fremur tafarlaust upplýsa Vinnueftirlit ríkisins þar um, einkum um tilvik þar sem þrýstibúnaður eða samsetning sem hann hefur gert aðgengileg á markaði fullnægir ekki ákvæðum reglugerðar þessarar og um allar ráðstafanir sem gerðar eru til úrbóta.

Innflytjandi skal varðveita afrit af ESB-samræmisyfirlýsingunni í tíu ár eftir að þrýstibúnaður eða samsetning hefur verið sett á markað og hafa hana tiltæka fyrir Vinnueftirlit ríkisins og tryggja að það geti haft aðgang að tæknigögnunum, sé þess óskað.

Innflytjandi skal, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá Vinnueftirliti ríkisins, afhenda stofnuninni allar upplýsingar og skjöl, á pappír eða rafrænt, sem nauðsynleg eru til að sýna fram á að þrýstibúnaður eða samsetning fullnægi ákvæðum reglugerðar þessarar. Upplýsingarnar og skjölin skulu vera á íslensku eða ensku. Hann skal jafnframt vinna með Vinnueftirlitinu, að beiðni þess, að því er varðar allar ráðstafanir sem gripið er til svo koma megi í veg fyrir hættu sem stafar af þrýstibúnaði eða samsetningu sem hann hefur sett á markað.

11. gr.

Skyldur dreifingaraðila.

Dreifingaraðili skal aðeins gera þrýstibúnað eða samsetningu aðgengilega á markaði sem fullnægir ákvæðum reglugerðar þessarar.

Áður en þrýstibúnaður eða samsetning skv. 1.-3. mgr. 6. gr. er gerð aðgengileg á markaði skal dreif­ingaraðili ganga úr skugga um að þrýstibúnaðurinn eða samsetningin beri CE-merkið, að þeim fylgi þau skjöl sem krafist er auk leiðbeininga og upplýsinga um öryggismál sem um getur í lið 3.3 og 3.4 í I. viðauka á íslensku eða ensku, ásamt því að ganga úr skugga um að framleiðandinn og inn­flytjandinn hafi uppfyllt kröfurnar skv. 7. og 8. mgr. 8. gr. annars vegar og 5. mgr. 10. gr. hins vegar.

Ef dreifingaraðili telur eða hefur ástæðu til að ætla að þrýstibúnaður eða samsetning sé ekki í samræmi við grunnkröfur um öryggi skv. I. viðauka, er honum óheimilt að gera þrýstibúnaðinn eða samsetninguna aðgengilega á markaði fyrr en búnaðurinn eða samsetningin hefur verið færð til samræmis við kröfur. Stafi hætta af þrýstibúnaði eða samsetningu skal dreifingaraðilinn enn fremur upplýsa framleiðandann eða innflytjandann auk Vinnueftirlits ríkisins þar um.

Áður en þrýstibúnaður eða samsetning skv. 4. mgr. 6. gr. er gerð aðgengileg á markaði skal dreif­ingar­aðili ganga úr skugga um að þrýstibúnaðinum eða samsetningunni fylgi fullnægjandi notkunar­leiðbeiningar á íslensku eða ensku og að framleiðandinn og innflytjandinn hafi uppfyllt kröfur skv. 7. og 8. mgr. 8. gr. annars vegar og 5. mgr. 10. gr. hins vegar.

Á meðan þrýstibúnaður eða samsetning sem um getur í 1.-3. mgr. 6. gr. er á ábyrgð dreifingaraðila skal hann sjá til þess að geymsla eða flutningur á þeim hafi ekki áhrif á samræmi þeirra við grunnkröfur um öryggi skv. I. viðauka.

Dreifingaraðili, sem telur eða hefur ástæðu til að ætla að þrýstibúnaður eða samsetning sem hann hefur gert aðgengilega á markaði fullnægi ekki ákvæðum reglugerðar þessarar, skal ganga úr skugga um að gripið sé til ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að þrýstibúnaðurinn eða sam­setningin fullnægi ákvæðum reglugerðarinnar eða, ef við á, afturkalla búnaðinn eða samsetn­ing­una eða innkalla. Ef hætta stafar af þrýstibúnaði eða samsetningu skal dreifingaraðili enn fremur tafarlaust upplýsa Vinnueftirlit ríkisins þar um, einkum um tilvik þar sem þrýstibúnaður eða samsetn­ing sem hann hefur gert aðgengilega á markaði fullnægir ekki ákvæðum reglugerðar þessarar og um allar ráðstafanir sem gerðar eru til úrbóta.

Dreifingaraðili skal, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá Vinnueftirliti ríkisins, afhenda stofnuninni allar upplýsingar og skjöl, á pappír eða rafrænt, sem nauðsynleg eru til að sýna fram á að þrýstibúnaður eða samsetning fullnægi ákvæðum reglugerðar þessarar. Upplýsingarnar og skjölin skulu vera á íslensku eða ensku. Hann skal jafnframt vinna með Vinnueftirlitinu, að beiðni þess, að því er varðar allar ráðstafanir sem gripið er til svo koma megi í veg fyrir hættu sem stafar af þrýsti­búnaði eða samsetningu sem hann hefur gert aðgengilega á markaði.

