1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu hvað varðar:
- Útreikning atkvæðisréttar í veltubók skv. 24. og 25. gr. laganna.
- Sameiginlegt rafrænt skýrslusnið skv. 6. gr. laganna.
- Útreikning atkvæðisréttar skv. 12. og 14. gr. laganna.
- Aðgengi að upplýsingum skv. 35. og 36. gr. laganna.
2. gr.
Tilvísanir.
5% viðmiðunarmörk: Tilvísanir í reglum þessum til viðmiðunarmarka í 5. og 6. mgr. 9. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til viðmiðunarmarka í 24. og 25. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Atkvæðaréttur skv. a-lið 1. mgr. a í 13. gr. tilskipunar 2004/109/EB: Tilvísanir í reglum þessum til atkvæðaréttar skv. a-lið 1. mgr. aí 13. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísun til atkvæðaréttar skv. a-lið 1. mgr. 14. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, sbr. a- og d–h-liði 2. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.
Atkvæðaréttur skv. b-lið 1. mgr. a í 13. gr. tilskipunar 2004/109/EB: Tilvísanir í reglum þessum til atkvæðaréttar skv. b-lið 1. mgr. a í 13. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til atkvæðaréttar skv. b-lið 1. mgr. 14. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, sbr. a- og d–h-liði 2. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.
Árleg reikningsskil og endurskoðunarskýrslur: Tilvísanir í reglum þessum til upplýsinga skv. 4. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til upplýsinga skv. 6. og 10. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Breytingar á réttindum tengdum flokkum hlutabréfa eða verðbréfa: Tilvísanir í reglum þessum til upplýsinga skv. 16. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til upplýsinga skv. 31. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Geymsla í miðlægu geymslukerfi og aðgengi: Tilvísanir í reglum þessum til geymslu í miðlægu geymslukerfi og aðgengis skv. 1. mgr. 21. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til miðlægrar varðveislu og aðgengis skv. 35. og 36. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Greiðslur til stjórnvalda: Tilvísanir í reglum þessum til upplýsinga skv. 6. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til upplýsinga skv. 9. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Hálfsársreikningsskil og endurskoðunarskýrslur eða takmarkaðar endurskoðanir: Tilvísanir í reglum þessum til allra upplýsinga skv. 5. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til upplýsinga skv. 7. og 10. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Heimaaðildarríki útgefanda: Tilvísanir í reglum þessum til heimaaðildarríkis útgefanda í i-lið 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til heimaríkis skv. 5. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Heildarmagn atkvæðaréttar og hlutafjár: Tilvísanir í reglum þessum til 15. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til 19. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Innherjaupplýsingar: Tilvísanir í reglum þessum til innherjaupplýsinga skv. 6. gr. tilskipunar 2003/6/EB skal skilja sem tilvísanir til innherjaupplýsinga skv. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum.
Kaup eða sala á eigin hlutabréfum útgefanda: Tilvísanir í reglum þessum til upplýsinga skv. 14. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til upplýsinga skv. 29. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Rafrænt skýrslusnið: Tilvísanir í reglum þessum til rafræns skýrslusniðs skv. 7. mgr. 4. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til rafræns skýrslusniðs skv. 6. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Samsöfnun eignarhluta: Tilvísanir í reglum þessum til 9., 10. og 13. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til 12., 13., 14., 23., 24., 25. og 26. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Samsöfnun eignarhluta í samstæðu: Tilvísanir í reglum þessum til e-liðar 10. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til e-liðar 1. mgr. 13. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Tilkynningar sem varða atkvæðisrétt: Tilvísanir í reglum þessum til upplýsinga skv. 12. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til upplýsinga skv. 16., 20., 21., 22., 27. og 28. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Undanþága vegna viðskipta í þágu viðskiptavina: Tilvísanir í reglum þessum til 6. mgr. 9. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til 24. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Viðmiðunarmörk flöggunarskyldu: Tilvísanir í reglum þessum til 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til 1. og 3. mgr. 12. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
3. gr.
Sameiginlegt rafrænt skýrslusnið.
Ársreikningar skulu birtir á sameiginlegu rafrænu skýrslusniði í samræmi við ákvæði þessarar greinar og greina 4-6. Útgefendur skulu útbúa ársreikninga sína á XHTML-sniði.
Kjarnategundaröð (e. core taxonomy) merkir samsett safn af tegundaraðareiningum (e. taxonomy elements) sem sett eru fram í viðauka VI við reglugerð (ESB) 2019/815 og eftirfarandi tenglasafni:
- Birtingartenglagrunni (e. presentation linkbase) sem lýsir stigveldi tegundaraðareininga.
- Útreikningatenglagrunni (e. calculation linkbase) sem lýsir stærðfræðilegu sambandi milli tegundaraðareininga.
- Kennimerkjatenglagrunni (e. label linkbase) sem lýsir merkingu allra tegundaraðareininga.
- Skilgreiningartenglagrunni (e. definition linkbase) sem endurspeglar víddarsamband milli tegundaraðareininga.
Útvíkkuð tegundaröðun (e. extension taxonomy) merkir samsett safn af tegundaraðareiningum (e. taxonomy elements) og eftirfarandi tenglasafni sem bæði eru stofnuð af útgefandanum:
- Birtingartenglagrunni (e. presentation linkbase) sem lýsir stigveldi tegundaraðareininga.
- Útreikningatenglagrunni (e. calculation linkbase) sem lýsir stærðfræðilegu sambandi milli tegundaraðareininga.
- Kennimerkjatenglagrunni (e. label linkbase) sem lýsir merkingu allra tegundaraðareininga.
