Hinn 23. janúar 2024 var ráðherraráði Evrópusambandsins afhent fullgildingarskjal Íslands vegna samnings um verndun lax í Norður-Atlantshafi sem gerður var í Reykjavík 2. mars 1982. Samningurinn öðlaðist gildi 23. janúar 2024. Ísland hafði áður fullgilt samninginn, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 5/1982, en sagt honum upp í samræmi við 20. gr. samningsins frá 31. desember 2009.
Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 5. febrúar 2024.
Bjarni Benediktsson.
|