12. gr.

Tilvik þar sem skyldur framleiðenda gilda
um innflytjendur og dreifingaraðila.

Þegar innflytjandi eða dreifingaraðili setur þrýstibúnað eða samsetningu á markað undir eigin nafni eða eigin vörumerki eða gerir breytingar á slíkum búnaði, sem þegar hefur verið settur á markað, þannig að breytingarnar kunna að hafa áhrif á það hvort þrýstibúnaður eða samsetning fullnægi ákvæðum reglugerðar þessarar, telst hann vera framleiðandi í skilningi reglugerðarinnar og skal gegna sömu skyldum og framleiðandi skv. 8. gr.

13. gr.

Markaðsaðilar tilgreindir.

Markaðsaðili skal, að beiðni Vinnueftirlits ríkisins, greina stofnuninni frá eftirfarandi aðilum:

  1. öllum markaðsaðilum sem hafa afhent honum þrýstibúnað eða samsetningu og
  2. öllum markaðsaðilum sem hann hefur afhent þrýstibúnað eða samsetningu.

Markaðsaðili skal geta lagt fram upplýsingar skv. 1. mgr. í tíu ár eftir að honum hefur verið afhentur þrýstibúnaður eða samsetning og í tíu ár eftir að hann hefur afhent þrýstibúnað eða sam­setningu.

IV. KAFLI

Samræmi og flokkun þrýstibúnaðar og samsetningar.

14. gr.

Ætlað samræmi.

Þrýstibúnaður eða samsetning skv. 1.-3. mgr. 6. gr., sem er í samræmi við samhæfða staðla eða hluta þeirra og tilvísunarnúmer í þá hefur verið birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins, telst samræmast grunnkröfum um öryggi skv. I. viðauka og jafnframt er að finna í viðkomandi stöðlum eða hluta þeirra.

Efni sem notuð eru við framleiðslu þrýstibúnaðar eða samsetningar sem eru í samræmi við evrópska viðurkenningu efna sem vísað hefur verið til í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins skv. 17. gr. teljast samræmast grunnkröfum um öryggi skv. I. viðauka.

15. gr.

Flokkun þrýstibúnaðar.

Þrýstibúnaður skv. 1. mgr. 6. gr. skal flokkaður í undirflokka skv. II. viðauka í samræmi við stig­vaxandi hættu sem honum er samfara. Vegna slíkrar flokkunar ber að greina á milli tvenns konar efnis í fljótandi formi skv. 2. og 3. mgr.

Í flokki 1 eru hættuleg efni og blöndur, eins og þær eru skilgreindar í liðum 7 og 8 í 2. gr. reglu­gerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1272/2008, sbr. reglugerð nr. 415/2014, um flokkun, merk­ingu og umbúðir efna og efnablandna, sem eru flokkaðar sem hættulegar í samræmi við eftir­farandi flokka yfir eðlisræna hættu eða hættu fyrir heilsu skv. 2. og 3. hluta I. viðauka við þá reglu­gerð:

  1. óstöðug, sprengifim efni eða sprengiefni í deiliflokkum 1.1, 1.2, 1.3, 1.4 og 1.5,
  2. eldfimar lofttegundir í 1. og 2. undirflokki,
  3. ildandi lofttegundir í 1. undirflokki,
  4. eldfimir vökvar í 1. og 2. undirflokki,
  5. eldfimir vökvar í 3. undirflokki þegar leyfilegt hámarkshitastig er yfir kveikjumarki,
  6. eldfim föst efni í 1. og 2. undirflokki,
  7. sjálfhvarfgjörn efni og blöndur, gerðir A til F,
  8. loftkveikjandi vökvar í 1. undirflokki,
  9. loftkveikjandi föst efni í 1. undirflokki,
  10. efni og blöndur sem við snertingu við vatn gefa frá sér eldfimar lofttegundir, í 1., 2. og 3. undirflokki,
  11. ildandi vökvar í 1., 2. og 3. undirflokki,
  12. ildandi föst efni í 1., 2. og 3. undirflokki,
  13. lífræn peroxíð, gerðir A til F,
  14. efni sem hefur bráð eiturhrif um munn í 1. og 2. undirflokki,
  15. efni sem hefur bráð eiturhrif á húð í 1. og 2. undirflokki,
  16. efni sem hefur bráð eiturhrif við innöndun í 1., 2. og 3. undirflokki,
  17. sértæk eiturhrif á marklíffæri – skaðleg áhrif í eitt skipti í 1. undirflokki,

Enn fremur eru í flokki 1 efni og blöndur sem eru í þrýstibúnaði með leyfilegt hámarkshitastig sem er yfir kveikjumarki efnis í fljótandi formi.

Í flokki 2 eru öll efni og blöndur sem ekki er getið í 2. og 3. mgr.

Ef hylki er samsett úr mörgum hólfum miðast flokkun þess við hæsta undirflokkinn sem gildir um einstök hólf. Innihaldi hólf mörg efni í fljótandi formi skal flokkunin miðast við það efni í fljótandi formi sem fellur undir hæsta undirflokkinn.

