Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:
Deiliskipulag, Reykjanes við Djúp. Tillagan tekur til um 3,9 ha svæðis sem ætlað er fyrir hreinlegan og umhverfisvænan léttan iðnað þar sem jarðhiti er nýttur á sjálfbæran hátt. Á lóð A1 er starfrækt vistvæn saltvinnsla og er heimilt að viðhalda og stækka byggingar innan byggingarreits, hámarksstækkun er allt að 2.736 m². Á lóð A2 er heimild fyrir vistvæna framleiðslu, einkum matvælaframleiðslu, ylrækt eða starfsemi sem styrkir ferðaþjónustu og ímynd svæðisins. Hámarksstærð bygginga er 1.952 m². Á lóð A3 er veitumannvirki og er hámarksbyggingarmagn 8,46 m².
Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.
Súðavík, 22. ágúst 2023.
Jóhann Birkir Helgason, skipulags- og byggingarfulltrúi.
|