Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 76/2018

Nr. 76/2018 19. júní 2018

LÖG
um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum (vanþróuðustu ríki heims).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:

  1. 2. mgr. 1. tölul. 1. mgr. fellur brott.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Af vöru sem flutt er inn og er upprunnin í ríki sem telst til þeirra ríkja heims sem eru skemmst á veg komin í þróun eins og þau eru skil­greind af efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna og í samræmi við skuld­bind­ingar Íslands á vettvangi þeirra. Tollfríðindin ná ekki til vöru sem fellur undir toll­skrár­númer í 2. og 4. kafla og vöruliðum nr. 0603, 1601 og 1602 í tollskrá í viðauka I með lögum þessum. Að höfðu samráði við ráðuneyti er fara með mál er varða sjávarútveg, landbúnað og útflutning er ráðherra heimilt að setja með reglugerð sérstakar upprunareglur sem gildi við innflutning vörunnar.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 19. júní 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 26. júní 2018