16. gr.

Samræmismatsaðferðir.

Samræmismatsaðferðir eru settar fram í III. viðauka og skal sú aðferð sem beitt er á þrýstibúnað ákvarðast af þeim undirflokki sem búnaðurinn fellur undir skv. 15. gr.

Eftirfarandi samræmismatsaðferðir skulu notaðar fyrir mismunandi flokka eftir því sem hér segir:

  1. 1. undirflokkur:
     – aðferðareining A,
  2. 2. undirflokkur:
     – aðferðareining A2,
     – aðferðareining D1,
     – aðferðareining E1,
  3. 3. undirflokkur:
     – aðferðareiningar B (hönnunargerð) + D,
     – aðferðareiningar B (hönnunargerð) + F,
     – aðferðareiningar B (framleiðslugerð) + E,
     – aðferðareiningar B (framleiðslugerð) + C2,
     – aðferðareining H,
  4. 4. undirflokkur:
     – aðferðareiningar B (framleiðslugerð) + D,
     – aðferðareiningar B (framleiðslugerð) + F,
     – aðferðareining G,
     – aðferðareining H1.

Samræmi þrýstibúnaðar skal meta með aðferð sem framleiðandi getur valið um af þeim sem mælt er fyrir um í þeim undirflokki sem búnaðurinn fellur undir. Framleiðandi getur einnig valið að beita aðferð sem á við hærri undirflokk ef svo ber undir.

Þegar tilkynnt samræmismatsstofa fer í fyrirvaralausar heimsóknir skal hún innan ramma aðferðar við gæðatryggingu fyrir búnað í 3. og 4. undirflokki sem um getur í a-lið 1. tölul. 1. mgr. 6. gr., i-lið b-liðar 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. og 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. taka sýni úr búnaði af framleiðslu- eða geymslustað til þess að framkvæma eða láta framkvæma lokamatið skv. lið 3.2 í I. viðauka. Í því skyni skal framleiðandi upplýsa tilkynntu samræmismatsstofuna um framleiðsluáætlun sína. Tilkynnta samræmismatsstofan skal fara í að minnsta kosti tvær heimsóknir á fyrsta fram­leiðslu­árinu. Til­kynnta samræmismatsstofan skal ákvarða tíðni frekari heimsókna á grundvelli við­miðan­anna skv. lið 4.4 í aðferðareiningum D, E og H og lið 5.4 í aðferðareiningu H1 skv. III. viðauka.

Sé um að ræða framleiðslu á stökum hylkjum og þrýstibúnaði í 3. undirflokki sem um getur í 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. samkvæmt lýsingu á aðferðareiningu H, skal tilkynnta samræmismatsstofan framkvæma eða láta framkvæma lokamatið skv. lið 3.2 í I. viðauka fyrir hverja einingu. Í þessu skyni skal framleiðandi upplýsa tilkynntu samræmismatsstofuna um framleiðsluáætlun sína.

Heildarsamræmismat skal fara fram á samsetningu sem um getur í 2.-3. mgr. 6. gr. og skal matið fela í sér eftirfarandi:

  1. mat á hverri einingu þrýstibúnaðar í samsetningu skv. 1. mgr. 6. gr. sem hefur ekki áður hlotið samræmismat og fengið sérstakt CE-merki. Matsaðferðin ræðst af undirflokki hvers hluta búnaðarins,
  2. mat á því hvernig einingar eru settar saman í samsetningu skv. liðum 2.3, 2.8 og 2.9 í I. viðauka og ræðst það af hæsta undirflokki búnaðarins að öryggisbúnaði frátöldum,
  3. mat á því hvernig samsetning er varin fyrir því að við notkun sé farið fram úr leyfilegum mörkum skv. liðum 2.10 og 3.2.3 í I. viðauka. Framkvæma skal matið með hliðsjón af hæsta undirflokknum sem á við um búnaðareiningar sem verja á.

Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. getur Vinnueftirlit ríkisins, þegar færð eru fyrir því málefnanleg rök sem helgast af lögmætu markmiði, leyft að stök eintök þrýstibúnaðar og samsetningar skv. 3. gr. séu gerð aðgengileg á markaði og tekin í notkun, þar sem ekki hefur verið beitt aðferðunum skv. 1. og 2. mgr. og þegar notkun þeirra telst vera í tilraunaskyni.

Gögn og bréfaskipti sem varða samræmismatsaðferðir skulu vera á íslensku eða ensku.

17. gr.

Evrópsk viðurkenning á efnum.

Tilkynnt samræmismatsstofa, sbr. 20. gr., sem sérstaklega er tilgreind til útgáfu evrópskrar viður­kenningar efna, gefur út slíka viðurkenningu samkvæmt beiðni eins eða fleiri framleiðenda efna eða búnaðar. Tilkynnta samræmismatsstofan skal ákveða og framkvæma eða láta framkvæma við­eig­andi eftirlit og prófanir til að votta samræmi efnisgerða við viðeigandi kröfur reglugerðar þessarar. Sé um að ræða efni sem viðurkennt hefur verið að séu örugg í notkun fyrir 29. nóvember 1999 skal tilkynnta samræmismatsstofan taka tillit til fyrirliggjandi gagna þegar hún vottar slíkt samræmi.

