Forseti Íslands gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
1. gr.
1. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Markmið.
Markmið laga þessara er að varðveita fjármálastöðugleika, þ.m.t. að tryggja áframhald nauðsynlegrar starfsemi fyrirtækja og forðast veruleg neikvæð áhrif á fjármálakerfið. Jafnframt er það markmið laganna að lágmarka hættu á að veita þurfi sérstakan opinberan fjárstuðning til fyrirtækja, auk þess að vernda innstæðueigendur, fjárfesta og eignir viðskiptavina fyrirtækja.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
- 20. tölul. 1. mgr. orðast svo: Kjarnastarfssvið: Sú starfsemi lánastofnunar, verðbréfafyrirtækis eða samstæðu sem stendur undir verulegum hluta rekstrartekna, hagnaðar eða virði rekstrar.
- Í stað orðanna „tengsla við aðra starfsemi“ í 28. tölul. 1. mgr. kemur: innri og ytri víxltengsla.
- Við 1. mgr. bætast eftirfarandi skilgreiningar í réttri stafrófsröð, svohljóðandi:
- Skilaaðili: Eftirtaldir aðilar teljast til skilaaðila:
- Fyrirtæki sem skilaáætlun skv. 9. gr. hefur verið útbúin fyrir enda er það ekki hluti af samstæðu sem fellur undir samstæðueftirlit samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, eða
- lögaðili með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu enda hafi hann verið tilgreindur af skilavaldinu sem skilaaðili í skilaáætlun samstæðu skv. 10. gr.
- Skilasamstæða: Eftirfarandi aðilar teljast til skilasamstæðu:
- Skilaaðili og dótturfélög hans enda séu þau ekki skilaaðilar sjálf, dótturfélög annarra skilaaðila og aðilar með staðfestu í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem eru ekki hluti af skilasamstæðu samkvæmt skilaáætlun og dótturfélög þeirra, eða
- lánastofnanir og dótturfélög þeirra sem eru varanlega tengd miðlægri stofnun og miðlæga stofnunin sjálf og dótturfélög hennar enda telst a.m.k. ein þessara lánastofnana eða miðlæga stofnunin skilaaðili.
- Víkjandi hæfur gerningur: Gerningur sem uppfyllir skilyrði 72. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, þó ekki skilyrði 3.–5. mgr. 72. gr. b sömu reglugerðar.
- Í stað orðsins „kjarnastarfsemi“ í 2. mgr. kemur: kjarnastarfssvið.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
- Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Í skilaáætlun skal tilgreina þá lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar sem gerð er til fyrirtækis skv. IV. kafla og þann lokafrest sem veittur er til að uppfylla kröfuna. Inntak skilaáætlunar ræðst að öðru leyti af stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli lokamálsgreinar 10. gr.
- Á eftir 1. málsl. 3. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Skilaáætlun skal þó uppfærð þegar í stað ef skilaaðgerðum eða niðurfærslu og umbreytingu fjármagnsgerninga skv. VI. kafla hefur verið beitt.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
- Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Skilaáætlunin skal tilgreina skilaaðila og, ef við á, skilasamstæður innan sérhverrar samstæðu.
- Á eftir 1. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Skilavaldið getur tilgreint skilaaðila og útbúið og uppfært skilaáætlun fyrir skilasamstæðu sem samsett er af aðilum innan lögsögu þess.
- 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Í skilaáætlun samstæðu skal tilgreina þær skilaaðgerðir sem ætlunin er að grípa til gagnvart skilaaðilum og þau áhrif sem aðgerðirnar geta haft á aðrar einingar innan samstæðu, móðurfélag og dótturfélög.
5. gr.
Í stað orðanna „miðlun fjármagns í fjármálakerfinu“ í 2. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: aðstæður til fjármögnunar.
6. gr.
