1. gr.
Stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið eftirfarandi gjöld fyrir veitta þjónustu og verkefni:
Lántökugjald |
0,5–1,2% |
Skilmálabreyting á skuldabréfi í skilum |
10.000 kr. |
Skilmálabreyting á skuldabréfi í vanskilum |
0,5–1,2% + 10.000 kr. |
Myntbreyting á skuldabréfi |
0,2% að lágmarki 20.000 kr. |
Skuldskeyting |
10.000 kr. |
Veðleyfi |
10.000 kr. |
Veðbandslausn |
10.000 kr. |
Ný veðsetning |
10.000 kr. |
Leyfi fyrir kvótaflutningi |
10.000 kr. |
Seðilgjald, rafrænn greiðsluseðill |
150 kr. |
Seðilgjald, greiðsluseðill sendur í pósti |
400 kr |
Ítrekun |
2.000 kr. |
Lokaaðvörun |
3.000 kr. |
Ábyrgðaþóknun |
0,5%–1,5% |
Uppgreiðslugjald |
1% |
Heimilt er að greiða inn á höfuðstól láns án uppgreiðslugjalds allt að einni m.kr. á almanaksári. |
Þinglýsingargjald |
2.000 kr. |
Rafrænt veðbókavottorð |
1.000 kr. |
Greiðsluáskorun |
Skv. gjaldskrá sýslumanna |
Birtingakostnaður |
Skv. gjaldskrá Íslandspósts eða stefnuvotta |
Tímagjald vegna vinnu sérfræðinga |
16.932 kr./klst. |
2. gr.
Gjaldskráin er birt með vísan til 3. mgr. 14. gr. laga um Byggðastofnun nr. 106/1999 og 2. ml. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur brott gjaldskrá Byggðastofnunar nr. 1126/2022.
Samþykkt á fundi stjórnar Byggðastofnunar á Sauðárkróki, 12. desember 2024.
F.h. Byggðastofnunar,
Hrund Pétursdóttir staðgengill forstjóra.
|