1. gr.
2. málsl. 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Skal hámarksbyggingarkostnaður íbúða skv. 1. málsl. reiknaður þannig að heildarfermetraverð á hvern brúttófermetra rýma byggingar í lokunarflokki A og B skv. ÍST50 fari ekki yfir 264.000 kr. að viðbættum 6.000.000 kr. fastakostnaði á hverja íbúð.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:
- Orðin „með nákvæmri sundurliðun, staðfest af sérfræðingi ef við á“ í 4. tölul. 2. mgr. falla brott.
- 6. tölul. 2. mgr. fellur brott og breytist töluröð síðari töluliða samkvæmt því.
- Við 3. mgr. bætast tveir nýir töluliðir, 4. og 5. tölul., sem verða svohljóðandi og breytist töluröð síðari töluliða samkvæmt því:
- Greinargerð um þörf á leiguhúsnæði á viðkomandi svæði og hvernig áætlanir um fyrirhugaðar byggingar eða kaup á almennum íbúðum taka mið af þeirri þörf, eftir atvikum með hliðsjón af húsnæðisáætlun viðkomandi sveitarfélags.
- Nákvæm sundurliðun á stofnvirði þeirra íbúða sem fyrirhugað er að byggja eða kaupa, staðfest af sérfræðingi ef við á.
- Í stað orðsins „innheldur“ í 4. tölul. 3. mgr., sem verður 6. tölul. 3. mgr., kemur: inniheldur.
3. gr.
4. málsl. 1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Íbúðalánasjóður skal láta þinglýsa kvöð á eign við veitingu stofnframlags þess efnis að óheimilt sé að þinglýsa skuldbindingum á eignina án samþykkis Íbúðalánasjóðs og sveitarfélags þess sem veitt hefur stofnframlag til byggingar eða kaupa á almennri íbúð. Umsækjandi um stofnframlag greiðir gjald vegna þinglýsingar skv. 1. málsl. samkvæmt gjaldskrá Íbúðalánasjóðs, sbr. 49. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglugerðarinnar:
- Orðin „með nákvæmri sundurliðun, staðfest af sérfræðingi ef við á“ í 4. tölul. 1. mgr. falla brott.
- 6. tölul. 1. mgr. fellur brott og breytist töluröð síðari töluliða samkvæmt því.
- Við 2. mgr. bætast tveir nýir töluliðir, 3. og 4. tölul., sem verða svohljóðandi og breytist töluröð síðari töluliða samkvæmt því:
- Greinargerð um þörf á leiguhúsnæði á viðkomandi svæði og hvernig áætlanir um fyrirhugaðar byggingar eða kaup á almennum íbúðum taka mið af þeirri þörf, eftir atvikum með hliðsjón af húsnæðisáætlun viðkomandi sveitarfélags.
- Nákvæm sundurliðun á stofnvirði þeirra íbúða sem fyrirhugað er að byggja eða kaupa, staðfest af sérfræðingi ef við á.
- Í stað orðsins „innheldur“ í 3. tölul. 2. mgr., sem verður 5. tölul, kemur: inniheldur.
5. gr.
Í stað orðsins „fasteignamati“ í 1. tölul. 2. mgr. 25. gr. reglugerðarinnar kemur: árlegu endurstofnverði.
6. gr.
Í stað orðanna „árlegu fasteignamati“ í 2. málsl. 1. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar kemur: árlegu endurstofnverði.
7. gr.
4. mgr. 29. gr. verður svohljóðandi:
Ákvæði 2. og 3. mgr. eiga ekki við um sveitarfélög.
8. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 9. mgr. 11. gr., 4. mgr. 12. gr., 8. mgr. 16. gr., 4. mgr. 18. gr. og 5. mgr. 23. gr. laga um almennar íbúðir, nr. 52/2016, öðlast þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytinu, 7. mars 2019.
Ásmundur Einar Daðason.
Ágúst Þór Sigurðsson.
|