Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 29/2022

Nr. 29/2022 26. ágúst 2022

AUGLÝSING
um breyttan samning um stofnun Evrópumiðstöðvar fyrir meðallangar veðurspár.

Hinn 19. apríl 2011 var aðalskrifstofu ráðs Evrópusambandsins afhent aðildarskjal Íslands vegna breytts samnings um stofnun Evrópumiðstöðvar fyrir meðallangar veðurspár (ECMWF) sem gerður var í Reading 22. apríl 2005 og breyttrar bókunar um sérréttindi og friðhelgi Evrópumiðstöðvar fyrir meðallangar veðurspár sem telst óaðskiljanlegur hluti samningsins. Samningurinn og bókunin öðluðust gildi gagnvart Íslandi 1. júní 2011. Sama dag öðlaðist gildi samningur, sem gerður var 9. mars 2011, milli ríkisstjórnar Íslands og Evrópumiðstöðvar fyrir meðallangar veðurspár um aðild Íslands að fyrrgreindum samningi.

Breyttur samningur um stofnun Evrópumiðstöðvar fyrir meðallangar veðurspár er birtur sem fylgiskjal 1 með auglýsingu þessari, breytt bókun sem fylgiskjal 2 og samningur um aðild Íslands að fyrrgreindum samningi sem fylgiskjal 3.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Utanríkisráðuneytinu, 26. ágúst 2022.

 

F. h. r.

Martin Eyjólfsson.

Anna Jóhannsdóttir.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)

C deild - Útgáfud.: 21. febrúar 2023