Í stað 2. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Mat á skilabærni skal fara fram samhliða gerð skilaáætlunar samstæðu skv. 10. gr. Matið skal byggjast á því hvort raunhæft og hagkvæmt sé að taka einstaka aðila innan samstæðu til slitameðferðar eða leysa samstæðuna upp í heild með skilaaðgerðum gagnvart einstökum skilaaðilum innan samstæðunnar. Að öðru leyti tekur mat á skilabærni mið af þeim efnisatriðum sem fram koma í 13. gr.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
- Í stað tilvísunarinnar „13. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 13. og 14. gr.
- Á eftir 1. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ef annmarkar á skilabærni varða það að skilaaðili uppfyllir ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka auk lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar skal skilaaðili innan tveggja vikna frá móttöku tilkynningar skv. 1. mgr. leggja til við skilavaldið mögulegar aðgerðir og tímafrest til að uppfylla kröfurnar.
- Í stað orðanna „um eigið fé“ í 10. og 11. tölul. 3. mgr. kemur: um eiginfjárgrunn.
- Í stað orðanna „ófjárhagslegan hluta samstæðu“ í 12. tölul. 3. mgr. kemur: þann hluta samstæðu sem ekki tengist fjármálaþjónustu.
- Við 3. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Að fyrirtækið eða eining leggi fram áætlun um hvernig það hyggst uppfylla aftur samanlagða kröfu um eiginfjárauka auk lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.
- Í stað orðsins „það“ í síðara skipti í 4. mgr. kemur: skilavaldið.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
- Við 1. tölul. 2. mgr. bætist: hjá samstæðu í heild og, ef við á, skilasamstæðum innan sérhverrar samstæðu.
- Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Ef annmarkar á skilabærni samstæðu varða samanlagða kröfu um eiginfjárauka auk lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 15. gr., skal skilavaldið, að undangengnu samráði við skilastjórnvöld skilaaðila og dótturfélaga, tilkynna móðurfélagi í efsta þrepi samstæðu um mat sitt á annmörkunum. Ef annmarkar í skýrslu skv. 1. mgr. eru vegna sama efnisatriðis skal móðurfélagið, innan tveggja vikna frá móttöku tilkynningar skv. 1. málsl., koma með tillögur um tímasettar aðgerðir til að uppfylla kröfurnar skv. 2. málsl. 2. mgr. 15. gr.
- Í stað orðanna „fjögurra mánaða“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: eins mánaðar.
- Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef annmarkar varða efnisatriði skv. 2. málsl. 2. mgr. 15. gr. skal sameiginleg ákvörðun tekin innan tveggja vikna frá móttöku skilavaldsins á tillögum móðurfélagsins um aðgerðir skv. 2. málsl. 4. mgr.
- Í stað orðanna „tímamarka skv. 4. mgr.“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: viðeigandi tímamarka skv. 5. mgr.
- Í stað orðanna „tímafrests skv. 4. mgr.“ í 3. málsl. 5. mgr. kemur: viðeigandi tímafrests skv. 5. mgr.
- Í stað tilvísunarinnar „5. mgr.“ í 6. mgr. kemur: 6. mgr.
- Í stað tilvísunarinnar „4. eða 5. mgr.“ í 7. mgr. kemur: 5. eða 6. mgr.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
- Í stað orðanna „samtölu heildarskuldbindinga og eiginfjárgrunns fyrirtækis“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: áhættugrunni og heildarmælistærð áhættuskuldbindinga.
- Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Skilavaldið ákveður þann hluta af lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar sem er undirskipaður skuldbindingum sem óheimilt er að beita eftirgjöf gagnvart skv. 56. gr. Skilavaldið skal jafnframt ákveða að hve miklu leyti undirskipuðum hluta af lágmarkskröfunni skal mæta með víkjandi hæfum gerningum.
- 5. og 6. mgr. falla brott.
10. gr.
21. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Takmarkanir á úthlutun.
