Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 6. júní 2023 breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ. Breytingin tekur til gatnamóta Oddeyrargötu og Brekkugötu og felur í sér að gatnamótin verða öll upplyft, aðliggjandi gangstéttar breikka og götur þrengjast. Jafnframt er gert ráð fyrir tveimur gönguþverunum yfir gatnamótin, annars vegar yfir Oddeyrargötu sunnan gatnamóta og hins vegar yfir Brekkugötu vestan þeirra. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 41.-43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarbæjar, 12. september 2023,
María Markúsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
|