Tilkynnt samræmismatsstofa skv. 1. mgr., skal, áður en hún gefur út evrópska viðurkenningu efna, tilkynna um það til aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins og Eftirlitsstofnunar EFTA með því að senda þeim viðeigandi upplýsingar. Aðildarríki eða Eftirlitsstofnun EFTA geta komið fram með athugasemdir innan þriggja mánaða. Að þremur mánuðum liðnum er tilkynntri samræmismatsstofu heimilt að gefa út evrópska viðurkenningu eftir að hafa tekið tillit til athugasemda sem bárust henni skv. 2. málsl.

Efnin sem eru notuð við framleiðslu þrýstibúnaðar og eru í samræmi við evrópskar viðurkenningar á efnum sem vísað hefur verið til í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins skulu samræmast viðeigandi grunnkröfum skv. I. viðauka.

Tilkynnt samræmismatsstofa skal senda öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagsvæðisins, tilkynntu samræmismatsstofunum og Eftirlitsstofnun EFTA afrit af evrópskri viðurkenningu efna.

Tilkynnta samræmismatsstofan sem gaf út evrópska viðurkenningu efna skal afturkalla hana ef stofan kemst að því að ekki hafi átt að gefa út viðurkenninguna eða ef sú gerð efnis fellur undir samhæfðan staðal. Hún skal tilkynna öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, tilkynntu samræmismatsstofunni og Eftirlitsstofnun EFTA þegar í stað um afturköllun viðurkenningar.

18. gr.

ESB-samræmisyfirlýsing.

ESB-samræmisyfirlýsing er yfirlýsing um að sýnt hafi verið fram á að grunnkröfur um öryggi skv. I. viðauka hafi verið uppfylltar.

ESB-samræmisyfirlýsing skal byggð upp eins og fyrirmyndin skv. IV. viðauka og í henni skulu til­greindir þeir þættir skv. III. viðauka sem eiga við. Yfirlýsingin skal uppfærð reglulega og vera aðgengi­leg á íslensku eða ensku.

Falli þrýstibúnaður eða samsetning undir fleiri en eina gerð Evrópska efnahagssvæðisins þar sem krafist er ESB-samræmisyfirlýsingar skal gera eina ESB-samræmisyfirlýsingu varðandi allar gerðirnar. Í þeirri yfirlýsingu skal tilgreina viðkomandi gerðir, þ.m.t. númer þeirra og ártal.

Með útgáfu ESB-samræmisyfirlýsingar ábyrgist framleiðandinn að þrýstibúnaður eða samsetning fullnægi ákvæðum reglugerðar þessarar.

19. gr.

CE-merkið.

Um CE-merkið hér á landi gildir reglugerð nr. 566/2013, um markaðseftirlit, faggildingu o.fl., sem innleiðir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 765/2008, um kröfur varðandi faggildingu og markaðseftirlit í tengslum við markaðssetningu á vörum og um niðurfellingu reglugerðar (EBE) nr. 339/93.

CE-merkið skal fest á sýnilegan, læsilegan og óafmáanlegan hátt á eitthvað af eftirfarandi:

  1. hverja einingu þrýstibúnaðar sem um getur í 1. mgr. 6. gr. eða á merkiplötu hennar,
  2. hverja samsetningu sem um getur í 2. og 3. mgr. 6. gr. eða á merkiplötu hennar.

Ef áfestingu CE-merkisins verður ekki við komið eða hún er ástæðulaus vegna eðlis búnaðarins eða samsetningar, skal festa merkið á umbúðir og á fylgiskjöl.

Einingin eða samsetningin sem um getur í a- og b-lið 2. mgr. skal vera fullbúin eða í því ástandi að unnt sé að framkvæma lokamatið eins og lýst er í lið 3.2 í I. viðauka.

Ekki er nauðsynlegt að festa CE-merkið á hverja einingu þrýstibúnaðar í samsetningu. Einstakar einingar þrýstibúnaðar sem þegar eru með CE-merkið þegar þær eru settar saman skulu bera merkið áfram.

CE-merkið skal fest á áður en þrýstibúnaður eða samsetning er sett á markað.

Á eftir CE-merkinu skal koma fram kenninúmer tilkynntu samræmismatsstofunnar sem tók þátt í eftirlitsþætti framleiðslunnar.

Tilkynnta samræmismatsstofan skv. 7. mgr. skal sjálf sjá um að festa kenninúmer sitt á en að öðrum kosti skal framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans sjá um það samkvæmt fyrirmælum samræmismatsstofunnar.

Á eftir CE-merkinu og kenninúmeri tilkynntu samræmismatsstofunnar skv. 7. mgr. getur fylgt önnur merking sem gefur til kynna sérstaka hættu eða notkun.

Óheimilt er að einkenna þrýstibúnað eða samsetningu með merki sem er til þess fallið að villa um fyrir þriðja aðila að því er varðar þýðingu, útlit og lögun CE-merkisins. Setja má hvers konar aðrar merkingar á þrýstibúnað eða samsetningu að því tilskildu að þær hindri ekki að CE-merkið sjáist vel og sé vel læsilegt.