Fyrirtæki eða eining skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. sem uppfyllir samanlagða kröfu um eiginfjárauka samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki en ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka til viðbótar við lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar skv. 17. gr. skal tilkynna það til skilavaldsins án tafar. Fyrirtæki eða einingu er óheimilt, áður en hámarksúthlutunarfjárhæð hefur verið reiknuð út, að grípa til eftirfarandi ráðstafana:
- Framkvæma úthlutun skv. 1. mgr. 86. gr. m laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
- Stofna til skuldbindingar um að greiða kaupauka eða greiða kaupauka ef stofnað var til skuldbindingar til greiðslu á þeim tíma þegar fyrirtækið eða einingin uppfyllti ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka.
- Greiða af gerningi sem telst til viðbótar eigin fjár þáttar 1.
Fyrirtæki eða eining sem uppfyllir ekki samanlagða kröfu um eiginfjárauka samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki auk lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar skv. 17. gr. er óheimilt að grípa til ráðstöfunar skv. 1–3. tölul. 1. mgr. ef slík ráðstöfun nemur fjárhæð umfram hámarksúthlutunarfjárhæð.
11. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
- Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fyrirtæki og einingar skulu afhenda skilavaldinu nauðsynlegar upplýsingar og gögn sem varða lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar. Þá skulu þau að lágmarki árlega gera viðeigandi upplýsingar opinberar.
- Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Skilavaldinu er heimilt að veita fyrirtæki og einingu hæfilegan tímafrest til að aðlaga sig að ákvörðunum skv. 17.–20. gr. Ákvörðun um tímafrest vegna kröfu skv. 17. gr. skal tekin að teknu tilliti til eftirfarandi hjá fyrirtæki eða einingu:
- Hlutfalls innlána og skorts á skuldagerningum í fjármögnunarlíkani.
- Aðgengis að fjármagnsmarkaði fyrir hæfar skuldbindingar.
- Að hvaða marki skilaaðili reiðir sig á almennt eigið fé þáttar 1 til að uppfylla lágmarkskröfuna.
- 3. mgr. orðast svo:
Seðlabanki Íslands skal setja reglur um form og tíðni gagnaskila og upplýsingagjafar skv. 1. mgr. og form og skilgreiningar vegna upplýsingaskipta skv. 3. mgr.
12. gr.
Á eftir 22. gr. laganna kemur ný grein, 22. gr. a, svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:
Reglugerð.
Ráðherra setur reglugerð um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar samkvæmt þessum kafla, þar á meðal um aðferðafræði og viðmið við útreikning á lágmarkskröfunni og hámarksúthlutunarfjárhæð.
13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
- 2. mgr. orðast svo:
Ákvæði 1. mgr. gildir um skuldbindingu sem uppfyllir öll eftirfarandi skilyrði:
- Er ekki undanþegin eftirgjöf skv. 2. mgr. 56. gr.
- Er ekki innstæða sem fellur undir a-lið 1. tölul. 1. mgr. 85. gr. a.
- Er útgefin á grundvelli löggjafar utan Evrópska efnahagssvæðisins.
