Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:
Deiliskipulag, Laufvallargil. Deiliskipulagið tekur til lóðarinnar Laufvallargils, L220188. Innan skipulagsmarka eru afmarkaðar tvær lóðir og einn byggingarreitur á hvorri lóð. Á hvorri lóð er heimilt að byggja eitt frístundahús allt að 120 m² að stærð á einni eða tveimur hæðum auk tveggja aukahúsa s.s. gestahúss, geymslu eða baðhúss. Hámarksnýtingarhlutfall lóða er 0,03. Heimilt er að leigja út gistingu til ferðamanna. Samþykkt í sveitarstjórn 17. maí 2023.
Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.
Laugarvatni, 1. september 2023.
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.,
Vigfús Þór Hróbjartsson.
|