- Skilgreiningartenglagrunni (e. definition linkbase) sem tryggir niðurstöður víddarprófunar sem gerðar eru á XBRL-skrá og skilgreindar í útvíkkaðri tegundarröðun.
IFRS-samstæðureikningsskil (e. IFRS consolidated financial statements) merkir samstæðureikningsskil útbúin í samræmi við annaðhvort IFRS skv. reglugerð (ESB) 1606/2002 eða IFRS sem vísað er til í (a) lið fyrstu undirgreinar ákvörðunar 2008/961/EB.
4. gr.
Ívafin IFRS-samstæðureikningsskil.
Þar sem ársreikningar innihalda IFRS-samstæðureikningsskil, skulu samstæðureikningsskilin vera ívafin (e. mark up) af útgefanda.
Útgefandi skal, að lágmarki, ívefja (e. mark up) upplýsingar (e. disclosures) sem eru tilgreindar í viðauka II við reglugerð (ESB) 2019/815, þar sem þessar upplýsingar eru hluti af IFRS-samstæðureikningsskilum.
Útgefandi má ívefja (e. mark up) upplýsingar (e. disclosures) sem eru hluti IFRS-samstæðuskila aðrar en þær sem tilgreindar eru í 2. mgr.
Fyrir ívaf (e. mark up) í 1. til 3. mgr. ákvæðisins skal útgefandi nota XBRL-ívafsmál (e. mark up language) og nota tegundaröðun (e. taxanomy) þar sem nota skal sömu einingar og í kjarnategundaröðun. Þar sem, í samræmi við 4. punkt viðauka IV við reglugerð (ESB) 2019/815, er ekki viðeigandi að nota einingar úr kjarnategundaröðun, skal útgefandi útbúa útvíkkaða tegundaröðun eininga í samræmi við viðauka IV við reglugerð (ESB) 2019/815.
5. gr.
Ívafin reikningsskil önnur en IFRS-samstæðureikningsskil.
Útgefendur innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins hafa heimild til að ívefja (e. mark up) aðra hluta ársreikninga en tilgreindir eru í 4. gr. ef XBRL-ívafsmál (e. mark up language) er notað og stuðst er við tegundaröð (e. taxonomy) sem er ætluð tilgreindum hlutum ársreiknings og tegundaröðunin er samþykkt af aðildarríki þar sem útgefandinn er skráður.
6. gr.
Sameiginlegar reglur um ívaf.
Fyrir ívaf (e. mark ups) í samræmi við 4. og 5. gr., skal útgefandi fylgja eftirfarandi:
- Samþætting ívafs (e. embedding of markups) í ársreikningi útgefanda í XHTML-sniði skal styðjast við Inline XBRL-tilgreiningu sem sett er fram í viðauka III við reglugerð (ESB) 2019/815.
- Skilyrðum varðandi ívaf (e. marking up) og skráarreglur sem sett eru fram í viðauka IV við reglugerð (ESB) 2019/815.
7. gr.
Innleiðing reglugerða.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 28. janúar 2021, bls. 439-442 og 443-449, sem teknar voru upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2020 frá 12. júní 2020, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/761 frá 17. desember 2014 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/109/EB að því er varðar tiltekna tæknilega eftirlitsstaðla um verulega eignarhluta.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1437 frá 19. maí 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/109/EB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um aðgengi að upplýsingum sem reglur kveða á um á vettvangi Sambandsins, með eftirfarandi aðlögunum samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2020 frá 12. júní 2020:
- Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samning þennan, og ef ekki er kveðið á um annað í þessum samningi, ber að skilja vísanir til opinberra kerfa þannig að þær taki einnig til opinberra kerfa EFTA-ríkjanna, til viðbótar við merkingu þeirra í framseldu reglugerðinni.
Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi viðaukar við eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birt er í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins, og tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2020 frá 12. júní 2020, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest og ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/815 frá 17. desember 2018 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/109/EB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um forskriftir fyrir sameiginlegt rafrænt skýrslusnið (birt í Stjórnartíðindum ESB L 143, 29. maí 2019, bls. 1), sbr. leiðréttingar í Stjtíð. ESB L 145, 4.6.2019, bls. 85, eins og henni var breytt með:
- Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2100 frá 30. september 2019 (birt í Stjórnartíðindum ESB L 326, 16. desember 2019, bls. 1).
- Með eftirfarandi aðlögunum samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2020 frá 12. júní 2020:
- Að því er varðar EFTA-ríkin ber að skilja vísanir til fjárhagsára sem byrja 1. janúar 2020 eða síðar sem vísanir til fjárhagsára sem byrja 1. janúar 2021 eða síðar.
- Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1989 frá 6. nóvember 2020 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/815 að því er varðar 2020 uppfærsluna á flokkunarfræðinni sem mælt er fyrir um í tæknilegu eftirlitsstöðlunum fyrir sameiginlega rafræna skýrslusniðið (birt í Stjórnartíðindum ESB L 429, 18. desember 2020, bls. 1).
- Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/352 frá 29. nóvember 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/815 að því er varðar 2021 uppfærsluna á flokkunarfræðinni sem mælt er fyrir um í tæknilegu eftirlitsstöðlunum fyrir sameiginlega rafræna skýrslusniðið (birt í Stjórnartíðindum ESB L 77, 7. mars 2022, bls. 1).
8. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 1.-4. tölulið 2. mgr. 55. gr., sbr. ákvæði til bráðabirgða laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, taka gildi þegar í stað. Á sama tíma falla úr gildi reglur nr. 1470/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa.
Seðlabanka Íslands, 13. október 2022.
|
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
Rúnar Guðmundsson framkvæmdastjóri. |
|