V. KAFLI

Tilkynning um samræmismatsstofur o.fl.

20. gr.

Tilkynning, mat og vöktun samræmismatsstofa og
viðurkenndra stofnana þriðja aðila.

Faggildingarsvið Einkaleyfastofu annast mat og vöktun tilkynntra samræmismatsstofa og viður­kenndra stofnana þriðja aðila, þ.m.t. hvort farið sé að ákvæði 23. gr.

Faggildingarsvið Einkaleyfastofu annast mat á samræmismatsstofum og viðurkenndum stofnunum þriðja aðila, sem óska eftir að sjá um samræmismat samkvæmt reglugerð þessari. Samræmis­mats­stofur skulu uppfylla skilyrði skv. 21.-23. gr. Samræmismatsstofur sem uppfylla skilyrði við­eigandi samhæfðra staðla eða hluta þeirra og tilvísun í þá hefur verið birt í Stjórnar­tíðindum Evrópu­sambandsins teljast enn fremur uppfylla skilyrði 21. gr.

Velferðarráðuneytið tilkynnir Eftirlitsstofnun EFTA og öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahags­svæðisins um samræmismatsstofur sem er heimilt að framkvæma samræmismat skv. 16. og 17. gr. og viðurkenndar stofnanir þriðja aðila vegna verkefna skv. liðum 3.1.2 og 3.1.3 í I. viðauka.

Uppfylli samræmismatsstofa ekki lengur skilyrði þau sem eru sett fram í 21.-23. gr. afturkallar fag­gildingarsvið Einkaleyfastofu faggildingu hennar skv. 2. mgr. Velferðarráðuneytinu ber að til­kynna Eftirlitsstofnun EFTA og öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins um það án tafar.

21. gr.

Kröfur sem gerðar eru til tilkynntra samræmismatsstofa og
viðurkenndra stofnana þriðja aðila.

Samræmismatsstofa skal hafa réttarstöðu lögaðila.

Samræmismatsstofa skal vera óháð þeim aðilum, þrýstibúnaðinum eða samsetningunni sem verið er að meta. Stofa sem tilheyrir viðskiptasamtökum eða fagfélögum, er koma fram fyrir hönd félaga sem starfa við hönnun, framleiðslu, útvegun, samsetningu, notkun eða viðhald þrýstibúnaðar eða samsetningar, getur talist slík stofa að því gefnu að sýnt sé fram á að hún sé sjálfstæð og að óviðkomandi hagsmunir hafi ekki áhrif á matið.

Samræmismatsstofa, stjórnendur hennar og starfsfólk sem ber ábyrgð á framkvæmd samræmis­mats­verkefna skulu:

  1. hvorki vera hönnuðir, framleiðendur, birgjar, uppsetningaraðilar, innkaupaaðilar, eigendur, notendur eða viðhaldsaðilar þrýstibúnaðar eða samsetningar, sem stofan metur, né vera fulltrúar einhvers þessara aðila. Þrátt fyrir 1. málsl. er samræmismatsstofu heimilt að nota þrýstibúnað eða samsetningu, að því marki sem það er nauðsynlegt starfsemi stofunnar ásamt persónulegri notkun á slíkum búnað eða samsetningu.
  2. hvorki taka með beinum hætti þátt í hönnun, framleiðslu eða smíði, markaðssetningu, uppsetningu, notkun eða viðhaldi þrýstibúnaðar eða samsetningar sem stofan metur né vera fulltrúar þeirra aðila sem fást við slíka starfsemi,
  3. ekki taka þátt í einhverri þeirri starfsemi sem gæti haft áhrif á sjálfstætt mat sam­ræmis­mats­stofunnar og heilindi að því er varðar þá samræmismatsstarfsemi sem tilkynning stofunnar tekur til. Þetta gildir einkum um ráðgjafarþjónustu.

Samræmismatsstofa skal tryggja að starfsemi dótturfyrirtækja hennar eða undirverktaka hafi ekki áhrif á trúnað, hlutlægni eða óhlutdrægni í samræmismatsstarfsemi hennar.

Samræmismatsstofa og starfsfólk hennar skal starfa af fagmennsku og sjá til þess að nauðsynleg tæknikunnátta sé ávallt til staðar á viðkomandi sviði. Enn fremur skal samræmismatsstofa og starfsfólk hennar vera sjálfstætt í störfum sínum og koma í veg fyrir að þær aðstæður séu fyrir hendi sem eru til þess fallnar að draga óhlutdrægni þess í efa við matið eða starfsemi tengda því, hvort sem er vegna fjárhagslegra eða persónulegra tengsla við einstaklinga eða hópa einstaklinga sem eiga hagsmuna að gæta í tengslum við samræmismatsstarfsemina.

Samræmismatsstofa skal vera fær um að framkvæma þau samræmismatsverkefni sem henni hafa verið falin skv. 16. eða 17. gr. eða liðum 3.1.2 og 3.1.3 í I. viðauka og sem tilkynning stofunnar tekur til, hvort sem hún framkvæmir verkefnin sjálf eða þau eru framkvæmd fyrir hönd hennar og á ábyrgð hennar.

