1. gr.
Við 9. gr. reglugerðarinnar bætast stafliðir f og g sem orðast svo:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2114 frá 16. desember 2020 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 að því er varðar tímabundna framlengingu á sérstökum neyðarráðstöfunum til að bregðast við afleiðingum COVID-19 heimsfaraldursins með tilliti til vals á veitanda flugafgreiðsluþjónustu, eins og hún er tekin upp í EES-samninginn, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2021 frá 5. febrúar 2021, eins hún birtist í EES-viðbæti nr. 23, frá 31. mars 2021, bls. 664-666.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2115 frá 16. desember 2020 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 að því er varðar tímabundna framlengingu á sérstökum neyðarráðstöfunum til að bregðast við afleiðingum COVID-19 heimsfaraldursins með tilliti til flugrekstrarleyfa, eins og hún er tekin upp í EES-samninginn, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2021 frá 5. febrúar 2021, eins hún birtist í EES-viðbæti nr. 23, frá 31. mars 2021, bls. 667-669.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 57. gr. b. og 85. gr. a., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 8. apríl 2021.
F. h. r.
Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Valgerður B. Eggertsdóttir.
|