- Á eftir 2. mgr. koma fimm nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Ákvæði 1. mgr. gildir ekki um skuldbindingu sem getur verið háð niðurfærslu eða umbreytingu á grundvelli heimildar samkvæmt lögum í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins eða á grundvelli heimildar samkvæmt bindandi samningi sem gerður hefur verið við viðkomandi ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrirtæki eða eining skal tilkynna skilavaldinu ef það telur óframkvæmanlegt að hafa skilmála skv. 1. mgr. í samningum þess. Í tilkynningunni skal tilgreina flokk þeirrar skuldbindingar sem skilmáli samningsins varðar og rökstuðning fyrir afstöðu fyrirtækisins eða einingarinnar. Móttaka skilavaldsins á tilkynningu frestar skyldu skv. 1. mgr. Skilavaldið getur, í því skyni að meta áhrif tilkynningarinnar á skilabærni, aflað allra nauðsynlegra upplýsinga frá fyrirtæki eða einingu, sbr. 7. gr. Skilavaldið leggur mat á tilkynningu skv. 4. mgr. Það skal, innan hæfilegs tímafrests, krefjast þess að fyrirtæki eða eining framfylgi skyldu skv. 1. mgr. ef það fellst ekki á afstöðu fyrirtækis eða einingar um að skilmáli í samningi sé óframkvæmanlegur. Skilavaldið getur jafnframt krafist þess að fyrirtæki eða eining breyti starfsvenjum sínum varðandi samningsbundna viðurkenningu á eftirgjöf. Ákvæði 4. mgr. gildir ekki um skuldbindingar sem teljast til gerninga viðbótar eigin fjár þáttar 1 og þáttar 2 og skuldagerninga enda teljist gerningarnir til ótryggðra skuldbindinga. Jafnframt skulu skuldbindingarnar vera rétthærri en kröfur skv. 3. tölul. 1. mgr. 85. gr. a. Ef skilavaldið ákvarðar, við mat á skilabærni eða á öðrum tíma, að meira en 10% af flokki skuldbindinga sem inniheldur hæfar skuldbindingar innihaldi ekki skilmála skv. 1. mgr. skal það þegar í stað meta áhrif þess á skilabærni fyrirtækis eða einingar. Við mat á 10% viðmiðunarmarkinu skal taka tillit til skuldbindinga sem eru undanskildar eða heimilt er að undanskilja eftirgjöf skv. 1. og 2. mgr. 56. gr. Ef mat skilavaldsins samkvæmt þessari málsgrein leiðir til þess að annmarkar teljist á skilabærni fyrirtækis eða einingar skal það beita heimildum skv. 15. gr. til að bæta úr annmörkunum.
- Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skuldbindingar sem fyrirtæki eða eining vanrækir að tilgreina í samningsskilmálum skv. 1. mgr. geta ekki nýst til að uppfylla kröfur um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.
- 5. mgr. orðast svo:
Seðlabanki Íslands setur nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar, þar á meðal um eftirfarandi:
- efni samningsskilmála skv. 1. mgr.,
- skrá yfir undanþegnar skuldbindingar skv. 2. og 3. mgr.,
- skilyrði þess að óframkvæmanlegt geti talist að hafa skilmála í samningum, sbr. 4. mgr.,
- skilyrði og hæfilegan tímafrest fyrir kröfu skilavalds um að skuldbinding innihaldi viðeigandi skilmála, sbr. 5. mgr.,
- verklag og form fyrir veitingu upplýsinga til skilavaldsins skv. 4. mgr.
14. gr.
Í stað orðanna „Seðlabanki Íslands setur reglur“ í 4. mgr. 25. gr. og orðanna „Seðlabanki Íslands skal setja reglur“ í 8. mgr. 30. gr., 5. mgr. 31. gr. og 4. mgr. 32. gr. laganna kemur: Ráðherra skal setja reglugerð.
15. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
- Í stað orðanna „fyrirtækis eða einingar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og hæfum skuldbindingum skv. 2. mgr. hjá fyrirtæki eða einingu.
- Í stað tilvísunarinnar „1. mgr. 35. gr.“ í 1. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. kemur: 35. gr.
- Á eftir orðunum „niðurfærslu eða umbreytingar fjármagnsgerninga“ í 2. tölul. og „niðurfærslu eða umbreytingu fjármagnsgerninga“ í 3. og 4. tölul. 1. mgr. kemur: og hæfra skuldbindinga skv. 2. mgr.
- Á eftir orðinu „fjármagnsgerninga“ í 2. mgr. kemur: og hæfra skuldbindinga.