Samræmismatsstofa skal ávallt og fyrir hverja samræmismatsaðferð og hverja tegund þrýsti­búnaðar eða samsetningar sem tilkynning stofunnar tekur til hafa eftirfarandi til umráða:

  1. starfsfólk sem býr yfir tækniþekkingu ásamt nægilegri og viðeigandi reynslu til að fram­kvæma samræmismatsverkefnin,
  2. lýsingar á aðferðunum sem er beitt við samræmismat til að tryggja gagnsæi og að unnt sé að endurtaka þessar aðferðir. Samræmismatsstofa skal hafa í gildi viðeigandi stefnur og verklag til að greina á milli verkefna sem hún framkvæmir sem tilkynnt samræmismatsstofa og annarrar starfsemi hennar,
  3. starfsaðferðir þannig að unnt sé að taka tilhlýðilegt tillit til stærðar þess fyrirtækis sem í hlut á, þeirrar starfsgreinar sem það starfar innan, skipulags þess, hversu flókna fram­leiðslu­tækni er um að ræða og hvort um fjölda- eða raðframleiðslu er að ræða.

Samræmismatsstofa skal hafa yfir að ráða öllum þeim úrræðum sem nauðsynleg eru til að geta framkvæmt á réttan hátt þau störf sem eru tæknileg í eðli sínu og þau er lúta að stjórnun sem tengjast samræmismatsstarfsemi. Enn fremur skal samræmismatsstofan hafa aðgang að öllum nauðsynlegum búnaði og aðstöðu.

Starfsfólk samræmismatsstofu sem ber ábyrgð á framkvæmd samræmismatsverkefna skal búa yfir eftirfarandi:

  1. traustri tækni- og starfsþjálfun sem nær til allrar starfsemi sem tengist samræmismatinu og samræmismatsstofan er tilkynnt samræmismatsstofa fyrir,
  2. viðunandi þekkingu á kröfum varðandi samræmismatið sem það annast og fullnægjandi heimild til að annast slíkt mat,
  3. viðeigandi þekkingu og skilningi á grunnkröfum um öryggi skv. I. viðauka, á viðeigandi samhæfðum stöðlum og á viðkomandi ákvæðum samhæfingarlöggjafar Evrópska efna­hags­svæðisins og íslenskum lögum,
  4. getu til þess að annast gerð vottorða, skráa og skýrslna sem sýna að mat hafi verið unnið.

Tryggja skal óhlutdrægni samræmismatsstofunnar, stjórnenda hennar og starfsfólks sem ber ábyrgð á framkvæmd samræmismatsverkefna.

Laun stjórnenda og starfsfólks sem ber ábyrgð á framkvæmd samræmismatsverkefna sam­ræmis­mats­stofunnar mega hvorki vera háð fjölda matsgerða sem unnar eru né niðurstöðum mats­gerð­anna.

Samræmismatsstofur skulu hafa ábyrgðartryggingu.

Starfsfólk samræmismatsstofu er bundið þagnarskyldu um allar upplýsingar sem það kemst yfir við framkvæmd verkefna skv. 16. eða 17. gr. eða liðum 3.1.2 og 3.1.3 í I. viðauka nema gagnvart velferðarráðuneytinu, faggildingarsviði Einkaleyfastofu og Vinnueftirliti ríkisins.

Samræmismatsstofur skulu taka þátt í eða tryggja að það starfsfólk sem ber ábyrgð á framkvæmd samræmis­mats­verkefna sé upplýst um viðeigandi starfsemi við gerð staðla, sem og starfsemi samræmingarhóps tilkynntra samræmismatsstofa fyrir þrýstibúnað og samsetningu, sbr. 29. gr., í því skyni að nýta sér upplýsingarnar til almennrar leiðbeiningar.

Ákvæði þessarar greinar taka einnig til viðurkenndra stofnana þriðja aðila eftir því sem við á.

22. gr.

Ætlað samræmi samræmismatsstofa.

Miða skal við að samræmismatsstofa uppfylli þær kröfur sem settar eru fram í 21. gr. að svo miklu leyti sem gildandi samhæfðir staðlar ná yfir þær kröfur, ef stofan sýnir fram á að hún uppfylli við­miðanirnar, sem mælt er fyrir um í viðeigandi samhæfðum stöðlum eða hlutum þeirra, og til­vísun í þá hefur verið birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

23. gr.

Dótturfyrirtæki og undirverktakar tilkynntra samræmismatsstofa og
viðurkenndra stofnana þriðja aðila.

Feli tilkynnt samræmismatsstofa eða viðurkennd stofnun þriðja aðila, undirverktaka eða dóttur­fyrirtæki sínu sérstök verkefni í tengslum við samræmismat, skal hún tryggja að undir­verktak­inn eða dótturfyrirtækið uppfylli kröfurnar skv. 21. gr. og upplýsa velferðarráðuneytið þar um.

Tilkynntri samræmismatsstofu og viðurkenndri stofnun þriðja aðila er aðeins heimilt að fela undir­verktaka eða dótturfyrirtæki verkefni í tengslum við samræmismat með samþykki viðskipta­vinarins.

