Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 247/2024

Nr. 247/2024 12. febrúar 2024

REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð nr. 483/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/627 um samræmt, hagnýtt fyrirkomulag við framkvæmd opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu, sem eru ætlaðar til manneldis, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/627 frá 15. mars 2019 um samræmt, hagnýtt fyrirkomulag við framkvæmd opinbers eftirlits með afurðum úr dýrarík­inu, sem eru ætlaðar til manneldis, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 og um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2074/2005 að því er varðar opinbert eftirlit. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 3/2020, frá 7. febrúar 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 16, frá 12. mars 2020, bls. 259.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2108 frá 16. desember 2020 um breytingu á II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/627 að því er varðar heil­brigðismerkið sem nota skal á tiltekið kjöt sem er ætlað til manneldis í Breska konungs­ríkinu að því er varðar Norður-Írland. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 239/2020, frá 30. desember 2020. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 70 frá 28. september 2023, bls. 106.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1709 frá 23. september 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/627 að því er varðar samræmt, hagnýtt fyrirkomulag við framkvæmd opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 104/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 194.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2503 frá 19. desember 2022 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/627 að því er varðar hagnýtt fyrirkomulag við framkvæmd opinbers eftirlits með lifandi samlokum, lagarafurðum eða í tengslum við útfjólubláa geislun. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 304/2023, frá 8. desember 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11, frá 2. febrúar 2024, bls. 223.

 

2. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

 

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a – 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 12. febrúar 2024.

 

Katrín Jakobsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.


B deild - Útgáfud.: 28. febrúar 2024