- Við 2. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Heimilt er að niðurfæra eða umbreyta hæfum skuldbindingum án skilaaðgerða þrátt fyrir að þær uppfylli ekki skilyrði um eftirstöðvatíma skv. 1. mgr. 72. gr. c reglugerðar (ESB) nr. 575/2013. Þær skuldbindingar sem um ræðir í ákvæðinu skal tilgreina í reglugerð settri á grundvelli 22. gr. a.
16. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
- Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Höfuðstóll hæfra skuldbindinga skv. 2. mgr. 27. gr. er niðurfærður eða honum umbreytt í almennt eigið fé þáttar 1, eða hvort tveggja, að því marki sem nauðsynlegt er til að ná markmiðum skilameðferðar skv. 1. gr. eða að því marki sem unnt er miðað við umfang viðeigandi skuldbindinga, hvort sem er lægra.
- Á eftir orðunum „viðeigandi fjármagnsgernings“ í 1. málsl. og 2. og 3. tölul. 2. mgr. kemur: eða hæfrar skuldbindingar skv. 2. mgr. 27. gr.
- Á eftir orðunum „eigenda viðeigandi fjármagnsgerninga“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: og hæfra skuldbindinga skv. 2. mgr. 27. gr.
- Á eftir orðunum „umbreytingu á viðeigandi fjármagnsgerningum“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: og hæfum skuldbindingum.
- 4. tölul. 3. mgr. orðast svo: Umreikningsgengi, sem ákvarðar fjölda útgefinna fjármagnsgerninga sem teljast til almenns eigin fjár þáttar 1, eða hæfra skuldbindinga skv. 2. mgr. 27. gr., er í samræmi við 64. gr.
17. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:
- 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Áður en ákvörðun er tekin um niðurfærslu eða umbreytingu fjármagnsgerninga eða hæfra skuldbindinga skv. 2.–5. tölul. 1. mgr. 27. gr., sem gefin eru út af dótturfélagi til að uppfylla kröfur um eiginfjárgrunn þess og samstæðu, skal skilavaldið.
- Í stað orðanna „án tafar“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: innan 24 klukkustunda.
- Við 1. tölul. 1. mgr. bætist: eða hæfra skuldbindinga.
18. gr.
Fyrirsögn VI. kafla laganna verður: Niðurfærsla og umbreyting fjármagnsgerninga og hæfra skuldbindinga.
19. gr.
Á eftir orðinu „fjármagnsgerninga“ í 1. mgr. og 1. málsl. og 2. og 6. tölul. 2. mgr. 30. gr. laganna kemur: og hæfra skuldbindinga.
20. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
- 1. mgr. orðast svo:
Skilavaldið ákveður hvort grípa skuli til skilaaðgerðar gagnvart fyrirtæki eða einingu að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
- Það hefur móttekið tilkynningu um að fyrirtæki eða eining sé á fallanda fæti skv. 34. gr.
- Ekki er unnt að koma í veg fyrir fall fyrirtækis eða einingar með öðru og vægara móti.
- Skilaaðgerð er nauðsynleg vegna almannahagsmuna þannig að markmiðum laga þessara verði náð.
- 2. tölul. 3. mgr. fellur brott.
- Við 3. tölul. 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skilavaldið skal þá tilgreina eignarhaldsfélagið á fjármálasviði sem skilaaðila í skilaáætlun samstæðu.
- 4. mgr. orðast svo:
Þrátt fyrir að skilyrði 1. mgr. séu ekki uppfyllt er skilavaldinu heimilt að grípa til skilaaðgerðar gagnvart eignarhaldsfélagi skv. c- eða d-lið 1. mgr. 2. gr. ef eftirtalin skilyrði eru uppfyllt:
- Eignarhaldsfélagið er skilaaðili.
- Dótturfélag eignarhaldsfélagsins, eitt eða fleiri, sem er lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki, en ekki skilaaðili, uppfyllir skilyrði skv. 1. mgr.
- Eignir og skuldir dótturfélagsins eru slíkar að fall þess stefni annarri lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki í samstæðunni, eða samstæðunni í heild, í hættu.