Tilkynntar samræmismatsstofur eða viðurkenndar stofnanir þriðja aðila bera fulla ábyrgð á þeim verkefnum sem undirverktakar eða dótturfyrirtæki framkvæma, án tillits til staðsetningar. Skylt er að hafa tiltæk fyrir velferðarráðuneytið öll skjöl sem skipta máli varðandi mat á réttindum og hæfi undirverktakans eða dótturfyrirtækisins og þau verkefni sem unnin eru skv. 16. og 17. gr. eða liðum 3.1.2 og 3.1.3 í I. viðauka.

24. gr.

Umsókn um tilkynningu.

Samræmismatsstofa leggur fram umsókn um tilkynningu hjá velferðarráðuneytinu.

Með umsókn um tilkynningu skal fylgja lýsing á samræmismatsstarfseminni, samræmismats­aðferðinni eða -aðferðunum og þrýstibúnaði sem stofan fullyrðir að hæfi hennar nái til ásamt afriti af faggildingu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu þar sem staðfest er að samræmismats­stofan uppfylli kröfurnar sem mælt er fyrir um í 21. gr.

Ef hlutaðeigandi samræmismatsstofa getur ekki lagt fram afrit af faggildingu, sbr. 2. mgr., skal hún afhenda velferðarráðuneytinu öll skrifleg sönnunargögn sem nauðsynleg eru fyrir sannprófun, viðurkenningu og reglulega vöktun á því að hún fari að kröfunum sem mælt er fyrir um í 21. gr.

25. gr.

Málsmeðferð við tilkynningu.

Velferðarráðuneytinu er einungis heimilt að tilkynna þær samræmismatsstofur sem uppfylla kröfurnar sem mælt er fyrir um í 21. gr.

Í tilkynningunni skulu vera ítarlegar upplýsingar um starfsemina í tengslum við samræmismatið, samræmismatsaðferðina eða -aðferðirnar og þann þrýstibúnað eða samsetningu sem um er að ræða ásamt afriti af faggildingu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu þar sem staðfest er að samræmis­mats­stofan uppfylli kröfurnar sem mælt er fyrir um í 21. gr.

Ef tilkynningin byggist ekki á faggildingu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sbr. 2. mgr. 24. gr., skal velferðarráðuneytið afhenda Eftirlitsstofnun EFTA og öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahags­svæðisins skrifleg sönnunargögn sem staðfesta hæfi samræmismatsstofunnar og það fyrirkomu­lag sem er til staðar til að tryggja að reglulegt eftirlit sé haft með stofunni og að hún haldi áfram að uppfylla kröfurnar sem mælt er fyrir um í 21. gr.

Hlutaðeigandi samræmismatsstofu er einungis heimilt að annast starfsemi tilkynntrar sam­ræmis­mats­stofu og viðurkenndri stofnun þriðja aðila hreyfi Eftirlitsstofnun EFTA eða önnur aðildar­ríki Evrópska efnahags­svæðis­ins ekki andmælum innan tveggja vikna frá tilkynningu sem byggist á faggildingu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, eða innan tveggja mánaða frá tilkynningu ef ekki er stuðst við faggildingu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu. Einungis slík stofa telst tilkynnt samræmis­mats­stofa eða viðurkennd stofnun þriðja aðila í skilningi reglugerðar þessarar.

Velferðarráðuneytið skal tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA og öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahags­svæðisins um allar síðari breytingar á tilkynningunni, sbr. 26. gr., sem máli skipta.

26. gr.

Breytingar á tilkynningu.

Komist velferðarráðuneytið að raun um eða hefur verið upplýst um að tilkynnt samræmismatsstofa uppfylli ekki lengur kröfurnar sem mælt er fyrir um í 21. gr., eða ræki ekki skyldur sínar, skal ráðuneytið, eftir því hversu alvarlegur misbresturinn er, takmarka, fella tímabundið úr gildi eða afturkalla tilkynningu. Ráðuneytið skal tafarlaust tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA og öðrum aðildar­ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins um það.

VI. KAFLI

Tilkynntar samræmismatsstofur o.fl.

27. gr.

Skyldur er varða starfsemi tilkynntra samræmismatsstofa og
viðurkenndra stofnana þriðja aðila.

Tilkynntar samræmismatsstofur og viðurkenndar stofnanir þriðja aðila skulu framkvæma sam­ræmis­mat í samræmi við samræmismatsaðferðirnar skv. 16. og 17. gr. og liðum 3.1.2 og 3.1.3 í I. viðauka.

Við framkvæmd samræmismats skal gæta meðalhófs til að forðast að leggja óþarfa byrðar á mark­aðsaðila. Tilkynntar samræmismatsstofur skulu í starfsemi sinni taka tilhlýðilegt tillit til stærðar fyrirtækis, þeirrar starfsgreinar sem það starfar innan, skipulags þess, hversu flókna fram­leiðslu­tækni er um að ræða og hvort um fjölda- eða raðframleiðslu er að ræða. Komist tilkynnt samræmis­mats­stofa að þeirri niðurstöðu að framleiðandi hafi ekki uppfyllt grunnkröfur um öryggi skv. I. viðauka, eða samkvæmt samsvarandi samhæfðum stöðlum eða öðrum tækniforskriftum, skal stofan krefjast þess að hann grípi til viðeigandi ráðstafana til úrbóta áður en unnt er að gefa út vottorð um samræmi.

