1. gr.
Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist nýr f-liður, svohljóðandi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1926 frá 31. maí 2017 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/40/ESB að því er varðar veitingu fjölþátta ferðaupplýsingaþjónustu innan alls Evrópusambandsins.
2. gr.
Með reglugerð þessari er innleidd framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1926 frá 31. maí 2017 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/40/ESB að því er varðar veitingu fjölþátta ferðaupplýsingaþjónustu innan alls Evrópusambandsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120 frá 2021 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34 frá 12. maí 2021, bls. 422.
3. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 45. gr. vegalaga nr. 80/2007, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 14. maí 2021.
F. h. r.
Ólafur Kr. Hjörleifsson.
|