21. gr.
Á eftir 35. gr. laganna kemur ný grein, 35. gr. a, svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:
Heimild til að fresta tilteknum skuldbindingum við ákvörðun um skilameðferð.
Skilavaldinu er heimilt að fresta greiðslu eða afhendingu samkvæmt samningum sem fyrirtæki eða eining hefur stofnað til að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum:
- Ákvörðun um að fyrirtæki eða eining sé á fallanda fæti hefur verið móttekin skv. 1. tölul. 1. mgr. 35. gr.
- Ekki er unnt að koma í veg fyrir fall fyrirtækis eða einingar með aðgerðum einkaaðila, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 35. gr.
- Frestun á greiðslu eða afhendingu er talin nauðsynleg til að koma í veg fyrir hratt versnandi fjárhagsstöðu fyrirtækis eða einingar.
- Beiting heimildarinnar er nauðsynleg til að:
- taka ákvörðun skv. 3. tölul. 1. mgr. 35. gr., eða
- taka ákvörðun um viðeigandi skilaaðgerð eða tryggja skilvirka beitingu skilaúrræða.
Ákvæði 2.–5. mgr. 70. gr. gilda ef heimild til frestunar skv. 1. mgr. er beitt.
Frestun á greiðslu eða afhendingu skv. 1. mgr. skal að hámarki gilda frá birtingu tilkynningar um frestun skv. 4. mgr. til miðnættis næsta virka dag.
Skilavaldið skal, án tafar, tilkynna fyrirtæki og einingu ásamt öðrum viðeigandi aðilum um beitingu heimildar skv. 1. mgr. Þá skal skilavaldið tryggja birtingu í samræmi við 5. mgr. 35. gr. á ákvörðun um frestun ásamt skilmálum og tímalengd frestunarinnar.
Þegar skilavaldið frestar greiðslu eða afhendingu skv. 1. mgr. er því heimilt á tímabili frestunar að beita ákvæðum 71. og 72. gr.
Hafi skilavaldið beitt heimildum þessarar greinar gegn fyrirtæki eða einingu og í framhaldi gripið til skilaaðgerðar gagnvart fyrirtækinu eða einingunni skal það ekki beita ákvæðum 70.–72. gr. gagnvart þeim.
22. gr.
Í stað orðanna „fyrirtækisins eða einingarinnar verið niðurfærðir“ í 39. gr. laganna kemur: og hæfar skuldbindingar fyrirtækisins eða einingarinnar verið niðurfærð.
23. gr.
Í stað orðanna „ráða yfir kerfi“ í 4. mgr. 55. gr. laganna kemur: búa yfir ráðstöfunum.
24. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 56. gr. laganna:
- Við 1. mgr. bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Skuldbindingum gagnvart miðlægum mótaðilum sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár eða miðlægum mótaðilum með staðfestu í þriðja ríki enda séu þeir viðurkenndir af Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni samkvæmt sömu lögum.
- Skuldbindingum, gagnvart fyrirtæki eða einingu enda séu aðilarnir hluti af sömu skilasamstæðu án þess að vera sjálfir skilaaðilar, óháð gjalddaga skuldbindinganna nema þær séu neðar í forgangsröð skv. 85. gr. a en almennar ótryggðar kröfur.
- Í stað orðanna „halda áfram nauðsynlegri starfsemi og kjarnastarfsemi“ í 2. tölul. 2. mgr. kemur: halda uppi nauðsynlegri starfsemi og kjarnastarfssviðum.
25. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. laganna:
- Í stað orðsins „hæfar“ í 1. mgr. og þrisvar sinnum í 2. mgr. kemur: eftirgefanlegar.
- Í stað orðsins „hæfra“ í 1. mgr. kemur: eftirgefanlegra.
- Í stað orðsins „hæf“ í 1. mgr. kemur: eftirgefanleg.
- Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Heimild til að undanskilja eftirgefanlegar skuldbindingar.
