Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1822/2024

Nr. 1822/2024 31. desember 2024

HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

Eftirtaldir einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2024:

 

I. Íslenskir ríkisborgarar.

 

1. janúar 2024:

Auður Hildur Hákonardóttir, myndlistarkona og rithöfundur, riddarakross fyrir framlag til myndlistar og störf í þágu kvennabaráttu.

Elísabet Gunnarsdóttir knattspyrnuþjálfari, riddarakross fyrir framlag til kvennaknattspyrnu og annarra íþrótta.

Erna Sif Arnardóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og svefnfræðingur, riddarakross fyrir framlag til nýsköpunar og svefnrannsókna.

Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi, riddarakross fyrir störf í þágu samfélags og mannúðar.

Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöðinni í Vík, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu og sveitarstjórnar- og félagsstarfa í heimabyggð.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður, riddarakross fyrir heimildamynda- og þátta­gerð og framlag til vitundarvakningar á sviði jafnréttismála.

Jenný Karlsdóttir, handverkskona og kennari, riddarakross fyrir framlag til varðveislu íslenskrar alþýðu- og handverksmenningar.

Jón Kristinsson arkitekt, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni húsagerðarlist á alþjóða­vettvangi.

Karel Ingvar Karelsson fyrrverandi skipstjóri, riddarakross fyrir framlag til sjómennsku ungs fólks og eflingar sjómannastéttarinnar.

Knútur Rafn Ármann, framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima, riddarakross fyrir frumkvöðla­starf á sviði matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og atvinnuuppbyggingar.

Margrét Bóasdóttir, söngkona og söngstjóri, riddarakross fyrir framlag til tónlistarflutnings og kórmenningar.

Reynir Pétur Steinunnarson garðyrkjubóndi, riddarakross fyrir afrek og framgöngu í þágu fatlaðra.

Sigurður Harðarson rafeindavirkjameistari, riddarakross fyrir störf á sviði fjarskipta- og öryggismála í þágu björgunarsveita, lögreglu og brunavarna.

Vilmundur G. Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor, riddarakross fyrir framlag til rannsókna og forvarna á sviði hjarta- og æðasjúkdóma.

 

10. maí 2024:

Birgir Ármannsson forseti Alþingis, stórkross fyrir embættisstörf.

 

17. júní 2024:

Dísella Lárusdóttir óperusöngkona, riddarakross fyrir framlag til sönglistar.

Eiríkur Jónsson yfirlæknir, riddarakross fyrir framlag til þvagfæraskurðlækninga og heilbrigðis­þjónustu.

Fannar Jónasson bæjarstjóri, riddarakross fyrir þjónustu í þágu samfélagsins á tímum hamfara.

Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur, riddarakross fyrir rannsóknir, miðlun og varðveislu menningar tengda íslenskum þjóðbúningum.

Jóna Dóra Karlsdóttir, stofnandi og fyrrverandi formaður Nýrrar dögunar, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf til stuðnings syrgjendum og fyrir að stuðla að opinni umræðu um sorg og sorgar­viðbrögð.

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, verkfræðingur og stofnandi PayAnalytics, riddarakross fyrir fram­lag til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar í þágu jafnlaunastefnu.

Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi skátahöfðingi, riddarakross fyrir störf í þágu skátahreyfingarinnar.

Ómar Einarsson, fyrrverandi sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, riddarakross fyrir framlag og frum­kvæði í íþrótta-, tómstunda- og velferðarmálum.

Rósa Björk Barkardóttir sameindalíffræðingur, riddarakross fyrir framlag til vísinda og krabbameins­rannsókna.

Sigrún Steinarsdóttir Ellertsen, stofnandi og umsjónarmaður Matargjafa, riddarakross fyrir fram­lag til mannúðarmála í heimabyggð.

Stefán Baldvin Sigurðsson fyrrverandi háskólarektor, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar, vísinda og félagsmála.

Svanur Ingvarsson, kennari og húsasmíðameistari, riddarakross fyrir framlag í þágu íþróttastarfs fatlaðra.

