1. gr.
Skilgreining fyrir nýtingarhlutfall í 1.3. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Hlutfall milli brúttóflatarmáls bygginga á lóð eða reit og flatarmáls lóðar eða reits. Um skilgreiningu brúttóflatarmáls fer samkvæmt íslenskum staðli ÍST50:1998 varðandi byggingarhluta í lokunarflokkum A og B. Undanskilið er brúttóflatarmál rýma með salarhæð lægri en 1,8 m, sbr. ÍST 21:1971.
2. gr.
Reglugerð þessi sem er sett með stoð í 1. mgr. 45. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 kemur í stað reglugerðar nr. 842/2016 og öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 31. október 2016.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
|