26. gr.
Á eftir 57. gr. laganna kemur ný grein, 57. gr. a, svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:
Sala á víkjandi hæfum skuldbindingum til almennra fjárfesta.
Seljanda hæfra skuldbindinga er heimilt að selja almennum fjárfesti skuldbindingar sem uppfylla skilyrði 72. gr. a að undanskildum b-lið 1. mgr. og skilyrði 3.–5. mgr. 72. gr. b reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, ef eftirfarandi skilyrði eru öll uppfyllt:
- Seljandi hefur framkvæmt mat á hæfi almenns fjárfestis skv. 44. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
- Seljandi telur á grundvelli mats skv. 1. tölul. að slíkar hæfar skuldbindingar henti viðkomandi almennum fjárfesti.
- Seljandi uppfyllir skyldur skv. 46. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
Ef verðgildi fjármálagerninga nemur samanlagt ekki meira en jafnvirði 500.000 evra í íslenskum krónum þegar kaupin fara fram, á grundvelli upplýsinga sem fjárfestir veitir skv. 3. mgr., skal seljandi tryggja að eftirfarandi skilyrði séu bæði uppfyllt:
- Heildarfjárhæð fjárfestingar almenns fjárfestis í skuldbindingum skv. 1. mgr. fer ekki umfram 10% af verðgildi fjármálagerninga þess fjárfestis.
- Upphafleg fjárhæð fjárfestingar í einni eða fleiri skuldbindingum skv. 1. mgr. nemur að lágmarki jafnvirði 10.000 evra í íslenskum krónum.
Almennur fjárfestir skal veita seljanda nákvæmar upplýsingar um verðgildi fjármálagerninga hans, þ.m.t. allar fjárfestingar í skuldbindingum skv. 1. mgr.
Verðgildi fjármálagerninga skv. 2. og 3. mgr. skal innihalda innstæður og fjármálagerninga, þó ekki fjármálagerninga sem trygging hefur verið sett fyrir.
27. gr.
3. mgr. 66. gr. laganna orðast svo:
Ákvæði B-hluta XII. kafla laga um fjármálafyrirtæki gilda einnig um einingar skv. b–d-lið 1. mgr. 2. gr. ef skilyrði 1.–2. tölul. 1. mgr. 35. gr. eru uppfyllt gagnvart einingunum.
28. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. laganna:
- Á eftir tilvísuninni „15., 16., 27. gr.“ í 1. mgr. kemur: 35. gr. a.
- Í stað tilvísunarinnar „70.–73. gr.“ í 4. mgr. kemur: 35. gr. a, 70. og 71. gr.
- Við 4. mgr. bætist: og 1. mgr. 72. gr.
29. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 70. gr. laganna:
- 3. tölul. 4. mgr. fellur brott.
- Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Ef skilavaldið ákveður að fresta greiðslu eða afhendingu skv. 1. mgr. á tryggingarhæfum innstæðum umfram fjárhæðarmörk tryggðra innstæðna skal það tryggja að þeir innstæðueigendur hafi aðgang að viðeigandi daglegri fjárhæð innstæðnanna.
30. gr.
Á eftir 78. gr. laganna kemur ný grein, 78. gr. a, svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:
Skilmáli í fjárhagslegum samningum um heimildir skilavalds.
Fyrirtæki og eining skulu hafa skilmála um heimild skilavaldsins til að grípa til ráðstafana skv. 35. gr. a og 70.–73. gr. í öllum fjárhagslegum samningum sínum sem löggjöf utan Evrópska efnahagssvæðisins gildir um. Í sömu samningum skal einnig kveðið á um viðurkenningu á skuldbindingargildi ákvæðis 69. gr. þessara laga og 107. gr. f laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Ákvæði 1. mgr. gildir um fjárhagslega samninga sem uppfylla bæði eftirfarandi skilyrði:
- Þeir stofna til nýrrar skuldbindingar eða breyta verulega gildandi skuldbindingu eftir gildistöku laga þessara.