Þorvaldur Jónsson bóndi, riddarakross fyrir félags- og menningarstörf í héraði.

Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf og nýsköpun á vettvangi sjávarútvegs.

Þórey S. Kemp Guðmundsdóttir íþróttakennari, riddarakross fyrir framlag til íþróttaiðkunar kvenna og heilsueflingar aldraðra.

Þórhallur Sigurðsson, leikari og leikstjóri, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og brautryðjendastarf í barnaleikhúsi.

 

1. ágúst 2024:

Halla Tómasdóttir forseti Íslands, stórkross með keðju.

Björn Skúlason, eiginmaður forseta Íslands, stórkross.

 

II. Erlendir ríkisborgarar.

 

10. júní 2024:

Pär Ahlberger sendiherra Svíþjóðar, stórkross fyrir störf í opinbera þágu.

 

19. júní 2024:

Eric Nelson safnstjóri, riddarakross fyrir framlag til varðveislu norræns menningararfs í Vesturheimi og samskipta Íslands og Bandaríkjanna á því sviði.

 

17. júlí 2024:

Gerhard König myndlistarmaður, riddarakross fyrir störf í þágu varðveislu íslenskrar menn­ingar­sögu.

 

26. júlí 2024.

Kirsten R. Geelan sendiherra Danmerkur, stórkross fyrir störf í opinbera þágu.

 

2. október 2024:

Elizabeth Sy ræðismaður, riddarakross fyrir þjónustu við hagsmuni Íslendinga og framlag til að styrkja og efla tengsl Íslands og Filippseyja.

 

8. október 2024, í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur:

Barbara Bober Bertelsen, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis og ritari ríkisráðs, stórkross.

Christian Schønau, hirðstjóri og orðuritari, stórkross.

Erik Vilstrup Lorenzen sendiherra, stórkross.

Søren Gade þingforseti, stórkross.

Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra, stórkross.

Anders Friis siðameistari, stórriddarakross með stjörnu.

Anne Tønnes lögreglustjóri Kaupmannahafnar, stórriddarakross með stjörnu.

Jens Ole Rossen-Jørgensen, yfirmaður aðstoðarforingjaráðs konungs, ofursti, stórriddara­kross með stjörnu.

Jeppe Tranholm-Mikkelsen, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis og sendiherra, stórriddara­kross með stjörnu.

Anne Berg Mansfeld-Giese yfirlögfræðingur, forstöðumaður heiðursmerkjastofu, stór­riddara­kross.

Dan Folke Pedersen fjármálastjóri hirðarinnar, stórriddarakross.

Henriette Ellermann-Kingombe, einkaritari hennar hátignar drottningarinnar, stórriddara­kross.

Jørn Christensen yfirmaður lífvarðasveitarinnar, ofursti, stórriddarakross.

Lene Balleby samskiptastjóri, stórriddarakross.

Morten Roland Hansen, einkaritari hans hátignar konungsins, stórriddarakross.

Nathalie Feinberg, prótokollstjóri utanríkisráðuneytisins og sendiherra, stórriddarakross.

Pernille Flarup, starfsmanna- og rekstrarstjóri, stórriddarakross.

Anita Hallbye kammerdama, riddarakross.

Chris Møller Frandsen, yfirmaður heiðursfylgdar lífvarðasveitarinnar, riddarakross.

Peter Arnold Busk kammerherra, riddarakross.

Philip Bernhard Kornblit, liðsforingi og vaktstjóri í Amalienborg, riddarakross.

Søren P. Østergaard aðstoðarforingi, liðsforingi, riddarakross.

Søren Rønløv Nielsen, hljómsveitarstjóri í lúðrasveit konunglegu lífvarðarsveitarinnar, riddarakross.

Søren Thomas de Seréne d'Acqueria Jensen, liðsforingi og yfirmaður varðsveitar konungs, riddara­kross.


B deild - Útgáfud.: 13. febrúar 2025