Komist tilkynnt samræmismatsstofa að þeirri niðurstöðu, við eftirlit með því að samræmis sé gætt í kjölfar útgáfu á vottorði, að þrýstibúnaður fullnægi ekki lengur ákvæðum reglugerðar þessarar skal hún krefjast þess að framleiðandinn grípi til viðeigandi ráðstafana til úrbóta. Skal þá fella vottorðið úr gildi eða afturkalla ef nauðsyn krefur.

Sé ekki gripið til ráðstafana til úrbóta eða þær hafi ekki tilskilin áhrif skal tilkynnta samræmis­mats­stofan takmarka vottorðið eða fella það tímabundið úr gildi eða afturkalla það.

28. gr.

Upplýsingaskylda tilkynntra samræmismatsstofa og
viðurkenndra stofnana þriðja aðila.

Tilkynntar samræmismatsstofur og viðurkenndar stofnanir þriðja aðila skulu upplýsa velferðar­ráðuneytið um:

  1. tilvik þar sem synjað er um vottorð eða ef vottorð eru takmörkuð, felld tímabundið úr gildi eða afturkölluð,
  2. aðstæður sem hafa áhrif á gildissvið tilkynningar þeirra eða skilyrði fyrir henni,
  3. beiðnir sem þeim hafa borist frá Vinnueftirliti ríkisins um upplýsingar varðandi samræmis­mats­starfsemi,
  4. starfsemi sem tengist samræmismatinu sem hefur farið fram á grundvelli tilkynningar þeirra og alla aðra starfsemi sem hefur farið fram, þ.m.t. starfsemi sem nær yfir landamæri og undirverktakastarfsemi, sé þess óskað.

Tilkynntar samræmismatsstofur skulu veita öðrum stofum sem eru tilkynntar samkvæmt reglugerð þessari og annast sambærilega samræmismatsstarfsemi á sömu tegund þrýstibúnaðar eða sam­setningar, viðeigandi upplýsingar um mál er varða neikvæðar og, sé þess óskað, jákvæðar niður­stöður samræmismats.

29. gr.

Samræming tilkynntra samræmismatsstofa og
viðurkenndra stofnana þriðja aðila.

Tilkynntar samræmismatsstofur og viðurkenndar stofnanir þriðja aðila skulu taka þátt í vinnu samræmingarhóps tilkynntra samræmismatsstofa fyrir þrýstibúnað og samsetningar annaðhvort með beinum hætti eða í gegnum tilnefnda fulltrúa.

VII. KAFLI

Ýmis ákvæði.

30. gr.

Eftirlit Vinnueftirlits ríkisins.

Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með þeim þrýstibúnaði eða samsetningu sem fellur undir reglugerð þessa, sbr. einnig sérreglur um reglubundið eftirlit. Ráðherra getur þó ákveðið að eftirlitsverkefnið verði falið annarri opinberri stofnun eða faggiltum skoðunarstofum, sbr. 82. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.

31. gr.

Refsiákvæði.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða ákvæði 99. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, holl­ustu­hætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.

32. gr.

Kæruheimild.

Um kæruheimildir á grundvelli reglugerðar þessarar fer skv. 98. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum. Enn fremur er heimilt að kæra ákvarð­anir tilkynntra samræmismatsstofa og viðurkenndra stofnana þriðja aðila til velferðar­ráðuneytisins. Um málsmeðferð fer skv. ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, með síðari breytingum.

VIII. KAFLI

Gildistaka.

33. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr., 34., 35., 38. og 47. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og að höfðu samráði við atvinnuvega- og nýsköp­unar­ráðuneytið og faggildingarsvið Einkaleyfastofu hvað varðar þátt faggildingarsviðs Einkaleyfa­stofu, sbr. lög nr. 24/2006, um faggildingu o.fl., til innleiðingar á tilskipun 2014/68/ESB um samræm­ingu laga aðildarríkjanna um að bjóða þrýstibúnað fram á markaði, sem vísað er til í lið 6 VIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 84/2015.

Viðaukar við tilskipun 2014/68/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða þrýstibúnað fram á markaði, sem vísað er til í þessari reglugerð, skulu öðlast gildi hér á landi. Um birtingu þeirra vísast til EES-viðbætis við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, 15. október 2015 bls. 844-939.

34. gr.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi reglur nr. 571/2000, um þrýstibúnað. 

Ákvæði til bráðabirgða.

Um þann þrýstibúnað eða samsetningar sem hafa verið framleidd gilda reglur sem í gildi voru þegar þau voru framleidd nema annað leiði af ákvæðum þessarar reglugerðar.

Velferðarráðuneytinu, 22. nóvember 2017.

Þorsteinn Víglundsson
félags- og jafnréttismálaráðherra.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 27. nóvember 2017