- Þeir innihalda ákvæði um réttindi sem sæta takmörkunum skv. 35. gr. a og 69.–73. gr.
Brot gegn skyldu skv. 1. mgr. takmarkar ekki rétt skilavaldsins til að beita heimildum skv. 35. gr. a og 70.–73. gr.
Seðlabanki Íslands skal setja reglur sem kveða nánar á um efni skilmála skv. 1. mgr.
31. gr.
Á eftir 80. gr. laganna kemur ný grein, 80. gr. a, svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:
Samspil skilameðferðar og markmiða laganna.
Skilaaðgerðum skal beita að teknu tilliti til markmiða laga þessara. Velja skal þau skilaúrræði og skilaheimildir sem eru best til þess fallin að ná þeim markmiðum sem mestu skipta hverju sinni.
Skilavaldið skal leitast við að lágmarka kostnað af skilameðferð og forðast virðistap nema slíkt sé nauðsynlegt til að ná markmiðum laganna.
32. gr.
Á eftir 2. mgr. 89. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Skilavaldið skal taka þátt í samstarfsvettvangi sem nefnist evrópskt skilaráð ef eitt af eftirtöldu á við:
- Fyrirtæki eða móðurfélag í efsta þrepi samstæðu með staðfestu utan Evrópska efnahagssvæðisins á dótturfélag með starfsemi hér á landi.
- Móðurfélög í efsta þrepi samstæðu, tvö eða fleiri, eru með staðfestu í fleiri en einu aðildarríki og eitt móðurfélaganna er með staðfestu hér á landi.
- Tvö eða fleiri útibú fyrirtækis með staðfestu utan Evrópska efnahagssvæðisins teljast mikilvæg og eitt þeirra er starfrækt hér á landi.
Evrópskt skilaráð hefur sama hlutverk og skilaráð skv. 2. mgr.
33. gr.
Á eftir 1. tölul. 1. mgr. 94. gr. laganna koma fjórir nýir töluliðir, svohljóðandi:
- 3. mgr. 15. gr. um kröfu skilavalds um aðgerðir til að ráða bót á annmörkum á skilabærni.
- 1. mgr. 17. gr. um að uppfylla lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.
- 21. gr. um takmarkanir á úthlutun.
- 1. mgr. 22. gr. um afhendingu upplýsinga og gagna til skilavaldsins og opinbera birtingu viðeigandi upplýsinga um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.
34. gr.
Við 102. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/879 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar tapþol og endurfjármögnunargetu lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og tilskipun 98/26/EB, að undanskildum hluta ákvæða 6. og 17. tölul. 1. gr. tilskipunarinnar.
35. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
36. gr.
Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
- Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002:
- Orðin „þegar áætlunin liggur fyrir“ í 1. málsl. 3. mgr. 82. gr. a laganna falla brott.
- Lokamálsliður 1. mgr. 98. gr. laganna orðast svo: Við endurskipulagningu fjárhags er heimilt að grípa til skilaaðgerða samkvæmt lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
- Í stað orðanna „sem hluta skilameðferðar á grundvelli laga“ í lokamálsgrein 98. gr. laganna kemur: í framhaldi af skilameðferð samkvæmt lögum.
- Orðin „eftir því sem við á“ í 3. mgr. 102. gr. laganna falla brott.
- Í stað orðanna „eða laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“ í 3. mgr. 102. gr. laganna kemur: sbr. einnig XVII. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl.
- Lög um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum, nr. 90/1999: Í stað orðanna „eða kerfisstjóri“ í 1. málsl. 9. tölul. 2. gr. laganna kemur: kerfisstjóri eða uppgjörsaðili að miðlægum mótaðila.
Gjört á Bessastöðum, 22. júní 2023.
Guðni Th. Jóhannesson. (L. S.)
Bjarni Benediktsson.
|