Hinn 6. desember 2022 var framkvæmdastjóra Evrópuráðsins afhent staðfestingarskjal Íslands vegna samnings Evrópuráðsins um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum sem gerður var í Macolin 18. september 2014. Samningurinn öðlast gildi gagnvart Íslandi 1. apríl 2023.
Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 13. desember 2022.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
|